Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 31
SAMTfÐTN 27 Frægð, auðlegð og ástir „Ég þarfnast eiginmanns, sem ég get virt“, sagði franska kvikmyndadísin Daniéle Gau- bert (26 ára). „Ég get ekki elskað mann, sem ég ber ekki virðingu fyrir“. Þessa manngerð hefur leikkonan nú fund- ið, og er það enginn annar en landi hennar skíðakappinn heimsfrægi Jean-Claude Killy (27 ára). Þau hafa nú elskazt á annað ár, og í vor sem leið stóð til, að þau gengju í heil- agt hjónaband. Killy skíðakóngur, eins og hann er titlað- ur í erlendum blöðum, vann þrenn gullverð- laun á Olympíuleikjunum í Grenoble árið 1968. Killy er eftirlætisgoð kvenþjóðarinn- ar og hefur engan frið haft fyrir ásókn kvenna að undanfömu. Ljóshærða kvik- uiyndadísin Jean Seberg stökk til að mynda frá eiginmanni sínum og leikstarfi til að elta hann. Og hárgreiðslukona nokkur fór í barns- faðernismál við Killy vegna dóttur sinnar. Skíðakappinn var bláttt áfram umvafinn aavintýrum, þangað til hann kynntist Dani- éle Gaubert. Síðan hefur hún átt hug hans allan. »Ég gat ekki annað en starað bergnuminn á þessa Parísarþokkadís“, sagði Killy. „Helzt hefði ég kosið að vefja hana tafarlaust örm- um og renna mér síðan með henni niður snarbratta skíðabrekkuna“. Sá óskadraumur rættist nú ekki, vegna þess að þokkadísin kunni ekki á skíði og kann Það raunar ekki enn. Killy, sem hét því eitt sinn að kvænast aðeins þeirra konu, sem 'hann gæti notið einverunnar á fjöllunum uieð, lætur sér það samt vel líka. Hann læt- ur sér einnig á sama standa, þótt unnusta hans hafi verið gift áður og sé tveggja bama móðir. Daniéle Gaubert giftist ung glaumgosan- um og auðkýfingnum Rhadames Trujillo, syni Daniéle og Killy einræðisherrans í Dominíkanska lýðveldinu. Hjónaband þeirra byggðist fremur á auði en ást. „Ég hafði allt, sem hugurinn girntist, og notaði það fé, sem ég vann mér inn fyrir leik- starf mitt, mér til gamans, þangað til mað- urinn minn bannaði mér að leika framar í kvikmyndum", segir Daniéle. Hún skildi við Trujillo eftir fjögurra ára sambúð og fór þá aftur að leika í kvikmynd- um. Hún þykir vera ein bezt vaxna leikkona heimsins, og er þá mikið sagt. Menn verða stjarfir af að horfa á hana í nektarhlutverk- um, og lá við sjálft, að mótleikara hennar, Horst Buchholz, fataðist í leiklistinni af ein- skærri hrifningu við að sjá hana nakta. Nú eru allar horfur á, að leikkonan geti aftur farið að nota kaupið sitt sér til gamans, því að Kelly skíðakappi hefur gífurlegar tekjur. Eftir þrefalda sigurinn í Grenoble bauð General Motors honum 250.000 dollara fyrir auglýsingastarfsemi. Auk þess hefur hann feikna tekjur af að auglýsa snyrtivörur, sælgæti, armbandsúr, skíði o. fl. „Samanborið við Ti’ujillo er hann sannkallaður fátækling- ur“, segir Daniéle, „en hann er svo fallegur, og það líkar mér“, bætir hún við. ^ GÓÐUR mánuður byrjar á því, að mcnn gerast áskrifendur að SAMTÍÐINNI.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.