Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN § hérna með öðru eins skíta verðlagi og við verðum að þola!“ Sameiginlegir hagsmunir TRÚR og dyggur starfsmaður herti loks UPP hugann og bað íorstjórann um kaup- hækkun. ,>Ég er nú búinn að vinna hér í 15 ár og hef aldrei áður farið fram á hækkun á kaupi,“ sagði hann. „Og þess vegna höfum við nú lofað þér að drattast hér öll þessi ár,“ svaraði for- stjórinn. ^afnaði undir nafni MAÐUR nokkur kom inn í matarbúð °g keypti þar bjúgu, sem á var letrað: Or 100% svínakjöti. Daginn eftir kom hann fokvondur inn í búðina og sagði við aí'greiðslumanninn. „Ég hef látið sérfræð- lng athuga þessi bjúgu ykkar, og hann fullyrðir, að ekki sé snefill af svínakjöti í þeim.“ „Og hvað um það? Haldið þér kannski, að nokkui-t bein sé 1 beinakexi?" anzaði húðarmaðurinn. fyrir ættjörðina ÞJÓÐVERJI kom til lælmis og bað hann að athuga naflann á sér. Læknirinn gerði þa,ð og sá sér til mikillar undrunar, að Paflinn á manninum var kominn niður úr «lu valdi. „Hvað starfið þér?“ spurði læknirinn. „Ég er fánaberi í ættjarðarvinahreyf- lngunni,“ anzaði maðurinn. ^laut að fá sekt nylega varð harður bílaárekstur í N'önskum bæ. Lögregluþjónn kom óðara a vettvang og tók fremur harkalega af- stoðu gagnvart öðrum bílstjóranum. Sá brást reiður við og sagði: „En ég atti réttinn, og hvernig dettur yður þá í 1US að sekta mig?“ „Ég get ekki annað,“ anzaði lögreglu- þjónninn, „því maðurinn, sem ók á yður, er sonur lögreglustjórans hér, bróðir hans er yfirmaður lögreglunnar, og ég — er kvæntur systur hans.“ Allt óbreytt VIRÐULEGUR franskur embættismað- ur kom til Parísar og varð þá skyndilega gi'ipinn óstöðvandi löngun til að líta inn í herbergið, þar sem hann hafði búið á stúdentsárum sínum endur fyrir löngu. Hann skundaði því þangað, drap hæversk- lega á dyrnar, og ungur námsmaður opn- aði brosandi fyrir honum og bauð honum inn. „En hve allt er óbreytt í þessu gamla herbergi, öll sömu húsgögnin meira að segja enn á sínum stað,“ sagði embættis- maðurinn með velþóknun. Síðan gekk hann að klæðaskápnum og opnaði hann ósjálfrátt af gömlum vana. Þar stóð þá ung blómarós næsta fáklædd og roðnaði út að eyrum. „Hm —“ sagði stúdentinn, „þe-þetta er systir mín.“ „Vitanlega,“ anzaði embættismaðurinn, „og enn þá nákvæmlega sömu unaðslegu ævintýrin og í gamla daga.“ Sérkennileg bænrækni PRESTUR kom að konu í kirkju einni suður í Feneyjum og heyrði, að hún baðst ákaft fyrir. „Og um hvað eruð þér að biðja skapar-', ann?“ spurði prestur. „Um að mágkona mín í Ameríku verði bæði feit og sælleg.“ „Þá hlýtur yður að þykja vænt um hana.“ „Sei-sei, nei. En hún sendir mér alltaf kjólana sína, þegar hún er orðin leið á þeim, og nú hef ég fitnað svo mikið, að ég kemst ekki lengur í þá.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.