Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN R A D D I R---------------------------- ------------R A D D I R---------------- -------------------------R A D D I R Kristmundur Sörlason framkvæmdastjóri: Orð í tíma töluð AÐ sjdlfsögðu er það mikils virði að hafa vel menntaða iðnaðarmannastétt og sérstaklega hæfa menn til að kynna fram- leiðsluna og vinna henni markað. Til þessa virðist sem skólakerfið hafi mjög vahrækt að mennta fólk til þátttöku í atvinnulíf- inu. Hinar æðri menntastofnanir hafa í flestum tilfellum verið embættismanna- verksmiðjur. Þessir menn hafa svo va,xið til áhrifa i þjóðfélaginu og orðið þar mik- ils ráðandi um mál, sem þeir hafa enga hagnýta þekkingu á. Þetta verður að breytast. (Úr samtali í Tímanum 5. marz 1970). Streitan kostar Svía stórfé VIÐ lásum í sænsku blaði, að streita sé að verða landlægur sjúkdómur í Svíþjóð og hafi í för með sér 28 milljónir veikindadaga á ári, en það nemur um það bil þriðjungi ár- legra veikindadaga sænsku þjóðarinnar. Mot- in til fjár kostar streitan þjóðfélagið um 4 milljarða s. kr. á ári. Greiða sjúkrasamlög og tryggingar 1 milljarð af því tjóni; hinir 3 koma fram í minnkandi framleiðni. ORÐSENDING Við þökkum öllum þeim áskrifendum SAMTlÐARINNAR, sem greitt hafa póst- kröfurnar fyrir árgjaldi blaðsins, er send- ar voru út í apríl. Þeir örfáu, sem eiga þær enn ógreiddar, eru beðnir að gera bað nú þegar. Með þökk fyrir gott samstarf. . SAMTIÐIN. ♦ GÓÐUR mánuður byrjar með þvi, að menn gerast áskrifendur að SAMTÍÐINNI. 4 SKEMMTIÐ yður við skopsögur SAM- TÍÐARINNAR. Endurtekin vegna áskorana MAÐUR nokkur, sem hafði verið skor- inn upp við botnlangabólgu, varð öl-dung- is forviða, þegar hann rak augun í tvö hol- skurðarör á kviðnum á sér. Hann sagði því við prófessorinn, sem framkvæmt hafði aðgerðina: „Hvernig stendur á því, að örin eru tvö?“ „Ja, yður að segja, maður minn, þá tókst botnlangaskurðurinn nú svo snilldar- lega hjá mér, að stúdentarnir mínir, sem horfðu á aðgerðina, klöppuðu allir og fóru fram á, að ég endurtæki aðgerðina til þess að þeir gætu fest sér snilldartök mín enn betur í minni. Og þessu gat ég vitanlega ekki skorazt undan,“ svaraði prófessorinn. Auðsótt mál JÓN skrifstofumaður sagði við for- stjórann: „Ég þyrfti að biðja um frí á morgun, því mig langar til að fylgja tengdamóður minni til grafar.“ „Alveg sjálfsagt, Jón minn. Hvern lang- ar ekki til þess.“ Snjall málflutningsmaður MAÐUR nokkur spurði vin sinn: „Hverjum sagðistu ætla að gefa þessa koníaksf lösku ?“ „Lögfræðingnum mínum.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.