Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 Það þarf mikla skipulagshæfileika til að útvega 800.000 flóttafólks húsnæði, fæði og atvinnu. Þetta tókst Goldu Meir. En allt var skammtað: föt, húsgögn og fæði. Vikukjöt- skammturinn var 100 g á mann. Og hundruð Þúsunda fólks héldu áfram að streyma inn 1 landið, fólk frá 80 löndum, talandi aragrúa tungumála, lífsreyndara og viturra en al- Uíennt gerist, fólk sem breyttist úr hrjáðum flóttamönnum í samvirka þjóðfélagsþegna. Þeir, sem þekkja þessa mikilhæfu og vilja- sterku konu bezt, vita, að hún er hreinskilin, hjartahlý og lífsglöð. Hún er fræg fyrir að rnatbúa ljúffengustu fiskrétti í ísrael. Henni Þykir gott kaffi, og hún í-eykir mikið af sígar- ettum. Þegar einhver vina hennar varaði hana við reykingum, sagðist hún ekki nenna að hætta þeim, enda myndi hún verða gömul Þrátt fyrir þær. sAgT er ftð þeir einir geti stjórnað þjóð, sera ger- þekkja þarfir hennar og eni í órofa tengslum við hana. ♦ ftö raikill kennari sé sá einn, sem kemur öllum nemendum sínum til aukins þi'oska og nýtur óskoraðs trausts þeirra. ♦ ftð sumir langskólagengnir menn séu i.andleg ígulker ótal skólabóka“. ♦ ftÚ raenning sé í því fólgin að sigrast á örðugleikunum. , ♦ ftÚ ást, góðvild og lítillæti séu burðarásar tilverunnar. f- Gálegur,.2. gangnaseðill, 3. lammi, 4. kálfa- ú^ífa, 5. ragnarök, 6. saldrótt, 7. sáluhlið, 8. Samanhella, 9. seigildi, 10. táningur. Merkingarnar eru á bls. 14. OG AFREK ^ Stærstu peningaseðlar, sem gefnir hafa verið út, voru 1-kuanseðlar þeir, sem kín- verska Ming-konungsættin gaf út á árunurn 1368—98. Þeir voru 345X225 mm. 4 Minnsti peningaseðill, sem prentaður hefur verið, var 5-senta seðill Chekiangbank- ans í Kína (stofnaður árið 1908). Seðillinn var 5,5X3 cm. ^ Stórfenglegasti réttur, sem framreidd- ur er á okkar miklu ofáts- og hunguröld, er úlfaldi, steiktur í heilu lagi. Innan í honum er heil sauðkind, fyllt soðnum eða steiktum hænsnum, sem fyllt eru fiski, en fiskurinn er fylltur harðsoðnum eggjum. Þessi ósköp kváðu vera aðalkrásin í Bedúínabrúðkaups- veizlum hjá Aröbum. + Lengsta vegakerfi heimsins kvað vera í Bandaríkjunum. Árið 1963 mældist lengd þess samtals 5.759.263 km. Bandaríkjamenn hefði því ekki munað ýkja mikið um að bæta við allt þetta steypta vegarspottanum milli Keflavíkur og Reykjavíkur, enda þótt ís- lendingum þætti ofrausn að taka við þeim „blóðmörskeppi' í sláturtíðinni“. ^ Stærsta ritsímafélag heimsins nefnist Western Union Telegraph Company og hefur aðsetur sitt í New York. Félagið hafði árið 1964 samtals 28.000 manns við störf, rak 15.100 ritsímaskrifstofur og umboðsstöðvar og átti þá samtals 9.229.253 km af símalögn- um. ^ Fleiri símskeyti voru árið 1964 send í Sovét-Rússlandi en í nokkru öðru landi heimsins eða samtals 257 milljónir. 4 Umsvifamesta prentverk heimsins heitir R. R. Donelly & Co og hefur aðalbæki- stöð í Chicago í Bandaríkjunum. Það var stofnað árið 1864 og rekur nú prentsmiðjur í sjö stórborgum Bandaríkjanna. Prentverk- ið átti á aldarafmæli sínu 180 prentvélar, 125 setningarvélar, rösklega 125 heftingarvélar og notaði um það bil 18.000 lestir af prent- svertu og 450.000 lestir af pappír og pappa á ári. RÖDD LEIKKONUNNAR: ÁST er meira virði en hjónaband. Mia Farrow fyrrum eiginkona Franks Sinatras.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.