Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 34
18 7. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR VÉLAMIÐSTÖÐIN: INNLEIÐIR NÝJA TÆKNI Í METANBREYTINGUM Á BIFREIÐUM Mun ryðja brautina fyrir metanbreyttum bifreiðum „Þetta er fyrsta alvöru breytingin á dís- ilbíl og vafalaust sú fyrsta af mörgum,“ segir Sigurður Ástgeirsson, þjónustu- stjóri Vélamiðstöðvarinnar í Gufun- esi, þar sem nú er verið að nýta nýj- ustu tækni til að metanbreyta dísilbíl, vörubíl af gerðinni MAN TGL 26.430, með aðstoð erlendra sérfræðinga. Að breytingu lokinni mun bíllinn geta gengið fyrir 50 prósent metangasi en hingað til hafa metanbreyttir dísilbíl- ar á Íslandi gengið fyrir allt að 15 pró- sentum gasi. Sigurður segir breytinguna marka ákveðin tímamót hjá Vélasmiðjunni, sem er sjálfstætt einkahlutafélag í eigu Íslenska gámafélagsins og hefur gert metanbreytingar á tugum bensín- og dísilbíla fyrir einstaklinga og fyr- irtæki á Íslandi frá því á síðasta ári. „Frá því að lög sem heimiluðu breyt- ingar sem þessar tóku gildi í nóvem- ber í fyrra hafa fyrirtækinu borist svo margar fyrirspurnir og pantanir að nú er um þriggja vikna bið eftir metanupp- færslum,“ bendir hann á. Að sögn Sigurðar liggja ýmsar ástæð- ur að baki aukinni eftirspurn eftir met- anbreytingum á bílum. „Kostir metan- gass eru auðvitað margir. Metangas er miklu umhverfisvænni orkugjafi en til dæmis bensín eða dísil. Hérlend- is eigum við nóg af þessari lítt nýttu orkulind, meðal annars á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi þar sem metangas er unnið úr hauggasi. Af þeirri og fleiri ástæðum er metan- gas langtum ódýrari orkugjafi heldur en eldsneyti eins og bensín eða dísil. Að keyra á metangasi er eins og að kaupa bensínlítrann á 110 krónur,“ segir Sig- urður og kveðst þekkja kosti metangass af eigin raun. „Ég skipti dísiljeppanum mínum út fyrir bensínjeppa um daginn og breytti honum þannig að nú er einka- bíll heimilisins metanbifreið.“ Sigurður er ekki í vafa um að upp- færslan á fyrrnefndum dísilbíl muni eiga þátt í að ryðja brautina enn frekar fyrir fjölgun metanbifreiða á Íslandi, en það eigi eftir að hafa ýmsan ávinn- ing í för með sér. „Bæði er þetta mjög umhverfisvænt eins og áður sagði og ekki síður atvinnuskapandi,“ bendir hann á og nefnir í því samhengi að til að anna aukinni eftirspurn hafi Véla- miðstöðin tekið fyrsta formlega met- anverkstæðið á Íslandi í notkun í maí á árinu og fjölgað starfsfólki sínu. „Við erum að bæta við okkur mann- skap meðal annars til að stytta biðlist- ana sem hafa myndast. Til allrar ham- ingju erum við yfirleitt fljótir að breyta hverjum bíl, svona á bilinu tvo til fimm daga, allt eftir tegundinni, en hingað koma eigendur alls kyns bifreiða sem vilja nýta sér þennan möguleika,“ segir hann og vísar á heimasíðuna www.met- anbill.is. roald@frettabladid.is timamot@frettabladid.is Okkar ástkæri, Gunnar Ingi Guðmundsson Hlíf 1, Torfnesi, Ísafirði, lést föstudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, föstudaginn 9. júlí kl. 11.00. Aðstandendur. Okkar ástkæri frændi Eyjólfur Egilsson Hverahlíð 13, Hveragerði, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 4. júlí. Jarðarförin fer fram föstudaginn 9. júlí kl. 13.30 frá Hveragerðiskirkju. Systkinabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra Lárusar Hrafns Kvaran. Ragnar G. Kvaran Hrefna Lárusdóttir Anna Ragnhildur Kvaran og fjölskylda Lárusar í Lúxembourg. RINGO STARR ER SJÖTUGUR Í DAG. „Og í hjónabandi geturðu ekki reynt að vera giftur. Þú ert annað hvort giftur eða þú ert ekki giftur, alla vega að því er mig varðar.