Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 2010 15 Sú skoðun er býsna útbreidd að umburðarlyndi eigi ekki við í málfarsefnum. Umræður í fjöl- miðlum og á netinu sýna þetta glöggt. Þátturinn Daglegt mál í Ríkisútvarpinu er enn á svip- uðum nótum og þegar hann hóf göngu sína fyrir rúmlega hálfri öld. Hlustendur eða spyrlar vilja fá staðfestingu á því að tiltekið atriði sé vont eða rangt og láta umsjónarmann skera úr um vafa- atriði. Vangaveltur um tilbrigði í málinu eða hugsanlegar skýring- ar á þeim eiga sjaldnast upp á pallborðið. Árangurinn af þessu starfi virðist þó heldur takmark- aður því að enn eru á dagskrá sömu mál og forðum: Fólk segir Ég talaði við Guðrúnu Jónsdótt- ir í staðinn fyrir Ég talaði við Guðrúnu Jónsdóttur, Strákunum vantar pening í stað Strákana vantar pening og þar fram eftir götunum. Þjóðin virðist hreinlega ekki vera að ná þessu! Eiður Guðnason skrifar nær daglega um ambögur í fjölmiðl- um á fjölsóttri bloggsíðu og þar eru sömu atriðin nefnd aftur og aftur. Á síðu Málræktarklúbbsins á netinu eru menn óþreytandi við að benda á það sem miður fer í málnotkun. Margir íslenskukenn- arar slá á svipaða strengi. En allt kemur fyrir ekki. Sú spurning hlýtur að vakna hvort eitthvað sé bogið við baráttuaðferðina eða jafnvel baráttumálin sjálf. Staðnaður hugsunarháttur Sennilega eru flestir sammála um að það sé mikils um vert að varðveita íslenskt málkerfi í meg- indráttum og efla notkun málsins á sem flestum sviðum. Frá sjón- arhóli málnotenda má segja að hæfnin til að tjá sig skilmerkilega í töluðu og rituðu máli sé mikil- vægust. Þetta á auðvitað almennt við en skiptir sérstaklega miklu máli fyrir þá sem hafa á einhvern hátt atvinnu af því að nota málið, s.s. kennara, fjölmiðlamenn og leikara. Þeir þurfa að geta flutt mál sitt skýrt og áheyrilega, búa yfir ríkulegum orðaforða og hafa trausta tilfinningu fyrir viðeig- andi stíl og málsniði. Ef vel á að vera þurfa þeir líka að vita hvaða fyrirbæri eru óvin- sæl í málsamfélaginu – hvort sem ástæður þeirra óvinsælda eru maklegar eða ekki – og reyna að sneiða hjá þeim. Viti menn ekki hvaða málatriði hafa verið brennimerkt eiga þeir á hættu að verða að athlægi. Þeir álitsgjaf- ar sem ganga harðast fram í að skilgreina ýmsar útbreiddar mál- venjur sem „málvillur“ eiga sinn þátt í þessu. Raunar má halda því fram að sú málumvöndun sem mest er stund- uð, undir merkjum málvöndunar og málræktar, sé ekki aðeins til marks um staðnaðan hugsunar- hátt heldur vinni gegn markmið- um um bætta málnotkun því að athyglin beinist fyrst og fremst að því neikvæða. Bókstafstrú Málfarsumræðan einkennist mjög af eins konar bókstafstrú. Til dæmis er algeng hugmynd að það sem ekki finnist í orða- bókum eða handbókum hljóti að vera vitlaust. Samkvæmt því er rétt að segja Hann rústaði íbúð- ina af því að orðabókin gefur slík dæmi en Hann rústaði íbúðinni er talið rangt mál þó að það sé afar útbreitt og samræmist betur mál- tilfinningu margra. Ef ekki er hægt að fletta upp sögninni torf- þekja í orðabók er hún „ekki til“ og þá skiptir engu hvort hún er gagnsæ og rétt mynduð eða ekki. Sögnin dúkleggja er í orðabók en parkettleggja ekki. Er park- ettleggja þá ekki til? Tilbrigði í máli eru jafnan talin óæskileg. Annaðhvort segir maður Japan- ar eða Japanir. Að viðurkenna báðar orðmyndir er „frjálslyndi á skökkum stað“ eða „reiðareks- stefna“. Þá taka þeir sem predika mál- farslega bókstafstrú sjaldnast mið af samhengi eða aðstæðum. Menn verða t.d. miður sín ef íþrótta- fréttamaður í beinni útsendingu talar ekki eins og upp úr bók. Margt af því sem málumvönd- unarmenn „leiðrétta“ stenst enga skoðun. Bogi Ágústsson frétta- maður var t.d. gagnrýndur nýlega fyrir að segja Þau voru skyld að gera þetta í stað Þeim var skylt eða Þau voru skyldug. Höfundur Njálu, sá frægi málskussi og ambögusmiður, segir í 144. kafla: „Síðan báru þeir kviðu þá alla er þeir voru skyld- ir að bera til allra saka og fór það löglega fram.“ Í Íslenskri hómil- íubók segir enn fremur: „Skyldur er sá hver til að kenna öðrum heil ráð, er Guð lér hyggindi til of það fram, sem annar kann sér, hvort er hann er lærður eða ólærður.“ Um síðarnefndu bókina sagði Jón Helgason prófessor: „Óvíða flóa lindir íslenzks máls tærari en í þessari gömlu bók.“ Fordómalaus umfjöllun Það er ekkert við því að segja þótt kappsömum áhugamönnum um íslenskt mál verði á í messunni en þeir sem gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar um nútímamál verða að geta fjallað um málfar á upplýsandi og fordómalausan hátt og leitast við að varpa ljósi á mis- munandi tilbrigði málsins. Fyrir 50 árum var álitsgjöfum vorkunn að því leyti að litlar rannsóknir höfðu verið gerðar á samtímamál- inu en nú á það ekki lengur við. Í starfi mínu sem málfarsráðu- nautur Ríkisútvarpsins fæ ég oft gagnlegar ábendingar um hæpn- ar beygingarmyndir og orðaval. Aftur á móti fæ ég sárasjaldan kvartanir um að erfitt hafi reynst að skilja tiltekna frétt eða pist- il. Þetta hefur komið mér nokk- uð á óvart því að mínu mati er ekki síður þörf á úrbótum í þeim efnum. Krafan um markvissa og skýra framsetningu er hins vegar ekkert sérstaklega hávær úti í samfélaginu. Um málfar og umburðarlyndi Íslenskt mál Ásgrímur Angantýsson málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins Sú spurning hlýtur að vakna hvort eitthvað sé bogið við baráttuaðferðina eða jafnvel baráttumálin sjálf. AF NETINU Torfajökull utan seilingar „Ég sé á forsíðu Fréttablaðsins í dag að Svandís Svavars- dóttir er líklega skeleggasti umhverfisráðherra sem gegnt hefur því embætti. Hún og hennar flokkur hefur tryggt að rammaáætlun um virkjunarkosti nái ekki til svæða sem þegar eru friðuð nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þetta virðist þýða að t.d. Torfajökulssvæðið allt er þar með utan seilingar þeirra sem skoða náttúruna einungis í ljósi nýtingar í þágu hluthafa og stundargróða. Þessu hljóta náttúruverndarsinnar að fagna því Torfajökull og sérstaða hans verður seint metin til fjár í megawöttum. Á forsíðunni tuðar forsvarsmaður einhvers orkufyrirtækis um að með þessu sé þriðjungur nýtanlegrar orku friðaður. Það geta varla talist fréttir frekar en kvartanir innbrotsþjófa vegna erfiðrar aðkomu að heimilum fólks eða óþægilegs vinnutíma.“ http://blog.eyjan.is/pallasgeir/ Páll Ásgeir Ásgeirsson 875.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT: 875 MILLJÓNIR 100.000.000 +775.000.000 Fyrsti vinningur stefnir í 100 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 775 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is F í t o n / S Í A ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 7. JÚLÍ 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.