Samtíðin - 01.07.1970, Qupperneq 19

Samtíðin - 01.07.1970, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN 15 STÓRKOSTLEGASTI ELSKHLGI VÉRALDARIÍXÍIMAR — enda aðeins 90 ára TRANSKEI nefnist landflæmi nokkurt upp frá austurströnd Suður-Afríku. Það er 41.600 ferkílómetrar að stærð eða viðlíka stórt og Danmörk. Þaraa búa um það bil 2 milljónir Bantunegra, sem tala svokallaða Xhosamállýzku. Ekki er hvítum mönnum leyft að stíga fæti inn í land þetta, nema sérstök undanþága kom til. En því nefnum við Transkei hér, að þar býr furðulegur 90 ára gamall maður, töfralæknirinn Khotso Sethuntsa, sem er ekki ellilegri en helming'i yngri menn á norrænum breiddargráðum, enda á hann 23 eiginkonur og samtals 202 börn. Heimilið er því þungt, og börnum lækn- isins fjölgar jafnt og þétt, en sú er bót í máli, að hann er býsna vel efnum búinn, því að hann á sem svarar 3600 milljónum ísl. kr. í Randseðlum í peningageymslum sínum. Evrópskir blaðamenn urðu nýlega þeirrar fágætu náðar aðnjótandi að komast inn í Transkei og heimsækja þennan sérkennilega þeldökka fjölkvænishöfðingja. Við þá sagði hann: „Ég er stórkostlegasti elskhugi veraldarinn- ar!“ Þessa frábæru getu sína þakkar hinn ní- rseði blökkumaður lyfi, sem hann býr til og nefnist bankala. Læknirinn sýndi blaðamönn- um þetta undrameðal, en þverneitaði að selja þeim það, ef til viil vegna þess að hann óskaði ekki eftir stóraukinni mannfjölgun meðal hvítra manna af völdum þess! Hins vegar lét hann konur sínar, sem margar hverjar birt- ust með ungbörn sín í fanginu, fagna gest- unum í breiðfylkingu. Voru þær allar bros- andi út að eyrum, upphófu síðan gleðisöng °g virtust njóta lífsins í ríkum mæli. Móttaka blaðamannanna fór þannig fram: Fyrst gengu hinar 23 þeldökku eiginkonur doktorsins fram og fögnuðu gestunum með söng. Því næst gengu fram tveir þjónar, er gripu um fætur blaðamannanna og þvoðu vandlega öll óhreinindi af skósólum þeirra. Og ekki nóg með það, heldur þógu þeir einn- ig bifreið gestanna með stökustu vandvirkni. Umkringdum syngjandi eiginkonum töfra- læknsins var blaðamönnunum síðan fylgt inn í móttökusal hallar hans, þar sem þeim var vísað til sætis. Að því loknu fengu þeir að njóta viðhafnar salarins stundarkom einir síns liðs. Gólf hans var þakið þykkum marg- litum teppum. Meðfram öðrum um það bil 30 metra löngum vegg salarins voru sæti, en meðfram hinum langveggnum stóðu borð með bollum. Skyndilega opnuðust salardyrnar, og birtist þar töfralæknirinn sjálfur 1.52 m hár. Hann var klæddur æði fornfálegum kvoluð- run buxum hið neðra, en smókingjakka hið efra, og virtist þetta vera viðhafnarbúning- ur hans. Brosandi út að eyrum og hvatlegur í hreyfingum sem ungur væri bauð hann blaða- mennina velkomna. Þeim varð einkum starsýnt á gimsteina þá, er skreyttu eyru höfðingjans, sem hlammaði sér niður í hægindastól og hrópaði eitthvað á Xhosamállýzku sinni. Skipti þá engum tog- um, að ein af konum hans skundaði burt að sækja þeim kaffi. Hófust nú viðræður, og spurði Sethuntsa blaðamennina m. a., hvernig þeim líkaði líf- ið í lýðveldi Suður-Afríku. Annar blaðamann- anna hafði hins vegar orð á því, sér sýnd- ist hinn níræði húsráðandi ótrúlega imgleg- ur. Lét doktorinn sér það vel líka og svaraði brosandi: „Mér er engin launung á því, hve gamall ég er að árum, en ég held mér ung- um á bankala". — Þetta er kynjaduft hinn- ar eilífu æsku, sem Sethuntsa býr til sjálfur og tekur inn með sýnilegum árangri. „Ég er enginn venjulegur töfralæknir. Ég bý yfir dulannætti“, sagði doktorinn alvar- legur í bragði. Ekki þorðu blaðamennirnir að mótmæla því. „Ef þið eigið bankala, gerið þið allar kon- ur hamingjusamar," sagði Sethuntsa gleið-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.