“ Ringo Starr er enskur tónlist- armaður sem öðlaðist heims- frægð með Bítlunum. Starr var ekki í hljómsveitinni frá upphafi heldur tók við þegar Pete Best hætti árið 1962. MERKISATBURÐIR 1211 Suðurlandsskjálfti, marg- ir bæir hrynja og átján manns farast. 1637 Hornsteinn lagður að Sí- valaturni í Kaupmanna- höfn. 1915 Konur fagna nýfengnum kosningarétti sínum með hátíðarfundi á Austurvelli. 1941 Bandaríkjaher kemur til landsins og tekur við vörnum þess af Bretum. 1966 U Thant, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, kemur í tveggja daga heimsókn til Íslands. 1974 Vestur-Þýskaland vinn- ur heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu þegar lið landsins sigrar Hollend- inga 2-1. Lúðrasveit Reykjavíkur var formlega stofnuð 7. júlí 1922. Sveitin varð til við sameiningu tveggja félaga, Lúðrafélagsins Hörpu og Lúðrafélagsins Gígju. Sameining félaganna mun ekki hafa átt sér langan aðdraganda. Snemma árs 1922 var haldinn fundur þar sem þrír menn frá Hörpu og Gígju komu saman. Á þessum fundi kom meðal annars fram að efla þyrfti tónlistar- þekkingu og hljóðfæraleik. Eftir fundinn var Jón Leifs beðinn um að útvega kennara fyrir lúðrafélögin. Þetta tókst Jóni og þýskur hornleikari, Otto Böttcher að nafni, kom til landsins og átti seinna eftir að verða fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur. Lúðrafélögin fyrir stofnun Lúðrasveitarinnar höfðu lengi búið við slæma húsnæðisað- stöðu. Þeir æfingastaðir sem notast var við voru til dæmis kartöflugeymsla barnaskól- ans, fangahúsið og smákytra í gamla Alþýðuhúsinu. Harpa hafði í ársbyrjun ráðist í und- irbúning að æfingahúsnæði. Varð það Hljómskálinn sem byggður var sérstaklega til tónlistariðkunar. Á gamlárskvöld árið 1922 voru spiluð nokkur lög uppi á þaki Hljómskálans í fjögurra stiga frosti. Heimild: www.lr.is ÞETTA GERÐIST: 7. JÚLÍ 1922 Lúðrasveit Reykjavíkur stofnuð FRUMKVÖÐLASTARF Sigurður Ástgeirsson, þjónustustjóri Vélamiðstöðvarinnar, ásamt Claudio Zanchi frá ítalska fyrirtækinu Anlero, sem hefur aðstoðað við metanbreytingar á dísebílnum MAN TGL 26.430 með nýjustu tækni. Bifreiðin sést hér í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nýtt jarðfræðikort af Suð- vesturlandi er komið út. Það er gefið út af fyrirtæk- inu Íslenskum orkurann- sóknum og byggist á fjöl- mörgum kortum sem unnin hafa verið fyrir það og for- vera þess, Orkustofnun. Þau kort hafa nú verið einföld- uð, endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við. Elstu jarðlögin á kortinu eru rúmlega 4 milljóna ára gömul og þau yngstu eru hraun frá Reykjaneseld- um 1210-1240, en alls eru á því um 160 mismunandi hraun. Kortinu er dreift af For- laginu. Á því er meðal ann- ars bent á fjörutíu áhuga- verða skoðunarstaði og eru nánari lýsingar á þeim á heimasíðu ÍSOR www.isor. is. - gun Nýtt jarðfræðikort NÝJA KORTIÐ Um 160 mismun- andi hraun eru tilgreind þar. Verðlaun í sumarhappdrætti Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, voru afhent um helgina. Fyrstu verðlaun hlaut Elísa Emma Zachri- son en þar var um að ræða Honda CR-V jeppabifreið. Útgefnir miðar í happ- drættinu voru 55 þúsund og heildarverðmæti vinn- inganna var 15,6 milljón- ir króna. Dregið er tvisvar á ári í Happdrætti Sjálfs- bjargar: afmælisdag Sjálfs- bjargar 4. júní og svo 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðra. Lísa Z. Valdimarsdóttir tók við verðlaununum en hún er dóttir Elísu Emmu. - mþl Vann bifreið í sumarhappdrætti VERÐLAUNIN VEITT Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfs- bjargar, lætur bíllyklana af hendi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.