Samtíðin - 01.07.1970, Side 16

Samtíðin - 01.07.1970, Side 16
12 SAMTÍÐIN Athugið þær gaumgæfilega og segið mér svo, hver þeirra er þessi heiðurspiltur yðar, þessi Róbert Corot“. Hún opnaði böggulinn, eins og henni hafði verið sagt, og athugaði myndirnar gaumgæfi- lega. „En hvaða menn eru þetta?“ spurði hún undrandi. „Auðvitað sams konar náungar og Corot: málverka- og gimsteinaþjófar Evrópu, menn, sem einbeita kröftum sínum að einkasöfnum og smærri listasöfnum“. Hún virti andlitin nú fyrir sér, áhugasam- ari en áður, og henni virtist ágirndin skina út úr augum þeirra, ágimd og mannlegur breiskleiki. — Miður sín lagði hún myndirn- ar frá sér. „Hann er ekki þarna“, hvíslaði hún. „Lítið þér framan í mig, Marion!“ Lymskulegt, grátt augnaráð hans smaug gegnum merg og bein. „Hann er þarna ekki“, endurtók hún. Án þess að segja fleira tók hann myndirn- ar frá henni og læsti þær inni í peninga- skáp sínum. HÁLFUM mánuði seinna fór hún með hon- um til Parísar. Þeim var víða boðið og meðal annars á sérstaka sýningu í Raubenheimer- safninu — „Litla Louvresafninu“ eins og það var kallað í daglegu tali. Forstjóri safnsins, le Mesurier, var glæsi- legur Frakki með silfurhvítt hár, dökkar augnabrúnir og litla rósarmerki heiðursfylk- ingarinnar í hnappagatinu. Hann tók undir eins vingjarnlega í handlegginn á milljónar- anum og sagði: „Kæri herra van Golen, komið þér með mér. Hér er nokkuð alveg sérstakt, sem mig langar að sýna yður“. Dökk augu hans litu rannsakandi á Marion, áður en þau ljómuðu af unaðslegu brosi. „Og auðvitað yður líka, ungfrú“. Hinir boðsgestirnir drukku kampavín og litu á málverk, en forstjórinn vék frá þeim og fór með van Golen og Marion inn í lítið herbergi, þar sem þjónn var á verði. Rautt band hélt fólki í metersfjarlægð frá olíumál- verkunum, sem voru þarna til sýnis. Marion skimaði forvitnilega um veggina. Þar héngu málverk eftir nýimpressjónalistana svonefndu: Gauguin, van Gogh. - - - Forstjór- inn staðnæmdist fyrir framan málverk, sem hékk á mesta viðhafnarstaðnum yfir dyrun- um. Marion starði á það þrumu lostin. „Þessi mynd á sér mjög merkilega sögu“, mælti forstjórinn. „Eins og þér munið ef til vill, herra van Golen, þá var henni stolið frá okkur fyrir sjö árum. Fyrir einskæra tilvilj- un endurheimtum við hana á dögunum“. Milljónarinn horfði kæruleysislega á mynd- ina, sem í sjö ár hafði skartað á veggnum í svefnherbergi hans. „Ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af Cézanne“, sagði hann án þess að depla auga, „og allra sízt af olíumálverkunum hans frá Fontainebleau". Létt fótatak kom þeim öllum þrem til að snúa sér við. „Þér hafið víst aldrei hitt son minn, herra van Golen“, mælti forstjórinn. „Róbert lang- ar til að fylgja yndislega einkaritaranum yð- ar um sýninguna. Ef til vill er rétt, að við lofum unga fólkinu að spjalla saman og förum sjálfir inn í skrifstofuna mína, þar sem við getum skálað í einhvei-ju betra en þessu kampavíni, sem sýningargestirnir fá“. Róbert le Mesurier, sem fyrir einni viku hafði heitið Róbert Corot, brosti varfæmis- lega til Marionar. „Ég hef orðið að draga þangað til núna að biðja þig fyrirgefningar", sagði hann alvar- legur á svipinn. Hún deplaði augum til að hylja tárin. „Þú níddist á mér og trúgirni minni“, sagði hún. Brosið kom aftur fram í græn augu hans „Nei, eiginlega ekki“, sagði hann, „en það gæti vel litið þannig út!“ Hún flýtti sér að beina talinu að öðru. „Stal van Golen virkilega þessari mynd á sínum tima?“ spurði hún. „Nei, en hann þekkti náungann, sem stal henni - - bannsettur gamli refurinn sá arna! Og þú getur reitt þig á, að hann hefur borg- að honum vel fyrir vikið!“ Marion leit á mynd Cézanness. Henni virt- ist litirnir þegar vera orðnir skærari, hreinni og fegurri en áður. Hálfnauðug leit hún af myndinni, og augu þeirra Róberts mættust. „Ég veit fullvel, hvað þú ert að hugsa“, sagði hann og tók blíðlega undir handlegg- inn á henni, ,,en ef þig langar mikið, skal ég með ánægju hleypa vindinum úr öðru framhjólinu á bílnum þínum, svo við get- um byrjað kunningsskapinn á nýjan leik“.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.