Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 4
4 7. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli neituðu allir sök þegar fyrsta ákæra sér- staks saksóknara var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Ég er saklaus,“ sagði Jón Þor- steinn Jónsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Byrs, þegar dómari innti hann eftir afstöðu til sak- anna sem á hann eru bornar í ákæru. „Ég lýsi mig saklausan,“ sagði Ragnar Zóphanías Guðjóns- son, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, og Styrmir Þór Gunnarsson, fyrr- verandi forstjóri MP banka, lýsti sömu afstöðu. Jón Þorsteinn og Ragnar eru ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik í störfum sínum fyrir Byr. Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra og auk þess peningaþvætti. Við þingfestinguna í gær voru lögð fram ýmis málsskjöl, þeirra á meðal skjalaskrá saksóknara í sjö möppum. Verjendur sakborninganna fengu frest til 30. september til að skila greinargerðum um málið. Tíminn er óvenjurúmur en dómar- inn tók undir það að á þessum árs- tíma þyrfti meiri tíma en ella. Exeter-menn segjast saklausir Sakborningarnir í fyrsta dómsmáli sérstaks saksóknara neituðu allir sök fyrir dómi. Lögmaður eins segir langt þar til málið verði flutt efnislega. „Tilhæfulausar ásakanir,“ segir fyrrverandi forstjóri MP banka. Á SAKAMANNABEKK Styrmir Þór og Jón Þorsteinn mættu báðir í réttinn í gær ásamt lögmönnum. Jón Þorsteinn hefur undanfarið verið búsettur í Bretlandi. Við hlið þeirra sitja, frá vinstri, lögmennirnir Ragnar H. Hall, Reynir Karlsson og Ólafur Eiríksson. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON Ákæran á hendur þremenningunum er í þremur liðum: ■ Í þeim fyrsta eru Ragnari Zóphaníasi Guðjónssyni og Jóni Þorsteini Jónssyni gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Byr sparisjóði og stefnt fé hans í stórfellda hættu þegar þeir veittu Tæknisetrinu Arkea (síðar Exeter Holdings) 800 millj- óna króna yfirdráttarlán til að kaupa stofnfjárbréf sex útvalinna aðila, meðal annars Jóns Þorsteins sjálfs, MP banka og félags í eigu Ragnars. Lánið hafi verið án full- nægjandi trygginga, enda aðeins með veði í bréfunum, greiðslugetan ekki metin og auk þess hafi þeir verið vanhæfir til að taka ákvörðun um lánveitinguna í ljósi þess að þeir hafi sjálfir átt bréfin sem lánað var fyrir. ■ Í öðrum lið er Styrmir Þór Bragason ákærður fyrir hlutdeild í brotunum með því að hafa lagt á ráðin um fléttuna, en með henni var áhættu létt af MP banka, sem hafði upphaflega lánað fyrir kaupunum á stofnfjárbréfunum. Styrmir er jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við fénu, þrátt fyrir að honum hafi mátt vera ljóst að það væri illa fengið. ■ Í þriðja liðnum eru Jón Þorsteinn og Ragnar einnig ákærðir fyrir umboðssvik, fyrir sambærilega lánveit- ingu og í fyrsta lið, upp á 204 milljónir. ■ Byr krefst rúmlega milljarðs í bætur frá Ragnari og Jóni Þorsteini og 800 milljóna frá Styrmi Þór. Sakaðir um þúsund milljóna svikafléttu með lánsfé Byrs „Það er töluverður tími í það að þetta mál verði flutt í efnismeð- ferð, get ég alveg fullyrt,” sagði Ragnar H. Hall, lögmaður Styrm- is. Ýmsa úrskurði þyrfti líklega að kveða upp áður. Því sagðist Arn- grímur Ísberg héraðsdómari vel geta trúað. Jón Þorsteinn og Ragnar vildu ekkert tjá sig við blaðamenn að loknu þinghaldi. „Ég tel þetta vera tilhæfulausar ásakanir,“ sagði Styrmir Þór. Málið yrði rekið fyrir dómstólum. stigur@frettabladid.is NEITAR SÖK Ragnar Zóphanías Guðjónsson sat til hliðar við hina sakborningana í réttarsalnum. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 30° 24° 21° 28° 26° 20° 20° 22° 23° 32° 35° 34° 22° 28° 20° 22°Á MORGUN Norðan 6-10 m/s, hægari SA-til. FÖSTUDAGUR Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. 14 10 9 11 9 8 10 11 16 14 8 10 14 13 12 9 12 8 13 12 6 11 13 7 8 10 17 11 7 7 12 14 NORÐLÆG ÁTT Í dag verður fremur hvasst og vætu- samt um allt land en í nótt dregur smá saman úr vætu og vindi. Á morgun og föstu- dag verður nokkuð bjart sunnantil en horfur á lítilsháttar vætu víðast hvar norðan og norð- austantil. