Samtíðin - 01.05.1971, Side 13

Samtíðin - 01.05.1971, Side 13
SAMTÍÐIN ■ 9 VETRARÆVINTÝRIÐ er orðii að veruleika ~S>amtaí viÉ ~S)teut <jCc amíóon ^orótfóra 1 SAMTALI, sem við áttum við Örn Ó. Johnson, forstjóra Flugfélags Islands hf., í ársbyrjun 1963, spurðum við m. a., hvort hann teldi ekki tilvalið að skipuleggja vetrarleyfisferðir með flugvélum félags- ins til Suðurlanda til að auka vetrarstarf- semi þess og veita íslenzku fólki jafn- framt eins konar sumarauka. Við álitum nefnilega, að miklu viturlegra væri, að Is- lendingar leituðu sér livíldar og hressing- ar erlendis á vetrum en á sumrum, þegar tíðarfai’ið er langbezt hér á landi. örn ó. Johnson sagði: „Islendingar eru farnir að ferðast miklu meira að sumar- lagi cn áður. Það er skoðun mín, að ráð- legast væri að færa sumarleyfin yfir á veturinn, þegar því yrði við komið, og fá sér kærkominn sumarauka með því að fljúga í ódýrum hópferðum til Suður- landa vetrarmánuðina. Þetta gera hinar Norðurlandaþjóðirnar í stórum stíl. Norð- urlandabúar halda t. d. jólin hópum sam- an suður á Mallorcu. Ég er sannfærður um, að þess verður skammt að bíða, að Islendingar fari að dæmi þeirra. Hvað flugið snertir, yrði langhagkvæmast og ódýrast, að liver hópurinn tæki við af öðr- um eftir hæfilega langa dvöl í góðviðrinu þarna suður frá.“ Nú er þessi hugmynd orðin að veru- leika, og ferðaskrifstofan CRVAL, sem Hf. Eimskipafélag Islands og Flugfélag Is- lands hf. stofnuðu í febrúar 1970, skipu- fagði sl. vetur flugferðir með íslenzka farþega til Kanaríeyja. Við hittum for- stjóra Orvals, Stein Lárusson, nýlega og áttum við hann eftirfarandi samtal. VIÐ: „Orval hefur skipulagt ferðir til Kanaríeyja í vetur og séð fólki fyrir dvöl þar.“ STEINN: „Skömmu eftir að Úrval tók til starfa, hafði Flugfélag Islands áliuga á, að skipulagðar yrðu ferðir til Suður- landa til að veita fólki kost á vetrarorlofi i blíðviðrinu suður þar. Þessar ferðir hóf- ust skömmu fyrir síðustu áramót, og voru síðan farnar samtals 9 ierðir til Kanarí- eyja. Flugfélagið hafði allan fjárhagsleg- an vanda af þessum ferðum, en öllum ferðaskrifstofum hér var gefinn kostur á að selja farmiða til að örva söluna á þess- um árstíma, sem verið hefur fremur dauf- ur ferðatími. Segja má, að þetta framtak hafi tekizt vel, og framhald er áformað á þessum vetrarferðum.“ VIÐ: „Ymsir hafa látið mjög vel af þessum ferðum í okkar eyru. Eru Kanarí- eyjar ekki að verða paradís ferðafólks?“ STEINN: „Vissulega. Veður er gott þar allt árið, meðalhitinn frá mánuði til mán- aðar 18-27° og hafgolan hressandi. Auk einkar þægilegrar dvalar á Gran Canaria, eyjunni, sem ferðafólkið dvelst á, er auð- velt að skreppa til nálægra eyja og til Spænsku Sahara.“ VIÐ; „Hvað er fleira að frétta af starf- semi Úrvals?“ STEINN: „Úrval hefur nú starfað eitt ár og hefur reynt að auka þjónustu sína jafnt og þétt. Síðastliðið haust fórum við

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.