Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 8
8 7. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR VEISTU SVARIÐ? FANGELSISMÁL Sex erlendir fangar hafa á undan- förnum tveimur árum verið fluttir úr fangels- um hér til heimalanda sinna, Litháens og Hol- lands, til að ljúka afplánun þar. Á sama tíma hafa jafnmargir íslenskir brotamenn, sem setið hafa í fangelsum erlendis, verið fluttir hingað til lands til að ljúka afplánun sinni hér. Þá er í vinnslu mál varðandi brottflutning hollensks brotamanns héðan til heimalandsins. „Málsmeðferðartíminn í þeim ríkjum sem við höfum beðið um að taka við eigin borgurum er yfirleitt mjög langur,“ segir Haukur Guðmunds- son, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. „Frá því að við sendum til tiltekins ríkis beiðni þess efnis að það taki við eigin ríkisborgara, sem hefur verið dæmdur hér og sé hann fús til fararinnar, þá fer málið í ferli sem getur hæg- lega tekið sex mánuði í fyrstu atrennu. Sé dæmi tekið um mann sem hefur setið í allt að hálft ár í gæsluvarðhaldi, síðan verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og losnar á reynslulausn sex mán- uðum eftir uppkvaðningu dómsins, eru allar líkur á að við séum ekki búin að fá svar frá rík- inu þegar hann er kominn út. Niðurstaðan er sú að það er varla raunhæft að hefja brottflutning- arferli fyrir styttri dóma en þá sem kveða á um þriggja til fjögurra ára fangelsisvist. Það eru ekkert óskaplega margir útlendingar sem eru að fá svo þunga dóma.“ Haukur segir að þessi langa málsmeðferð sé þó ekki algild. Til að mynda hafi litháísk yfir- völd brugðist mjög vel við í málum af þessu tagi en dómsmálaráðherrar Íslands og Lithá- ens hafi gert með sér samkomulag um hraða málsmeðferð. Þá séu önnur aðildarríki Evr- ópuráðssamningsins þar sem þurfi að dæma upp dómana sem menn hafa hlotið hér á landi. Það sé ekki til þess fallið að flýta fyrir máls- hraðanum. „Svo eru flest þessara ríkja með alltof mikið af föngum fyrir og líta þess vegna varla á það sem forgangsmál í sinni stjórnsýslu að flytja menn frá útlöndum vegna brota sem þeir hafa framið erlendis.“ Við þetta bætist svo að vilji erlendu brota- mennirnir ekki fara héðan, sem flestir vilja ekki, verði ferlið enn lengra því þá þurfi að byrja á að brottvísa þeim með löglegum hætti. Hins vegar vilji nær allir íslensku brotamenn- irnir koma heim og afplána hér. Reynsla und- anfarinna ára sýni að flutningar fanga til heimalandsins geti ekki leyst nema sáralítið brot af vanda í fangelsismálum hér á landi. jss@frettabladid.is INNAN RAMMANS Refsingar fimm litháískra mansalsmanna, sem Hæstiréttur dæmdi nýverið í fjögurra og fimm ára fangelsi, falla innan þess ramma að beiðni verði send héðan um að þeir afpláni í heimalandinu. Einn íslenskur fangi fluttur inn fyrir hvern sem fer utan Sex erlendir fangar hafa verið fluttir úr íslenskum fangelsum til afplánunar í heimalandi á tveimur síðustu árum. Á sama tíma hafa jafnmargir íslenskir fangar verið fluttir úr erlendum fangelsum til afplánunar hér. Frá Íslandi Ár Fjöldi Hvert 2008 3 Litháen 1 Holland 2009 2 Holland Til Íslands Ár Fjöldi Hvaðan 2008 3 Danmörku 2009 2 Holland 1 Svíþjóð Evrópuráðssamningur sem gildir um flutning dæmdra manna kveður fyrst og fremst á um form á þessum samskiptum ríkjanna. Þess má geta að 22 ríki hafa fullgilt hann og önnur fimm, þar á meðal Ísland, hafa undirritað hann. Samningurinn felur ekki í sér skyldu ríkis til að taka við dæmdum brotamanni heldur aðeins að aðildarríkin séu sammála um hvert ferlið skuli vera. Þó kveður samningurinn á um að aðeins megi flytja dæmdan mann sé dómurinn endanlegur og sé að minnsta kosti sex mánuðum af refsingu hans ófullnægt á þeim tíma er beiðni um flutning er móttekin, eða ef refsingin er ótímabundin. Evrópuráðssamningur um flutninga Rockwood Premier 2317G 12 fet. Rockwood 191XR OFF ROAD 10 fet. Verð: 2.998.000kr Verð: 2.798.000krVerð: 2.698.000kr Rockwood Premier 1904 10 fet. Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum Opnunartími: Mán - Föst. kl: 10-18 Laug - Sun. kl: 12-16 • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Tjakkar með sandskeifum á öllum hornum • Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á íslenskum vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • Handbremsa og varadekk m/hlíf • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Radial dekk / 13” álfelgur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggni (markísa) • Skyggðir gluggar • Flugnanet f. gluggum og hurð • Gardínur f. gluggum og svefnrými • 2ja feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík • Sími 551 5600 • utilegumadurinn.is Rockwood fellihýsi fyrir Íslenskar aðstæður Torfæru útgáfan frá Rockwood fyrir þá sem vilja komast lengra. m/ útdraganlegri hlið. • upphækkað á 15” dekkjum • sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður. 1 Hvaða íþróttagrein slær þátttökumet á hverju móti hér á landi? 2 Hversu margir voru hand- teknir á Hróarskelduhátíðinni? 3 Hvað heitir umdeilda danska myndin sem verður sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Skilorð fyrir lögguspark Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að sparka harkalega í lögreglumann og hóta honum lífláti. DÓMSMÁL LÖGREGLUMÁL Ungur maður hefur viðurkennt innbrot í Gesthús og Kaffi krús á Selfossi um helg- ina. Lögreglumönnum sem áttu samskipti við manninn á sunnu- dag fannst manninum svipa til lýsingar sem vitni gaf af manni sem sást við Gesthús á laugar- dagsmorgun, að því er fram kemur í frétt frá lögreglunni á Selfossi. Á heimili mannsins fannst áfengi sem hann gat ekki gert grein fyrir. Við húsleit fundust fjórar kannabisplöntur í ræktun. Maðurinn viðurkenndi þessi brot og að auki að hafa brotist inn í Kaffi krús aðfaranótt sunnudags og stolið þaðan áfengi. - jss Játaði innbrot á Selfossi: Ræktaði kanna- bis og stal víni Sjö handteknir í Hafnarfirði Fimm húsleitir voru gerðar í Hafnar- firði og sjö handteknir á undan- förnum dögum. Á stöðunum hefur fundist talsvert af þýfi og eitthvert magn af fíkniefnum. LÖGREGLUFRÉTTIR Flutningar fanga - til afplánunar í heimalandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.