Samtíðin - 01.07.1970, Side 7

Samtíðin - 01.07.1970, Side 7
6. blað 37. árg. \r. 364 Júlí 1970 SAMTIÐIIM HEIIUILISBLAÐ TIL SKEMMTUNAR OG FRÓÐLEIKS SAMTTÐIN kemiir út mánaðarlegá nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason, Reykjavík, simi 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 200 kr. (erlendis 250 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veiít móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. Geigvænleg mengun ógnar lífverum jarðarinnar VIÐ lásum nýlega ógnvekjandi forustugrein í erlendu blaði. Þar var komizt að orði eitthvað á þessa leið: Bófar og skrumarar eru sí og æ að spá tortím- ingu heimsins, en fáir taka mark á orðum þeirra. Hvernig víkur því hins vegar við, að mannkynið skuli láta sér á sama standa um, að það er í þann veginn að eitra fyrir sjálft sig? Mennirnir eru nefnilega að breyta fljótum jarðarinnar í eitruð skolpræsi og höfunum í geysimiklar forarvilpur, rotþrær hvers konar úrgangs. Fólk eyðileggur andrúmsloftið og um leið lungu sín með hættulegum eiturefnum, sem víða er bannað að hafa um hönd. Þessum efn- um er sprautað gegndarlaust á hvers kyns gróð- ur. Síðan berst eitrið úr þeim til okkar mann- anna í mjólk og jurtafæðu og ógnar heilsu okk- ar, en einkum ungbarna, er drekka það óafvit- andi með móðurmjólkinni. Við þessu hafa vísindamenn varað árum saman, og á síðustu árum hefur U THANT, að- alritari Sameinuðu þjóðanna, látið þetta vanda- mál til sín taka. Nýlega hafa vísindamenn eft- ir ýtarlegar athuganir látið í Ijós það álit sitt, að ekki síðar en 1980 geti svo farið, að heims- byggðin verði orðin svo menguð eiturefnum, að ókleift verði að bjarga henni, nema mann- kynið vakni til róttækra aðgerða til að bægja hættunni frá. Hér dugar ekkert minna en tækni- legar og lögTræðiIegar aðgerðir, segir höfund- ur fyrrnefndrar forustugreinar blaðsins. Síðan við snöruðum þessum setningum á ís- lenzku, hafa sí og æ verið að berast hingað frá útlöndum fregnir um stórfellda mengun. Meðal þeirra kemur okkur það fyrst í hug, að Winnipegvatn í Kanada kvað vera orðið svo mengað, að hættulegt er talið að neyta fisks úr því. Lá við borð sl. vor að banna með öllu fiskveiðar á vissum svæð-um þessa mikla veiði- vatns, þar sem eitrun þess er mest. Fiskisæld Winnipegvatns var fyrrum rómuð mjög, enda var hún forsenda þess, að margir íslendingar settust að í grennd við vatnið á ofanverðri 19. öld. Síðustu árin hafa að sögn um 600 fiskimenn og fjölskyldur þeirra bein- línis átt afkomu sína undir veiðum í vatninu. Er margt af þessu fólki af íslenzku bergi brot- ið. Nú er atvinnu þess ógnað vegna eitrunar, sem berst til Winnipegvatns með ánum, sem renna í það. Kvað vatnið í þeim vera einna áþekkast aurveitu, enda mettað eiturefnum frá verksmiðjum á bökkum ánna. Því nefnum við þetta dæmi um mengun vatns öðrurn fremur, að það varðar frændlið okkar í Kanada og höfð- ar því til samúðar íslendinga. En vart flettum við svo erlendum dagblöðum um þessar mundir, að ekki blasi þar við hrollvekjandi greinar um yfirvofandi ógnir af eitrun neyzluvatns og and- rúmslofts. Við íslendingar getum enn sem komið er hrósað happi yfir því að búa við hreinna and- rúmsloft og heilnæmara vatn en margar aðrar þjóðir. Má vafalaust telja það með landkostum Islands, eins og sakir standa, hvað sem síðar kann að gerast. En baráttunni gegn menguninni verður ekki frestað lengur.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.