Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 46
30 7. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Fréttablaðið greindi frá því á dög- unum að leikkonan Anita Briem hefði fengið hlutverk í kvikmynd- inni Escape to Donegal, sem ku vera væntanleg á þessu ári. Anita hefur augljóslega í nægu að snúast þessa dagana, en hún og Dean Par- askevopoulos, unnusti hennar, ætla að gifta sig seinna í sumar og sam- kvæmt kvikmyndabiblíunni IMDB hefur hún fengið hlutverk í annarri mynd. Sú heitir You, Me & the Circus, en leikkonan Melonie Diaz fer einnig með hlutverk í myndinni. Hún hefur meðal annars leikið í Nip/Tuck-þáttunum ásamt því að hafa verið í stóru hlutverki í gamanmyndinni Be Kind Rewind ásamt Jack Black og Danny Glover. Enn bætast við leikarar í Buddy Holly-söngleikinn sem verður frumsýndur í Austurbæ í október. Fréttablaðið hefur fylgst náið með og þegar sagt frá hlutverkum Ingós Veðurguðs, Ólöfu Jöru, Heiðu Ólafs og fleiri góðum. Nú hefur Sigurjón Brink verið ráðinn til að leika goðsögnina Ritchie Valens, en kvikmyndin La Bamba frá árinu 1987 fjallaði um líf hans og leikarinn Lou Diamond Phillips fór þá með hlut- verk Valens. Borgarstjórinn Jón Gnarr sat fund á dögunum þar sem risataflborðið við Lækjargötu var meðal annars rætt. Honum var tjáð að taflmenn- irnir stóru væru í pússun og væru væntanlegir á borðið innan skamms. Jón lagði til að haldið yrði skákmót á taflinu í tilefni af endurkomu taflmann- anna og stakk strax upp á skotheldu nafni á mótið sem á afar vel við í dag: Fischer Open. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2. ofstopi, 6. í röð, 8. laus greinir, 9. stefna, 11. mun, 12. töng, 14. yfirstéttar, 16. tveir eins, 17. hlaup, 18. skammstöfun, 20. tveir eins, 21. kvenflík. LÓÐRÉTT 1. fituskán, 3. íþróttafélag, 4. eyja, 5. svelg, 7. stífkrampi, 10. saur, 13. iðn, 15. óhapp, 16. fuglahljóð, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofsi, 6. rs, 8. hið, 9. átt, 11. ku, 12. kjafi, 14. aðals, 16. rr, 17. gel, 18. ofl, 20. yy, 21. pils. LÓÐRÉTT: 1. brák, 3. fh, 4. sikiley, 5. iðu, 7. stjarfi, 10. tað, 13. fag, 15. slys, 16. rop, 19. ll. GOTT Á GRILLIÐ „Kryddlegið hvalkjöt er klárlega best á grillið í sumar.“ Sindri Birgisson, leikari í Gerplu. Útvarpsstöðin Nálin fer í loftið á tíðninni 101,5 á næstu dögum. Stöðin er í eigu Útvarps Sögu og verður megináherslan lögð á klassískt rokk. „Þetta verða lög sem eru kannski ekki mikið í daglegri spil- un annars staðar heldur reynum við frekar að velja gæðin umfram þessa hefðbundnu smelli,“ segir Einar Karl Gunnarsson, dag- skrárstjóri Nálarinnar og sonur Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarps- stjóra Útvarps Sögu. Spurður segir hann að skortur hafi verið á útvarpsstöð sem þessari á öldum ljósvakans. „Eins og þetta hefur verið er alltaf sama tónlistin á öllum stöðvunum, kannski með smá breytingum hér og þar. Þegar þú ferð síðan frá eldri stöðvum yfir í unglingastöðvar eru þær bara með teknó.“ Á meðal dagskrárgerðarmanna á Nálinni verða Raggi Palli, Gunn- ar Ásgeirsson og Gunnar Gunn- arsson. Aðrir sem munu að öllum líkindum starfa þar eru tónlistar- bloggarinn Jens Guð og Karl Sig- urðsson, fyrrverandi útvarpsmað- ur á Rás 2. Auk klassíska rokksins verða ýmiss konar sérþættir í boði, þar á meðal um djass, blús og kvikmyndir. Einar Karl viðurkennir að stofn- un Nálarinnar sé töluverð áhætta, sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum. „Öll þessi tæki og tól eru auðvitað frekar kostnaðar- söm en maður vonar bara að þetta gangi vel.