Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Ingólfur Davíðsson: Ur ríli ndttúmnnar KOMIÐ IIPP í ALPA Á FERÐ upp í Alpafjöll liggur leiðin fyrst gegnum skógarbelti, sem víða nær upp í 1500 m hæð yfir sjó, eða eins og upp bungur Vatna- jökuls. í Ötztal, sem skerst inn í fjöllin út frá Inndal í Týról, klifrar sembrafuran hæst trjáa, eða allt upp í 2100 m hæð. Lerki gefst þar upp 100 metrum neðar. Snemma í júní standa þarna þúsundir af fagurri fjallajurt, Soldanellu að nafni, með ljósbláar blómklukk- ur. Jöklasóley, lambagras og sauðamergur blómgast þarna í háfjöllunum. Hótelþorpið Hochgurgl stendur í Öræfa- jökulshæð. í ágústbyrjun 1967 sá ég í þeirri hæð í Bieberhöheskarði 46 tegundir íslenzkra blómjurta. Þarna uppi var fjallafura jarð- lægur runni; fururnar við Rauðavatn eru stórtré hjá furunni þarna uppi í Alpaskarð- inu. En þarna státuðu tvö stór fjallahótel. Kýr og geitur gengu á beit, og ferðafólkið dreifði sér um allt líkt og fénaður á beit! Naut- peningurinn var loðinn og heldur lubbaleg- ur, smalar báru uppmjóar stormhúfur og langa stafi. Geiturnar teygðu hausana inn um bílgluggana í ætisleit. Þetta er í fjalla- jurtabeltinu ofan við skógana. Á takmörkun- um vaxa kræklótt tré og runnar. Lífskjör- in eru hörð hátt til fjaila víðar en á íslandi. Margar jurtir blómgast jafnskjótt og snjóa leysir. Þær hafa búið sig undir það sumarið áður. Blöð margra fjallajurta eru þykk og leð- urkennd eða þá loðin, allt gert til varnar þurrki og kulda. Víða hlífir snjór á vetrum. Berangur er þá hættulegur, því að þá hættir brumum og sprotum til að ofþorna og visna. Alparcs blómgast venjulega mikið á vorin í fjöllunum, en blómgun getur alveg brugðizt eftir snjóléttan vetur. Bergtegundir halda og misvel í sér raka, og hefur það mikil áhrif á gróðurfarið. Sum fjöll eða hnjúkar eru al- gróin langt upp eftir, en önnur standa nakin skammt frá. Orsökin getur verið misjöfn úrkoma og snjóalög, en oft ráða bergtegund- ir úrslitum. Fjall úr bergi eða afbrigði bergs, sem heldur vel í sér raka, er venjulega gró- ið langt upp eftir hlíðum. Sami mismunur kemur fram á láglendi. Gljúp hraun eru .víða alvaxin grámosa, sem þclir prýðisvel þurrk, en jurtir, sem þurfa meiri raka, eiga eríitt uppdráttar, nema helzt í holum og gjótum í hrauninu. Geislasteinaríkt bergundirlag er víða gróðurlítið líkt og hraun og er grátt aí mosa á svipaðan hátt. Svo er t. d. víða við Berufjörð. Ef velja skal fjallajurt í garð, er margs að gæta. í hvernig jarðvegi vex hún í fjölÞ unum? Þar er víða mjög mikil úrköma. Bæði regnvatn og leysingarvatn seytlar um ræt- urnar á sumrin, og vatnið er á hreyfingu, en ekki kyrrstætt. Steinhæð, sem ætluð er fjalla- jurtum, þarf að vera vel framræst. Sumar fjallajurtir vaxa í urð eða rifum í bergi og hafa mjög langar rætur. Fer vel um þær í vel framræstri steinhæð móti sól. Sumarið 1969 sá ég t. d. allmargar þroskalegar jöklasól- eyjar í steinhæðum á Seyðisfirði, fluttur ofan úr Bjólfi eða Strandatindi. RÖDD RITHÖFUNDARINS: SÉRHVER maður velur sér fyrr eða síðar sögu, sem hann telur seinna vera ævisögu sína. Max Frisch svissneskur rithöfundur. RÖDD SJÓNVARPSNOTANDANS: GUÐ virðir okkur, þegar við horfum á sjónvarp, en hann elskar okkur, ef svo ber við, að við lokum því. Manfred Dulling. RÖDD AÐALRITSTJÓRANS: KIRKJAN er blátt áfram æðsti skóli mann- vinanna. Udo Erlenhardt aðalritstjóri tímaritsins „Þú og ég‘‘.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.