Samtíðin - 01.05.1971, Qupperneq 35
SAMTÍÐIN
31
ÞEIR
VITRU SÖGÐU
I____f____________
ÞÓRARINN BJÖRNSSON: „Idealism-
inn er að hverfa. Æskufeimnina vantar.
Sjarmi feimninnar er, að menn gangi með
hiki á vit lífsins, og í því felst lotning- fyrir
lífinu, sem hverfur hjá þeim frökku“.
F. CRANE: „Framkvæmdasemin er til
orðin úr þrem eiginleikum: tilgangi, verk-
hæfni og þolinmæði. Hún er sá mæli-
kvarði á manninn, sem segir til um, hve
stór sál hans er. Hún er hæfileiki hans
til að notfæra sér ástríður sínar, samúð,
andúð, venjur, reynslu, uppeldi, sál, lík-
ama og tilfinningar, en láta ekki allt þetta
drottna yfir sér“.
V AUVENARGUES: „Stöðuglyndi er
óvinur ástarinnar“.
BALZAC: „Ástin er konunni það, sem
sólin er blóminu“.
SÓKRATES: „Talaðu, svo ég geti séð
þig“.
HILAIRE BELLOC: „Maður, sem talar
mikið, segir margt fánýtt, og maður, sem
talar lítið, segir fátt nýtilegt“.
X: „Þrotlaust strit skapar lúna eigin-
menn — og auðugar ekkjur“.
ROBERT LYND: „Eitt vitum við ör-
ugglega um vel klædda konu: að hún hef-
ur vandað sig, og að vanda sig styrkir
skaphöfnina“.
FERÐAMAÐUR sagði: „Nýlega var ég
í New York, og þar sá ég framtíðina. Síð-
an var ég í Indlandi, og þar sá ég fortíð-
ina. Nú finnst mér þetta orðið ákaflega
kostulegt ferðalag“.
NIETZSCHE: „Spurðu sjálfan þig, áð-
ur en þú kvænist, hvort gaman muni
verða að tala við þá útvöldu alla ævi. Allt
annað í hjónabandinu er minna virði.
Mestallur tíminn fer í samtal“.
*
A
RÓKAMARKAÐINUM
Jakob Jónasson: Þar sem elfan ómar. Skáld-
saga. 240 bls., íb. kr. 445.00.
Jack London: Þrjú hjörtu. Skáldsaga. 338 bls.,
íb. kr. 360.00.
Ritsafn Guðmundar Daníelssonar, 13 bindi, íb.
kr. 4060.00.
Sveinn Víkingur: Vísnagátur III (50 gátur í
ljóðum). 60 bls., ób. kr. 110.00.
Páll Steingrímsson: Vestmannaeyjar. Saga Eyj-
anna í myndum og máli. (Litmyndir). Bókin
er á íslenzku, ensku og þýzku. 59 bls., ób. kr.
500.00.
Gunnar G. Scliram: Læknar segja frá. Úr lifi
og starfi átta þjóðkunnra lækna. Með mynd-
um. 216 bls.', íb. kr. 620.00.
Cosmo Hamilton: Hneyksli. Skáldsaga. 276 bls.,
íb. kr. 345.00.
Mennirnir í brúnni, II. bindi. Þættir af starf-
andi skipstjórum. Með myndum. Skráð hafa:
Ásgeir Jakobsson, Guðmundur Jakobsson og
Jón Kr. Gunnarsson. 154 bls., íb. kr. 625.00. -
Þorsteinn Matthíasson: Hrafnistumenn, I. bindi.
Minningar vistmanna á Hrafnistu. Með
myndum. 174 bls., íb. kr. 535.00.
Þorvarður Helgason: Eftirleit. Skáldsaga. 282
bls., íb. kr. 530.00.
Jón Óskar: Hernámsáraskáld. Minnisatriði um
líf skálda og listamanna í Reykjavík, 248
bls., ób. kr. 440.00, íb. kr. 590.00.
Bergsveinn Skúlason: Áratog. Þættir úr at-
vinnusögu Breiðfirðinga. Með myndum. 302
bls., íb. kr. 625.00.
Oscar Clausen: Aftur í aldir, II. bindi. Sögur og
sagnir úr ýmsum áttum. 222 bls., íb. kr.
600.00.
Rósa Þorsteinsdóttir: Hulinn harmur. Ástar-
saga. 192 bls., íb. kr. 445.00.
Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið
bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er
mest. Sendum gegn póstkröfu um Iand allt.
Bóhaverslun ÍSAF'OhÐAH
Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27