“ - fb Útvarpsstöðin Nálin í loftið NÁLIN NÁLGAST Einar Karl Gunnarsson (til vinstri) ásamt hluta af dagskrárgerð- armönnum Nálarinnar, þeim Sigurði Páli, Jóni Rafni, Ragga Palla og Svavari Skúla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Plötusnúðurinn Benedikt Stef- ánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let‘s Mix fyrir skemmstu. Í verð- laun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga. „Ég er búinn að starfa sem plötusnúður frá árinu 2009 og hef verið að spila á hinum og þessum skemmtistöðum í Reykjavík. Þess á milli hef ég tekið þátt í ýmsum erlendum plötusnúðakeppnum sem vinum mínum hefur þótt svo- lítið hlægilegt, þar til núna,“ segir Benedikt kampakátur, en hann starfar sem kerfisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur á daginn. Benedikt sendi inn tónlistarmix í keppnina þar sem almenning- ur greiddi sínum uppáhaldsplötu- snúð atkvæði. Þeir plötusnúðar sem hlutu flest atkvæði fengu því næst áheyrn hjá sérstakri dóm- nefnd sem valdi að lokum sigur- vegara. Space er einn stærsti og vinsæl- asti skemmtistaður heims og þar spila aðeins þeir allra færustu og bestu. Benedikt segir þetta einstakt tækifæri enda fái hann að spila með mönnum á borð við Groove Armada, James Zabiela, Carl Craig, Joris Voorn ásamt öðrum. „Nú verð- ur maður að standa sig, maður fær bara eitt svona tækifæri á ævinni. Óskastaðan er að maður kynnist í kjölfarið fólki í bransanum og komi sér upp góðum samböndum fyrir framtíðina. Það eru sex eða sjö dansgólf á Space og þar er spilað í fjórtán klukkustundir samfleytt og ég held að hver plötusnúður fái tvo til þrjá tíma í senn.“ Aðspurður segist Benedikt ekki vera búinn að undirbúa sig fyrir Ibiza-ferðina enn þá þar sem hann viti ekki á hvaða tíma hann spili. „Ég veit ekki hvenær ég spila eða á hvaða dansgólfi og þess vegna er ég ekki búinn að ákveða prógrammið enn þá. En ég er byrjaður að æfa mig og eyddi síðustu helgi uppi í bústað með græjunum mínum,“ segir Benedikt að lokum. sara@frettabladid.is BENEDIKT STEFÁNSSON: MAÐUR FÆR BARA EITT SVONA TÆKIFÆRI Þeytir skífum á stærsta skemmtistað í heimi ÁNÆGÐUR VINNINGSHAFI Benedikt Stefánsson sigraði í alþjóðlegri plötusnúða- keppni og fær í verðlaun að spila á stærsta skemmtistað í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Helgi Björnsson, söngvari og leikari, er nú að undirbúa sig fyrir upptökur á nýrri kvikmynd, en þær fara fram í Ungverjalandi í haust. Um er að ræða finnska mynd um þjóðhetjuna Mannerheim og ber hún einfaldlega nafnið Mannerheim. Leik- stjóri myndarinnar er Renny Harlin sem er þekktur fyrir myndir á borð við Exorcist: The Beginning, The Long Kiss Goodnight, Cliffhanger, Die Hard 2 og A Nightmare on Elm Street 4. Renny þessi var einnig giftur leikkon- unni Geenu Davis á árunum 1992 til 1998. Einn framleiðenda myndarinn- ar er Ingvar Þórðarson sem Helgi vann einnig með í Reykjavik Whale Watching Massacre. „Upprunalega var hlutverk mitt gall- eríisti á rívíerunni en mér skilst að það sé eitthvað verið að breyta því og jafn- vel stækka það. Ég hreinlega er ekki viss hvar ég enda en það kemur í ljós bráðlega,“ segir Helgi. Helgi verður þarna með þekktum nöfnum á borð við Stellan Skarsgård sem leikið hefur í myndum á borð við Angels & Demons, Mamma Mia!, Pirat- es of the Caribbean, Exorcist: The Beg- inning, Dogville, Good Will Hunting og Dancer in the Dark þar sem hann lék með Björk Guðmundsdóttur. Á döfinni hjá leikaranum Helga eru upptökur í Austurríki á næsta ári þar sem hann fer með hlutverk í mynd sem heitir Cross Your Heart. - ls Helgi Björns í kvikmynd Renny Harlin HELGI BJÖRNS Leikarinn undirbýr sig fyrir tökur sem hefjast í haust á nýrri kvikmynd. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Strandblak. 2. 97 manns. 3. Armadilla. Leiksýning í Borgarnesi á sunnudaginn kl 14:00 Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.