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL „Við höldum því til haga að við eigum ekki að bæta þennan skaða,“ segir Laufey Jóhannsdótt- ir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveit- ar, um afstöðu sveitarfélagsins til skaðabótakröfu eigenda jarðarinn- ar Melaleitis vegna reksturs svína- bús Stjörnugríss á næstu jörð. Eigendur Melaleitis telja að með því að sveitarfélagið veitti Stjörnu- grísi byggingarleyfi fyrir svína- búi árið 1999 hafi það orðið til þess að rýra verðmæti Melaleitis vegna ólyktar og fleiri atriða. Upphaf- leg krafa hljóðaði samtals upp á sextíu milljónir króna en sú upp- hæð mun hafa lækkað nokkuð eftir að niðurstaða dómkvadds mats- manns lá fyrir. Hvalfjarðar- sveit unir ekki því mati. „Það var álit okkar lögmanns að matið ætti að vera hlutlaust svo við settum það í yfirmat,“ segir Laufey og útskýrir að verk- efnið sé að meta hvort skaði hafi orðið á jörðinni Melaleiti miðað við þá starfsemi sem þar hafi verið árið 1999. Enn sé mögulegt að ná sáttum í málinu án atbeina dómstóla. Eigendur Melaleitis hafa sagt að það hafi eingöngu verið eigend- ur jarðarinnar undir svínabúinu og sveitarfélagið sjálft sem hagnast hafi á breyttu deiliskipulagi sem gerði kleift að reka búið á þessum stað. Laufey segir hagsmuni sveitar- félagsins af svínabúinu fyrst og fremst felast í fasteignagjöldum eins og af hverju öðru húsi yfir atvinnu- starfsemi í sveitarfélaginu. „Það eru ekki margir sem starfa þarna,“ bendir sveitarstjórinn á. - gar Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir hugsanlegt að ná sátt í svínadeilu á Melum: Bíða yfirmats um áhrif skítalyktar LAUFEY JÓHANNSDÓTTIR Röng mynd birtist með aðsendri grein Odds Friðrikssonar háskóla- nema í Fréttablaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTTING HAVANA, AP Pólitískum föngum á Kúbu hefur fækkað um helming frá því að Raoul Castro, bróðir Fidels Castro, tók við völdum. Að sögn yfirmanns óháðrar mannréttindanefndar í landinu, Elizardos Sanchez, hafa yfirvöld þó aðeins breytt vinnubrögðum sínum og nú sé meiri áhersla lögð á hótanir og einelti í garð stjórnarandstæðinga í stað þess að dæma menn til langrar fang- elsisvistar. Í skýrslu nefndarinnar er bent á 800 tilfelli á þessu ári þar sem fólk hefur verið hneppt í varð- hald í stuttan tíma og því svo sleppt án ákæru. - sv Pólítískum föngum fækkar: Breytt vinnu- brögð stjórnar DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að einn fimmmenninganna, sem ákærð- ir hafa verið vegna smygltil- raunar á 1,5 kílóum af kókaíni til landsins, skuli sæta gæslu- varðhaldi þar til dómur gengur í máli hans. Í greinargerð lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins er mað- urinn sagður „ … undir sterkum grun um að hafa framið afbrot sem varði allt að 12 ára fang- elsi og þá sé brot hans svo sví- virðilegt að almannahagsmun- ir krefjist þess að honum verði gert að sæta áfram gæsluvarð- haldi, uns dómur gengur í máli hans.“ - jss Framlengt á dópsmyglara: Brotið er talið svívirðilegt FJARSKIPTI Íslendingar sækja minna af gögnum í gegnum far- síma og netlykla en hinar Norður- landaþjóðirnar. Áskrifendur að gagnaflutningi um breiðband eru að sama skapi fæstir hér en útbreiðsla á DSL-nettengingum er mest á Íslandi. Talið er að helsta ástæða þessa sé að 3G símaþjónusta hefur skemur verið í boði hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu þar sem fjar- skiptamarkaðir á Norðurlöndun- um eru bornir saman. - mþl Skýrsla um fjarskiptanotkun: Netnotkun í símum lítil hér AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 06.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,3736 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,78 125,38 189,61 190,53 157,03 157,91 21,067 21,191 19,457 19,571 16,306 16,402 1,4197 1,4281 186,42 187,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Gefðu boltann! 1.500 króna sending til þurfandi í Afríku Reikningsnúmer söfnunarinnar 301-13-304799 Keyptu taubolta og styrktu munaðarlaus börn í Afríku Salan hófst 26. júní í öllum helstu verslunarkjörnum soleyogfelagar.is Um helgina verðum við í Kringlunni & Smáralind og helstu verslunarkjörnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.