Samtíðin - 01.07.1970, Page 17
SAMTÍÐIN
13
ÁRSGAMALT ÍSLENDINGASPJALL
ÍSLAND er að ýmsu leyti afbragðsland, bú-
ið margvíslegum lítt nytjuðum kostum, sem
sumir hverjir eiga eftir að koma í ljós. ís-
lendingar eru rösk og harðfeng þjóð, albúin
til skjótra átaka, þegar nauðsyn krefur, en
okkur skortir enn naega kunnáttu í ýmsum
greinum, m. a. mjög tilfinnanlega á við taekni-
menntaðar þjóðir. Með markvissri sókn verð-
um við að stefna að því að draga þær uppi.
Það hlýtur að takast, því að íslenzka þjóðin
er bæði lagin og ódeig til framtaks, ef ekki
brestur viturlega forustu.
íslendingar eru ákaflega fámenn þjóð í
stóru og mannfreku landi. Mörgum ofbýður
hinn gífurlegi kostnaður við stjórn jafn
smárrar þjóðar. Furðar ýmsa útlendinga, að
dvergþjóð skuli fá risið undir öllum þeim
útgjöldum.
Við íslendingar þolum illa gagnrýni. Veld-
ur því m. a. arfgeng stórmennskukennd, sem
alið hefur verið á af dýrkendum fomsagna
okkar. Af heilbrigðri gagnrýni útlendinga
getum við sjálfsagt sitthvað lært, sé hún á
rökum reist. Er þar ólíku saman að jafna og
níðritum kumpána eins og þeirra Gories
Peerses og Dithmars Blefkens, sem Arngrím-
ur lærði fann sig knúinn til að andmæla
kröftuglega endur fyrir löngu.
Nú er ísland ekki lengur einangrað. Hing-
að er fljótfarið fyrir erlenda blaðamenn,
enda sjást greinar um okkur oft í blöðum
þeirra. Við rákumst nýlega á ársgamalt ís-
lendingaspjall 1 dönsku blaði og birtum hér-
fáeinar klausur úr því til dæmis um, hvernig
við komum sanngjörnum útlendingum fyrir
sjónir. Höfundurinn er menntuð kona, en
kvenlegum næmleik er oft við brugðið.
Blaðakonan skrifar:
Sem Dani verður maður aðnjótandi hat-
urskenndrar ástúðar. Það er ögrandi og heill-
andi fyrir þann, sem er óvanur því heima
fyrir, að tilfinningarnar geri vart við sig
nema eins og smáskvettur á yfirborðinu.
Oskadraumur íslendinga er að sigra okkur í
knattspyrnu og að fá að dveljast í Kauþ-
manna'höfn, borg borganna.
Islendingar virðast opinskáir, hlýir í við-
móti, gestrisnir og hjálpfúsir. Gagnrýnendur
norður þar segja hins vegar, að þar hittist
einnig fyrir þóttablandinn sleikjuháttur og
fálæti. Þröngsýni, sem stafar af langri ein-
angrun, svo að árum skiptir. Öði*u máli gegni
um fáa útvalda, sem alltaf séu á ferð og flugi.
Hjá þeim sé Reykjavík einungis viðkomu-
staður, þar sem ekki gengur á öðru en mót-
töku- og kveðjuveizlum.
íslendingar eru þjóð í mótun. Spurningin
er, hvert þeir eiga að stefna? Þeir eru svo
þjóðræknir, að þeir hafa nefnd, sem finnur
upp á því að kalla telefon síma, jet þotu og
toilet snyrtingu. Hvert barn getur vitnað
í fornsögurnar. Hve lengi geta menn lifað á
því að horfa sífeilt um öxl?
Hvað efnishyggju snertir, er þjóðin háð
bandarískum áhrifum. Allir eiga að búa í
eigin íbúðum með gólfteppum homa milli,
sjónvarpstæki, kæliskáp og bíl. Þeir, sem
hafa ekki efni á þessu, verða að flytjast til
Astralíu eða Kanada.
íslendingum líður betur en nokkru sinni
áður; — þá skortir aðeins peninga til að
borga með.
Á íslandi sitja ungir menn í æðstu embætt-
um, og við spyrjum undrandi, hvar gömlu
mennirnir séu. „Á AIþingi“, svara hinir mein-
fýsnu. Alþingi er kallað elliheimilið í dag-
legu tali. Sumir þingmannanna hafa setið þar
40 ár.
Margir verða að gegna tveim embættum
til að geta dregið fram lífið. íslendingar hafa
alltaf sigrazt á yfirbugandi örðugleikum.
Landið er enn fullt af leyndardómum, sem
unnt er að nytja.
Einn af nýju atvinnuvegunum, sem íslend-
ingar trúa á, er móttaka ferðafólks. Þeir
hafa uppgötvað, að það borgar sig að ferðast
til landsins þeirra. Þar eru eldfjöll, hverir
og laugar, sem unnt er að nytja í sambandi
við hressingarhæli; fossar, sögustaðir, lax-
veiðistöðvar, fuglalíf, skíðaland. Á íslandi er
unnt að svala alls konar náttúrudýrkun. Allt
í þeim efnum bíður þeirra, sem orðnir eru
leiðir á að velta sér í tilbreytingarlausu
sólbaði Suðurlanda.
Á íslandi eru flestar vörur eins dýrar eða
dýrari en í Danmörku. Verðbólgan er ægileg,
þar sem íbúarnir lifa eins og þeir væru vel
efnum búnir, en þjóðin riðar á barmi gjald-
þrots. Mundu að skipta þeim íslenzku pen-
ingum, sem þú kannt að eiga eftir, áður en
þú kveður landið. Það er engin leið að skipta
þeim í Danmörku. Dönsk króna jafngildir um