Samtíðin - 01.07.1970, Qupperneq 18
14
SAMTÍÐIN
það bil 12 íslenzkum krónum, — segir blaða-
konan í vorkunarblöndnum tón vegna þess
ófarnaðar, sem hin dugmikla íslenzka þjóð
á við að búa í gengismálum sínum, en sakir
háttvísi fjölyrðir hún ekki um þá sorgarsögu.
Auðvelt er að benda á misskilning í um-
mælum þessarar blaðakonu. Nægir í því sam-
bandi að benda á börnin og fomsögurnar, sem
er ekki annað en erlendur reyfari endurbor-
inn. En verulegur hluti þessa íslendinga-
spjalls byggist á samtölum við íslendinga,
og virðist þar rétt skýrt frá staðreyndum.
CUN ARD - skipaf élagið
dekrar við farþegana á skipum sínum. Á hinu
kunna skipi félagsins „Maríu drottningu”
(„Queen Mary”) var m. a. garðyrkjustöð,
þar sem ræktuð voru skrautblóm til að láta
í vasa í káetunum, skreyta með borðin í mat-
sölunum o. s. frv.
í hinu nýja farþegaskipi Cunárdfélagsins,
„Elísabet drottningu II” („Queen Elizabeth
II”), er kostaði sem svarar 6 milljörðum ísl.
kr. (gengi í maí 1970), er sýningarsalur, þar
sem seld eru málverk og myndastyttur. Er
auðvelt að færa veggi salarins til, og lýsingin
er eins og bezt verður á kosið. Listaverkasal-
an þarna er rekin með samstarfi við hina
heimsfrægu listverzlun Marlborough Fine
Art, og hefur verð dýrustu myndanna kom-
izt upp í sem svarar um 8.400.000 ísl. kr.
Eftir að hafa kynnt sér verðskrá listavei'k-
anna hafa sumir farþeganna þurft að fá sér
hjartastyrkingu. Fyrir henni er séð af C. N.
Younghusband, framkvæmdastjóra James
Buchanan vikíhússinss, sem bruggar rúml.
60 viskítegundir handa farþegum skipsins. —
„Elísabet drottning II” er knúin 110.000 öx-
ulhestafla vélum.
Gullsmiðir STEINÞÓR og JÓHANNES
Laugavegi 30. Sími 19209.
Austurstræti 17. Sími 19170.
Demantar, perlur, silfur og gull.
UNDUR <"• AFREK
^ Fámennasti ríkisher í heiminum er
í ítalska smáríkinu San Marino. f honum eru
aðeins 11 menn. Þrjú smáríki: Costa Rica,
ísland og Liechteinstein hafa engan her.
^ Lífseigasta baktería, sem menn þekkja,
nefnist á latínu Micrococcus radiodurans.
Hún þolir 10.000 sinnum sterkari geisla-
virkni en þá, sem reynist mönnum banvæn
(ca 650 röntgen).
$ Stærstu óshólma (deltu) heimsins
mynda stórárnar Ganges og Brahmaputra í
sameiningu. Þeir eru í Austur-Pakistan og
Vestur-Bengalíu (í Indlandi). Óshólmar
þessir eru 80.000 ferkílómetrar að flatarmáli.
♦ Stærsta bankabygging heimsins er
Chase Manhattan Building í New Ycxrk. Hús-
ið er 248 m á hæð og var fullgert árið 1961.
Það er 64 hæðir, og í því er stærsta banka-
hólf veraldarinnar 107x30x2,4 m að stærð.
Það vegur 894 lestir. Hurðirnar á hólfinu eru
6 að tölu, og vegur hver þeirra 41 lest. Dyr-
um hólfsins er hægt að loka með þrýstingi
vísifingurs.
4 Gateway Arch (Hliðsboginn) í St. Louis
í Missouri í Bandaríkjunum er stærsta
minnismerki heimsins. Smíði bogans var
lokið 28. okt. 1965. Hann var reistur til
minningar um landaukninguna vestur á bóg-
inn við kaupin á Lousiana árið 1803. Þessi
risabogi er úr ryðfríu stáli. Hann er 192 m
breiður og jafnhár. Boginn var smíðaður
eftir teikningu finnsk-amerísku arkitektsins
Eeros Saarinens (d. 1961). Hann kostaði 29
milljónir dollara.
^ Stærsta stálbogabrú heimsins er yfir
höfnina í Sydney í Ástralíu og nefnist Sydney
Harbour Bridge. Aðalbogi hennar nær yfir
502,94 m, og ber hann uppi tvær brautir raf-
knúinna járnbrautarlesta, átta akreinar og
tvær gangbrautir í 52,4 m hæð yfir vatns-
fleti Sydneyhafnar. Smíði brúarinnar tók
sjö ár og kostaði sem svarar um 1080 millj.
ísl. kr. miðað við gengi í marz 1970. Brúin
er 1,149 m á lengd. Hún var opnuð til um-
ferðar 19. marz 1932.
4 MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI undir
eins bústaðaskipti til að forðast vanskil.