Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN KVENNAÞÆTTIR Jreifju •jc Vetrartízkan 1970-71 VIÐ birtum hér mynd af frakka frá tízkuhúsi Cardins í París. Hann er úr kembdri ull, hvítur að lit og tekinn saman með svörtu leðurbelti. Vasar stungnir ut- an á. Hattur og stígvél úr vinyl. Kvenfatatízkan hefur verið fremur öfgakennd að undanförnu. Nú er hafin stórsókn gegn stuttu pilsunum, og skósíðu pilsin hafa sigrað. Þetta hefur ekki gerzt hávaðalaust. Frá Ameríku berast fréttir af því, að síðu pilsin séu jafnvel talin stórhættuleg, því að þau festist í renni- stigum og víðar, þar sem sízt skyldi. Þetta minnir okkur á það, þegar stuttklippt hár var að komast í tízku. Þá gekk mikið á hér á landi bæði í ræðu og riti. Síða hárinu var m. a. talið það til gildis, að unnt væri að bjarga kvenfólki frá drukknum með því að þrífa í hár þess og draga það á því upp á þurrt. Ekki eru víst til neinar skýrsl- ur um það, hve mörgum sinnum fleiri síð- hærðum konum hefur verið bjargað frá drukknun á þennan hátt en stuttklippt- um! Kvenfatatízkan í haust og á komandi vetri er mjög fjölbreytt. Skósíðu pilsin fara ungu stúlkunum einum vel að degi til, en auðvitað fer síður samkvæmis- klæðnaður öllu kvenfólki vel að kvöldlagi. Stuttu pilsin gerðu konur á miðjum aldri Krommenie VINYL FLÍBAR □ G GÓLFDÚKAR SJÁLFGLJÁANDI - AUÐVELT VIÐHALD - MJLJKT UNDIR FÆTI FÆST í ÖLLUM HELZTU BYGGINDAVÖRUVERZLUNUM LANDSINS.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.