Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 24
því með allt hráefni sem við þurf- um að grípa til, hvort sem ætlun- in er að útbúa sushi, veislumat eða sjóða núðlur í heitu vatni,“ segir Ingibjörg og grínast með að hún gangi á fjöll til að geta borðað meira. „Ætli fjallaþráin liggi ekki í genunum? Ég er ættuð vestan úr Reykjarfirði á Ströndum þar sem formæður mínar og forfeð- ur hlupu upp og yfir Drangajökul eftir mjaltir til að komast á ball á Flæðareyri og svo til baka um morguninn til að komast heim til að mjólka. Það ferðalag er nú talin stíf dagleið að fara og tveggja daga ferð fyrir mig, en þetta hlupu þau á gúmmítúttum til að geta dans- að.“ thordis@frettabladid.is Íslenskir ferðalangar nýta gnægtaborð náttúrunnar ótrúlega lítið í útilegumat sinn, en allt er það unaðslega bragðgott og bráð- hollt. Því ákvað ég að gefa lesend- um uppskrift að rammíslenskum útilegumat þar sem finna má hrá- efnið í nærumhverfinu,“ segir Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir, fjallaleiðsögumaður hjá Íslensk- um fjallaleiðsögumönnum. Ingi- björg er matgæðingur af Guðs náð og gaf árið 2004 út matreiðslu- bókina Með veislu í farangrinum – matreiðslukver ferðamannsins, í samstarfi við Ragnheiði Ágústs- dóttur. „Kveikjan að bókinni var leið- sögustarf mitt með frönskum ferðalöngum á íslensk fjöll síð- astliðin tuttugu ár. Frakkar hafa öldum saman nýtt náttúru sína til matargerðar og tína upp úr jörð- inni allt sem nota má í matseld að lokinni fjallgöngu á ferðum sínum hér. Þannig lærði ég af þeim og úr varð heilmikið uppskrifta- og hug- myndasafn í bók okkar Ragnheið- ar,“ segir Ingibjörg, sem hvetur ferðafólk til að vera óhrætt við að gera tilraunir með íslenskar jurt- ir en kynna sér vel sveppahand- bækur áður en sveppir eru tíndir á haustin. Meðfram fjallaleiðsögn fer Ingibjörg tíðum í útilegur með eiginmanni og börnum, en fyrsta útilega sumarsins er árvisst í Skaftafell um hvítasunnuhelgina. „Hápunktur útilegulífsins er að fara til leitar að girnilegu hrá- efni í nágrenninu og undirbúa matinn, og krökkunum finnst það líka svo gaman. Í útilegum hef ég alltaf góðan mat því okkur finnst svo gott að borða og ekkert mál að fara í útilegur. Við ákveðum matseðilinn fyrirfram og erum Náttúran sér um matinn Það er töfrandi að stunda tjaldbúskap þegar náttúran blómstrar af frjósemi og fegurð, og þá tilvalið að kokka bara úr hráefni úr nálægu matarbúri náttúrunnar og gefa bragðlaukunum alveg nýja upplifun. Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir kann að útbúa veisluborð úr sælkerabúri náttúrunnar í íslenskri sveit að sumri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bleikja, nýveidd eða keypt hjá bónda. Flakið sjálf eða kaupið flök. Bræðið smjör á pönnu og kryddið með salti og pipar. Steikið fyrst roðmegin og snúið svo flökunum við. Njóla-, hvannar- og rabarbaramyrja Skolið njólablöð og skerið í strimla. Fínsaxið hvannarstilka. Sjóðið saman í saltvatni í 10 mínútur. Bætið þá út í smátt skornum rabarbara og sjóðið í 2 mínútur í viðbót. Hellið soðvatninu að mestu af og hrærið saman í stöppu. Blandið saman einni dós af sýrðum rjóma og hálfri dós af tilbúinni, kaldri hvítlaukssósu. Hrærið saman við grænmet- ið svo úr verði mjúk myrja. ATH! Njólablöð eru gómsæt nú og fram í miðjan júlí, en hvönnin út júlímánuð. Berið fram með íslensku bankabyggi sem soðið er í saltvatni í 40 mínútur; 1 bolli á móti 2½ bolla af vatni. Setjið saman við skorna tómata, gúrku, papriku, blaðlauk eða annað grænmeti að smekk. ÍSLENSK OG UNAÐSFERSK BLEIKJA með myrju úr íslensku byggi, njólum og hvönn fyrir 4 MATURINN.IS er vefur sem er helgaður mat og öllu sem tengist mat. Á síðunni má finna alls konar uppskriftir, fróðleik og tengla á aðrar vefsíður helgaðar mat og matargerð. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing HVAÐ ER Í MATINN? Á kynnir skemmtilegan sérvef um matargerð og hagkvæm matarinnkaup. Með því að nota einfalt og skemmtilegt kerfi útbúum við handa þér matseðil eftir þínu höfði. Kynntu þér ótrúlegan fjölda gómsætra uppskrifta á Hvað er í matinn? á ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.