Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 ÚR EINU - 1 FRAKKLANDI fava fram 340.000 giftingar á ári og 37.000 hjónaskilnaðir, en þar giftast árlega 25.000 íráskilciar konur í annað sinn. Þrátt fyrir ýmsa örð- ugleika í sambandi við 2. hjónaband þeirra segja þær, að það sé gifturíkara en hið fyrra. HLJÓÐ hafa meiri áhrif á umhverfi sitt en menn hafa almennt gert sér grein fyrir. Margir kannast við kristalglasið, sem sprakk, þegar tenórsöngvarinn hélt því fyrir framan sig og söng á háum tón- um. Fyrir skömmu gerðist það við há- skólann í Marseille, að prófessor einn og flestir nemendur hans fengu alltaf ákal'- nn höfuðverk í kennslustundunum. Athug- anir leiddu í ljós, að þetta stafaði af því, að hreinsunarstöð skammt frá háskólan- nni sendi frá sér hávaða í svo djúpum tón- uni, að mannseyru heyrðu hann ekki. Nú telja vísindamenn fært að framleiða hljóð- bylgjur, er geti velt húsum. BANDARlSKIR sálfræðingar álíta, að karlnienn kvænist oft stúlkum, sem eru líkar mæðrum þeirra. Ef þeir kvænast oftar en einu sinni, eru konur þeirra oft amóta líkar og þær væru systur. UM 80% af tannlæknum í Finnlandi eru konur. Sú fyrsta þeirra lauk tann- Ifeknaprófi árið 1892. YNDISÞOKKI hefur löngum reynzt kvenþjóðinni happadrjúgur. Dæmi: Fyr- u' 28 árum gekk 15 ára gömul telpa, Dolor- es Moran að nafni, um beina í veitinga- húsi einu í Kaliforníu. Einn af gestunum, -4nthony Ponce, varð svo hrifinn af elsku- legheitum telpunnar, ao hann arfleiddi hana að landi, sem hann átti. Nú er Dolor- es orðin 43ja ára, og landið, sem hún fékk í þjórfé, er orðið sem svarar 34.8 millj. ísl. kr. virði (gengi um síðustu áramót). En sá böggull fylgir þessu skammrifi, að ekki er víst, að Dolores eignist allt þetta fé. Ponce er nú látinn. Hann kvæntist aldrei. Harin á ættingja og ánafnaði þeim sem svarar um 800.000 ísl. kr. í reiðufé. Landið, sem hann ánafnaði Dolores, var árið 1941 virt á sem svarar 119.000 ísJ. la\, en nú vill svo til. að á þeim slóðum er verið að reisa viðhafnarhverfi, svo að lóð- ir hafa hækkað þar ofboðslega í verði, sbr. fjárhæðina, sem áður er getið. Erfingjar Ponces álíta, að hann hafi ekki grunað, hve mikils virði þessi landsspilda myndi verða, er hann ánafnaði telpunni hana og reyna nú að krækja í bróðurhlutann af andvirði hennar. STU’TTU pilsin hafa sannarlega revnzt annað og meira en ánægjuauki öllum þeim karlmönnum, sem liafa gaman af að horfa á sem fáklæddast kvenfólk. Enskur lækn- ir Phyllis Mortimer að nafni, hefur nefni- lega fullyrt, að ekkert hafi stuðlað jafn- rnikið að því að verja stúlkur offitu og stuttpilsatízkan. Hann segir, að enskar stúlkur fitni oft um tvítugt sér til Iieilsu- tjóns, en nú varist þær það allt hvað af tekur til þess að vernda línurnar, sem blasa við aðdáendum þeirra vegna stuttu pilsanna. VITUR maður hefur látið sér um munn fara, að heppilegast sé: að lilusta, þegja, hugsa og tala síðan, ef þurfa þykir. - í ANNAÐ

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.