Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 12
12 7. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Fíkniefnastríð og kosningar í Mexíkó 2006 Felipe Calderón verður forseti og lýsir yfir stríði á hendur eiturlyfjagengjum. Lögreglu sem er sérstak- lega ætlað að takast á við slík glæpagengi er komið á fót. 2008 Morðum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi og eiturlyfjum fjölgar mikið. Þau voru talin um 1.400 fyrstu fimm mánuði ársins. Ríkissaksóknari tilkynnir í maí að yfir 4.000 manns hafi látist frá því að stríðinu var lýst yfir. 450 þeirra voru lög- reglumenn, hermenn og starfsmenn saksóknara. 2008 Hundruð þúsunda taka þátt í kröfugöngum um allt landið í ágúst til að mótmæla ofbeldisverkum í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Í desem- ber segir bandaríska dómsmálaráðuneytið að eitur- lyfjasmygl frá Mexíkó sé stærsta ógn skipulagðrar glæpastarfsemi við Bandaríkin. 2009 Þúsund manns láta lífið á fyrstu sex vikum ársins. Herdeildir eru sendar inn í Ciudad Juarez, þar sem eiturlyfjagengi berjast sín á milli. Morðtíðnin nær hámarki þar í október. 2009 Einn stærsti eiturlyfjabarón landsins, Arturo Beltran Leyva, er drepinn í skotbardaga við hermenn. Undir lok árs segja yfirvöld árið hið blóðugasta frá því að stríðinu var lýst yfir, 6.500 manns voru drepnir. 2010 Calderón forseti óskar eftir hjálp Bandaríkjamanna í baráttunni gegn eiturlyfjagengjunum. Ofbeldið eykst enn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, og allt stefnir í enn hærri morðtíðni en í fyrra. Atburðir í fíkniefnastríðinu Fíkniefnastríð hefur geisað í Mexíkó undanfarin ár með sífellt fleiri morðum og öðrum ofbeldisglæpum. Eiturlyfjagengi reyndu að setja svip sinn á kosningar sem fóru fram í landinu um síðustu helgi. Baráttan við eiturlyfjaiðnað og skipulagða glæpastarfsemi í Mex- íkó hefur aldrei verið erfiðari en nú, þrátt fyrir að landið hafi verið miðstöð eiturlyfjaflutninga í ára- tugi. Árið 2006 lýsti forsetinn Fel- ipe Calderón yfir stríði á hend- ur skipulagðri glæpastarfsemi og eiturlyfjagengjum, og síðan þá hefur ofbeldi í tengslum við það aukist mikið. Morðtíðni hefur auk- ist ár frá ári og í fyrra er talið að um 6.500 manns hafi verið myrtir í tengslum við eiturlyfjaiðnaðinn. Kosningarnar nú voru taldar mikil- vægur prófsteinn á það hvort þjóð- in stæði við bakið á forsetanum í baráttu hans. Fíkniefnastríðið hefst Felipe Calderón var kjörinn forseti árið 2006 og lýsti hann því yfir í lok árs að aukinn kraftur yrði settur í baráttuna gegn eiturlyfjagengjum og þeim í raun sagt stríð á hendur. Tugir þúsunda hermanna og lög- reglumanna voru sendir á þá staði þar sem staða gengjanna var sem sterkust. Talið er að frá árslokum 2006 hafi meira en 23 þúsund manns lát- ist í tengslum við fíkniefnastríðið, og stefnir allt í að árið í ár verði hið blóðugasta hingað til. Mörgum almennum borgurum þykir þetta benda til þess að áætlanir ríkis- stjórnarinnar hafi mistekist. Þessu hafnar Calderón og hefur bent á að ríkisstjórn hans hafi verið sú fyrsta til að reyna að taka á skipu- lagðri glæpastarfsemi. Þá hefur honum einnig tekist að fá Banda- ríkin til að viðurkenna sinn hlut, þar sem fíkniefnin frá Mexíkó eru flutt þangað auk þess sem banda- rískum byssum er smyglað til Mex- íkó þar sem þær eru notaðar í