Samtíðin - 01.07.1970, Side 10

Samtíðin - 01.07.1970, Side 10
6 SAMTlÐÍN KVENNAÞÆTTIR HÁSUMARTlZKAN er sprungin út í París og breiðist nú óðfluga út um heim- inn. Cardin kallar tízkukonuna: blómið. Kjólarnir frá honum eru að þessu sinni úr þunnum rósóttum efnum. Með smáfell- ingum skapar hann konunum þannig bún- ing, að þær sýnast vera blómin sjálf. Við birtum hér mynd af sýningarstúlku í kjól frá tízkuhúsi Cardins. Kjóllinn er úr bleiku chiffon-efni með hvítum æðum. Það líkist mjög túlípana eða valmúu, þar sem það sveipast í fellingum um hina fögru konu. •+C Hollar svefnvenjur OF LlTILL og óvær svefn stafar einatt af óheppilegum svefnvenjum. Afleiðing- arnar verða: þreyta og slen. Augun verða rauð, og hárið og litarhátturinn láta á sjá. Það stoðar lítið að fara eitt og eitt kvöld snemma að sofa. Fólk verður þá aðeins enn þreyttara daginn eftir. En þeir, sem venja sig á að ganga snemma til náða, fara áður í bað og gæta þessVandlega, að loftræstingin í svefnherberginu sé góð, verða hraustari og starfhæfari en ella myndi. Mikilvægt er, að vel fari um okkur í rúminu á nóttunni. Án þess er mjög hæp- ið, að við sofum vært. Rúmið á að vera langt og breitt. Dýnan, sem við hvílum á, verður að vera slétt og fi'emur hörð, Krommenie VINYL FLÍSAR □ G GDLFDLJKAR SJÁLFGLJÁANDI - AUÐVELT VIÐHALD - MJLJKT UNDIR FÆTI FÆST í ÖLLUM HELZTU BYGGINGAVDRUVERZLUNUM LANDSINS.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.