Samtíðin - 01.05.1971, Side 7
4. blaft 38. árg.
I\lr. 372
lUaí 1971
SAMTfÐIIM
HEIIUILISBLAÐ TIL SKEMMTUIMAR OG FRÓÐLEIKS
SAMTíÐIN kemur út mánaðarlega nema í januar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður
Skúlason, Reykjavík, simi 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 250 kr. (erlendis
300 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjölduin veitt
móttaka í Rókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf.
Nákvæmni tækninnar virðist takmarkalaus
BÖRN 20. aldarinnar búa við eindæma ná-
kvæmni. Svo er tæknikunnáttunni fyrir að
hakka. Þetta kemur glöggt fram í úrsmið-
inni. Þar er fylgzt með tímanum af ótrúlegri
nákvæmni. Úrsmiðirnir hafa tekið sjálfvirkni
elektróník í þjónustu sína, og eftirspurnin
eftir hvers konar úrimi og klukkum er gífur-
leg. Margt nútimafólk vill helzt hafa klukkur
sem víðast: í sérliverju íbúðarherbergi, við
hakarofna, i bilum og ferðatöskum, en auk
bess eru vekjarakhikkur í litlum handtöskum
kvenþjóðarinnar. Hraði aldarinnar og þörfin á
gernýtingu tímans krefst alls þessa. Gerðar
er« mikiar fegurðarkröfur til armbandsúra
sr>yrtilegs tizkufólks.
Arið 1968 voru smíðaðar rösklega 150 millj-
ónir úra í veröldinni. Af ölium þeim aragrúa
voru 67 milljónir smíðaðar hjá einni smáþjóð,
Svisslendingum. Sú þjóð er löngu heimsfræg
°rðin fyrir dugnað, iðjusemi og hvers konar
nákvæmni. 1 Sviss starfa sem stendur meir
en 90 þúsundir manna að úrsmíði. Þar eru dag
hvern fullgerð að meðaltali 9 úr á sekúndu.
^visslendingar eru að kalla má allsráðandi í
hinum hárnákvæma úraiðnaði heimsins og eru
óþreytandi í leit sinni að nýjungum og endur-
bótum á því sviði. Nýjasta nýtt í svissneskri
nt'smíði eru elektrónisk kvarz-úrverk, er ganga
,neð nákvæmni, sem miðast við 1/100 úr sek-
llndu á dag, og kjarnorku-úrverk, sem ganga
nreð nákvæmni, er nemur 1/1.000.000 xir sek-
úndu. Sá, sem eignast elektróniskt kvarzúr,
þarf ekki að stilla það næstu tíu árin, því að
það breytir sér ekki nema í mesta lagi um
mínútu á þvi tímabili. Svo langt eru Sviss-
lendingar komnir í úraiðnaðinum, að kjarn-
orkuúr þeirra seinka sér aðeins um eina sek-
lindu á 3000 árum! Gallinn er aðeins sá, að
þessi frábæra úrategund er enn of dýr til þess,
að allur þorri fólks hafi efni á að eignast hana.
Úr því hefur verið bætt með framleiðslu elek-
trónisku kvarzúranna, sem áður var getið.
Svisslendingum hefur fjTÍr löngu tekizt að
smíða armbandsúr, sem eru að því leyti sjálf-
virk, að aldrei þarf að draga þau upp. Hand-
hreyfingarnar orka þannig á þau, að þau draga
sig upp sjálf. Þessi þægindi hafa ekki enn náð
til annarra sigurverka en armbandsúra. En
nýjustu fregnir að sunnan lierma, að nú hafi
svissneskri úraverksmiðju tekizt að búa til
klukku, sem aldrei þurfi að draga upp. Loftið
í stofunni, þar sem hún er höfð, sér fyrir því
með tilstyrk gashylkis, sem nemur mismun
stofuliitans á degi og nóttu og orsakar hreyf-
ingu, er dregur klukkuna upp, án þess að
mannshöndin þurfi að koma þar til.
Vonandi verður þessi mikla tæknimenning
Svisslendinga til þess að örva fólk til aukinnar
nákvæmni og auka virðingru þess fyrir gildi
líðandi stundar, sem oft er sóað í hangs og
svall. En óstundvísi og léleg nýting vinnutím-
ans hafa löngum þótt bagalegar meinsemdir í
vanþróuðum þjóðfélögum og þar, sem flest
virðist vera & liálfgerðu gelgjuskeiði.