átök- um gengja. Í mars var tilkynnt um 331 milljón dala áætlun ríkisstjórna landanna tveggja, þar sem lögð er áhersla á að breyta landamæraeft- irliti og styðja og styrkja lítil sam- félög sem hafa orðið illa úti vegna fátæktar og glæpa. Ætlunin er að forða ungu fólki frá því að dragast inn í gengi, eins og algengt er með fátæk ungmenni í Mexíkó. Í aðdraganda kosninga Í byrjun júní fannst fjöldagröf sem gengi virðast hafa notað til að losa sig við fórnarlömb sín. Þar voru 55 lík, sem voru misgömul, í gamalli námu á vinsælu ferða- mannasvæði. Nokkru síðar varð blóðugasti sólarhringur stríðsins í aðdraganda kosninganna, þegar 85 manns voru drepnir á 24 klukku- stundum. Ofbeldisverk voru mörg dagana fyrir kosningar, frambjóð- andi til bæjarstjóra í einum bæ var skotinn til bana og tæpri viku fyrir þær var annar frambjóðandi ráð- inn af dögum. Sá hét Rodolfo Torre Cantú, sem bauð sig fram sem rík- isstjóra í Tamaulipas og var talið að myndi sigra í kosningunum. Nokkrir frambjóðendur drógu framboð sín til baka í aðdraganda kosninganna. Með ofbeldinu tókst gengjunum einnig að fá í kringum 500 kjörstjórnarmenn og kosninga- eftirlitsmenn til að draga sig í hlé. Kosningarnar Á sunnudag fóru svo fram kosn- ingar til ríkis- og borgarstjórna víðs vegar um landið. Glæpageng- in reyndu að hafa áhrif á kosning- arnar og halda kjörsókninni niðri með blóðsúthellingum. Meðal ann- ars hafa kosningaskrifstofur verið sprengdar í loft upp og frambjóð- endum hefur verið hótað og þeir drepnir eins og áður sagði. Eitur- lyfjasalar spiluðu því sýnilega rullu í kosningabaráttunni, og á sumum stöðum tókst þeim að hræða fólk frá því að mæta á kjörstað. Þegar á heildina er litið var kjör- sóknin þó talsverð og þykir stjórn- málaskýrendum að almenningi hafi tekist að senda þau skilaboð að þrátt fyrir allt lifi lýðræðið í landinu. Eftir kosningarnar stjórnar eng- inn einn flokkur landinu og skipt var um forystu í mörgum ríkjum. Kjósendur sniðgengu frambjóðend- ur með tengsl við skipulagða glæpa- starfsemi í miklum mæli. Skýrasta dæmið um það var í Tamaulip- as við landamæri Bandaríkjanna, þar sem frambjóðandinn Rodolfo Torre var skotinn til bana. Bróðir hans, Egidio Torre, bauð sig fram í hans stað og náði kjöri. Alls var kosið til ríkisstjóra í tólf ríkjum og sigraði flokkur forsetans aðeins í þremur þeirra. Frambjóðendur PRI flokksins, sem réð ríkjum í Mexíkó í rúm sjötíu ár eða allt fram til árs- ins 2000, fóru hins vegar með sigur af hólmi í hinum níu. Kosningar í skugga fíkniefnastríðs Sótthreinsandi virkni sem drepur 99.9% af bakteríum og vírusum meðal annars svínaflensu H1N1 vírusinn. Tea Tree ilmur nýtt REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK AKUREYRI REYKJAVÍK VORTILBOÐ FULLT VERÐ 12.995 9.995 Tea Tree hylki fylgir frítt með! KJÖRSTAÐUR Í CIUDAD VICTORIA Lögreglumenn stóðu vörð um kjörstaði til að tryggja að glæpagengi gætu ekki komið þar nálægt. Á öllum kjörstöðum voru plaköt og borðar með orðunum: „Atkvæði þitt er frjálst og öruggt.“ NORDICPHOTOS/AFP SIGURVEGARINN Egidio Torre Cantú, bróðir Rodolfo Torre Cantú sem var drepinn nokkrum dögum fyrir kosningar, sigraði í kosningum til ríkisstjóra í Tamaulipas. Hann fagnaði með föður þeirra bræðra, Egidio Torre Lopez. NORDICPHOTOS/AFP Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.