Samtíðin - 01.07.1970, Page 15
SAMTÍÐIN
11
SAGA EFTIR G. CROUDACE
Niðurl.
HANN ók henni heim að einbýlishúsinu,
strauk báðum varðhundunum og bauð henni
góða nótt með kossi. Hann afþakkaði boð
hennar um að koma inn og fá eitt glas. — Ef
til vill þægi hann það síðar.
Marion hafði sömu störfum að sinna á
hverjum morgni, en átti frí eftir hádegi. Ró-
bert sótti hana í hvíta Mercedesbílnum sín-
um, og þau óku milli fjallanna upp til Grasse.
Þar brögðuðu þau á sykruðum fjólum, rósa-
blöðum og mímósum, meðan hann sagði henni
frá Fragonard, sem var fæddur hér, og frá
Því, að Fragonard eldri hefði viljað, að son-
ur hans yrði sútari og hanzkagerðarmaður
eins og hann sjálfur, en sonurinn fór frá öllu
saman til Parísar til að verða málari.
,,Þú ert svo fróður um list og listamenn,
Róbert“, sagði hún.
,,Já, ég hef alltaf haft áhuga á þeim, Mari-
°n. Það má ekki vanmeta gildi þeirra. Þeir
hafa starfað meðal okkar og haft áhrif á okk-
ur allar götur frá Forn-Grikkjum, meira að
segja miklu lengur. Það eru þeir, sem skapa.
Þeir eru forkólfar siðmenningarinnar-----“
Hann rétti henni höndina og dró hana upp
úr stólnum.
„Komdu, við skulum labba spölkom", sagði
hann.
Þau kysstust nokkrum sinnum í laumi í for-
sælunni frá gömlu steingörðunum, sem höfðu
ef til vill staðið þarna allar götur frá því er
Grasse var örlítið lýðveldi, þar sem menn
settu blómailm í grófa sápuna, sem þeir
hjuggu til. Og þau kysstust milli ólífutrjánna,
afkomenda þeirra trjáa, sem Grikkir höfðu
komið með til Provence fyrir 2500 árum. - - -
°g enn fleiri urðu kossarnir heima í dagstof-
unni hennar í einbýlishúsinu með varðhund-
unum, þjófabjöllukerfinu og stálhurðunum.
ÞEGAR Marion var aftur komin til svefn-
herbergis síns, eftir að þjófnaðurinn hafði
verið framinn, staðnæmdist hún við glugg-
ann og leit yfir garðinn, sem var bjartur af
skæru tunglsljósinu. En því lengur sem hún
starði á dökkar útlínurnar í silfurlitri birt-
unni, því ógreinilegri og þokukenndari urðu
þær. Skyndilega snéri hún sér frá þessu, los-
aði mittisbandið og lét ullarsloppinn falla á
gólfið.
„Róbert, Róbert“, hvíslaði hún, „hvemig
gaztu fengið af þér að gera mér þetta?“
Síðla dags daginn eftir ók hún með Pétri
bílstjóranum út á flugvöll að sækja hr. van
Golen. Henni var óglatt og kalt. Birtan, hit-
inn og litimir voru horfnir, og veröldin var
aftur orðin grá og köld.
„Látið mig þá heyra, Marion“, sagði millj-
ónarinn og snéri sér að stúlkunni, þegar þau
voru setzt ein aftur í svarta Rolls Royceinn.
Harkan og reiðin blikuðu í ljósbláum augum
hans.
„Ég skammast mín svo mikið, herra van
Golen. - - - Mér finnst ég hljóti að hafa glatað
trausti yðar og - - - “
„Ekki orð um það, Marion. Byrjið á byrj-
uninni!“
Hún sagði honum frá hárgreiðslunni, frá
Citroenbílnum, sem hún hafði lagt á götunni,
frá hjólinu, sem sprakk á, og unga mannin-
um, sem hjálpaði henni.
„Og þér skilduð ekki, að þetta var einung-
is hrekkjabragð? Þér skilduð ekki, að hann
hafði skipulagt allt þetta til þess að komast
í kynni við yður og komast þannig inn í hús
mitt?“
„Nei, ekki þá, herra van Golen, en nú er
mér það því miður ljóst“.
Hann andvarpaði vonlaus. „Þið eruð allar
eins, þessar konur. Ef karlmaður slær ykkur
gullhamra, glatið þið allri dómgreind. Vitið
þér, hvað mér þykir verst af öllu? Ekki endi-
lega það, að ég hef misst myndina, en ég hef
líka misst nokkuð annað“, sagði hann, og
gömul og hrjúf rödd hans varð há og við-
kvæm. „Ég treysti yður, Marion. Ég hélt, að
þér væruð skynsöm stúlka, sem léti ekki
blindast af hverjum sem væri - - - “
„Mér þykir þetta mjög leitt, herra van
Golen“, sagði hún stillilega.
Daginn eftir fleygði hann böggli á skrif-
borðið.
„Hérna er safn af ljósmyndum, sem mér
hafa verið sendar frá skrifstofu minni í París.