Samtíðin - 01.05.1971, Side 15
SAMTÍÐIN
11
SVEITASTÚLKA í LUNDÚNUM
Saga eftir C. BROWIM
JENNÝ var hvorki feit né þrekvaxin, en
ef til vill í góðum holdum, eins og hún amma
hennar mundi hafa komizt að orði. Hún var
rjóð í kinnum og með spékoppa. Það var auð-
séð, að hún stundaði mikið útivist í hreinu
og hollu lofti. Hún var fallega útitekin eftir
blessað sólskinið, og holla mataræðið, sem
hún amma hennar sá henni alltaf fyrir —
eggin, smjörið og grænmetið — hafði einnig
sín áhrif. Foreldrar Jennýjar voru dánir, en
amma hennar hafði tekið hana að sér og
reynzt henni frábærlega vel.
Amma var ekki einungis skynsöm kona,
sem kunni skil á öllu í sveitinni; hún fvlgdist
líka með tímanum. Velferð Jennýjar lá henni
Þungt á hjarta.
„Jenný,“ sagði hún stundum, ,tímarnir
breytast og unga fólkið líka. Við, eldra fólkið,
eigum örðugt með að sætta okkur við það,
en við vitum, að svona verður það að vera.
Eiginlega áttu enga framíð hér í sveitinni.“
„En hér finnst mér nú svo indælt að vera,“
anzaði Jenný.
„Rétt er það, en þú átt nú samt ekki að
vera hér,“ sagði amma hennar. Og hún kom
Því til leiðar, að Jenný fór í iðnskóla í næstu
borg. Þangað ók Jenný tvisvar í viku að læra
hraðritun, bókfærslu og vélritun.
Þegar hún var átján ára, sótti hún um
starf, sem auglýst hafði verið - ekki skemmra
að heiman frá henni en í Lundúnum. Þar átti
hún að verða skrifstofustúlka á vélritunar-
skrifstofu blaðs.
AMMA hennar sagði, að þetta væri vel til
fundið. „Farðu bara ósmeyk til borgarinnar,“
sagði hún, „en mundu að gæta heilsunnar
vel. j>ú ert stálhraust stúlka, það er mér
kunnugt um. Glataðu ekki heilsunni í stór-
borginni. Það væri bágt, ef roðinn hyrfi af
blessuðum kinnunum þínum.“
skrifstofunni í Lundúnum kynntist Jenný
hárri, grannri og ljóshærðri stúlku, sem hét
Móna Fletcher. Hún var tveim árum eldri
en Jenný og miklu veraldarvanari. Jenný var
sett við hliðina á Mónu, og hún dáðist að
Mónu, leit upp til hennar og var upp með
sér af að vingast við hana. Henni fannst Móna
hafa svo vel vit á að klæða sig og hana lang-
aði yfirleitt til að líkjast henni. Móna lét sér
annt um þetta blessað sveitabam og tók
Jennýju þegar í stað undir vemdarvæng
sinn.
„Elsku Jenný min“, sagði Móna, „þú getur
nú alls ekki verið þekkt fyrir að vera í þess-
um kjól hér í borginni. Uppi í sveit getur
hann sjálfsagt gengið, en hérna — í Lundún-
um — verður maður nú að fylgjast með tízk-
unni.“ Og um leið og hún sagði þetta, strauk
hún nærskorinn og gljáandi nælonkjólinn
sinn.
Að tveim mánuðum liðnum tókst svo til,
að þær Jenný og Móna urðu sambýlisstúlkur
í lítilli íbúð. Það var mjög vel til fundið, og
allt lék í lyndi, þar til einn góðan veðurdag,
að Brett Hunt kom til sögunnar.
Brett Hunt var ungur blaðamaður, sem
vann hjá „Dagpóstinum". Hann var laglegur,
beinvaxinn og dökkhærður og hvort tveggja
í senn: fremur unglingslegur og þróttmikill
á að líta. Augun voru dökk og skær og augna-
ráðið vökult. Hann var langstígur og göngu-
lagið markvisst, og þegar honum var mikið
í hug. æddi hann um skrifstofuna eins og
hvirfilbylur.
Oftast var hann önnum kafinn. Jennýju,
sem dáði hann í kyrrþey, virtist hann alls
ekki sjá en Mónu gaf hann hýrt auga. Þegar
hann átti leið um stóru skrifstofuna, þar sem
stúlkumar sátu, gaf hann sér oftast tíma til
að staðnæmast við skrifborð Mónu og klanpa
á axlirnar á henni eða strjúka ljóst hár henn-
ar. Jenný horfði á þetta og öfundaðist yfir
því. Hún óskaði þess þá með sjálfri sér, að
hún væri orðin éíns dömuleg og vinkona
hennar og að glæsimennið Hunt klannaði
stöku sinnum á axlirnar á henni sjálfri, brosti
til hennar eða bvði henni sígarettu.
Kvöld eitt sagði Jenný við Mónu: „Það er
annars bráðhuggulegur maður hann Brett
Hunt...“
„Jæja, finnst þér það?“ svaraði Móna. —