Fréttablaðið - 09.07.2010, Page 6

Fréttablaðið - 09.07.2010, Page 6
6 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Magnus Ranstorp, sérfræðingur í hryðju- verkastarfsemi við Försvarshögskolan í Stokkhólmi, segir ekki koma sér á óvart að hryðjuverkamenn hafi hreiðrað um sig í Noregi. „Ég held að hryðjuverkamennirnir hafi hugsað sem svo að Noregur væri álitlegur staður til að starfa á. Engin hryðjuverkastarfsemi hefur verið þar áður, þetta er stórt land og það er fámennt. Ég held hins vegar að þeir hafi misreiknað sig þar sem það er ekki bara norska leyniþjónustan sem þeir þurfa að glíma við, heldur á hún í nánu samstarfi við þá banda- rísku, bresku, þýsku og fleiri leyniþjónustur. Því er eftirlit þar gott,“ sagði Ranstorp en bætti því við að fleiri hryðjuverkamenn gætu kosið að starfa á Norðurlöndunum. Spurður hvort hryðjuverkamenn kynnu að líta til Íslands sagði Ranstorp: „Ég held að Íslendingum stafi meiri hætta af skipu- lagðri glæpastarfsemi en það er vissulega hætta á því að Ísland verði viðkomustað- ur fyrir hryðjuverkamenn á leið til annarra landa.“ Ranstorp telur ekki endilega nauðsyn- legt fyrir Íslendinga að auka eftirlit með mögulegri hryðjuverkastarfsemi. Þar sem hefðbundin löggæsla virðist skila árangri hér, þá sé það óþarft. Hann leggur enn fremur áherslu á að Íslandi sé sennilega minni hætta búin en hinum Norðurlöndunum þar sem landið er eyja og nokkuð fjarri öðrum löndum. Ísland þurfi hins vegar þrátt fyrir það að huga vel að öryggi á flugvöllum landsins og við þau sendi- ráð sem hér eru, helst það bandaríska. - mþl Völdu Noreg vegna fámennis STJÓRNSÝSLA Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og einn þriggja manna í rannsóknarnefnd Alþingis, beinir hvössum spurn- ingum til Seðlabanka og Fjár- málaeftirlitsins í bréfi sem hann sendi þeim nýlega. Tilefnið er til- mælin sem stofnanirnar sendu til fjármálafyrirtækja í framhaldi af dómi Hæstaréttar um gengistryggð bílalán. Umboðsmaður Alþingis telur að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn þurfi að skýra á hvaða lagagrund- velli þau tilmæli byggjast. Hann óskar að stofnanirnar tilgreini á hverju staðhæfingar þeirra séu byggðar um „að „óvissa“ ríki um lánakjör þeirra lánasamninga sem tilmælin lúta að með tilliti til dóma Hæstaréttar, sérstaklega um vaxta- viðmið. Einnig dregur hann í efa þau lagarök sem komið hafa frá stofn- ununum vegna málsins en bendir þeim jafnframt á að þær þurfi ekki að svara spurningum hans verði til- mælin dregin til baka fyrir 16. júlí næstkomandi, en það er sá frestur sem umboðsmaður Alþingis veitir Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu. - pg Umboðsmaður Alþingis spyr Seðlabanka og FME um tilmæli vegna gengislána: Dregur lagagrundvöll í efa UMBOÐSMAÐUR Tryggvi Gunnarsson er snúinn aftur til starfa sem Umboðs- maður Alþingis eftir að hafa setið í Rannsóknarnefnd Alþingis. MAGNUS RANSTORP ATVINNA Skapa á ný störf fyrir 100 ungmenni í Garðabæ í sumar. Samningur um atvinnuátakið var undirritaður af hálfu bæjar- stjórnar Garðabæjar og Skóg- ræktarfélags Garðabæjar á þriðjudag. Samningurinn felur í sér að koma á fót ýmiss konar ræktunar- og umhirðuverkefnum næstu tvo mánuði fyrir atvinnu- laust ungt fólk í bænum. Samningurinn er hluti af sam- eiginlegu verkefni sem Skóg- ræktarfélag Íslands í samvinnu við samgönguráðuneytið hóf á síðasta ári og var hugsað sem verkefni til þriggja ára. - sv Skógrækt í Garðabæ: Samstarf um 100 ný störf ÁNÆGÐ Barbara Stanzeit, Gunnar Einarsson og Magnús Gunnarsson við undirritun samningsins. MYND/BRYNJÓLFUR JÓNSSON NOREGUR Þrír menn voru handteknir í Noregi og Þýskalandi í gær grunaðir um að hafa lagt á ráðin um stóra hryðjuverkaárás. Mennirnir eru taldir tengjast Al Kaída hryðjuverkasam- tökunum. Yfirvöld og lögregla í Noregi og Bandaríkj- unum hafa unnið náið saman að málinu. Fylgst hafði verið með mönnunum þremur í meira en ár. Talið er að mennirnir hafi verið að skipu- leggja hryðjuverkaárásir með sprengjum líkt og þeim sem voru notaðar í misheppnuðum árásum í New York og í Manchester á Eng- landi. Talið er að málin tengist með einhverj- um hætti. Ekki hefur verið gefið upp hvar mennirnir ætluðu sér að fremja hryðjuverkin. Tveir mannanna voru handteknir í Noregi og einn í Þýskalandi en nákvæmari staðsetn- ingar hafa ekki verið gefnar upp. Allir menn- irnir búa í Ósló. Einn þeirra er 39 ára norskur ríkisborgari sem er af Uighur-ættum í Kína og hefur búið í Noregi frá árinu 1999. Annar er 37 ára gamall Íraki sem fékk landvistarleyfi í Noregi af mannúðarástæðum og sá þriðji er 31 árs Úsbeki sem fékk landvistarleyfi af fjöl- skylduástæðum. Fregnir herma að árásin hafi verið skipulögð af Salah al-Somali, fyrrum yfirmanni hjá Al Kaída, sem var drepinn í loft- árás CIA í fyrra. Hann er einnig talinn vera höfuðpaur í árásinni á neðanjarðarlestir í New York í fyrra. Ákveðið var að handtaka mennina nú þar sem alþjóðlegir fjölmiðlar hefðu komist á snoð- ir um málið. Það hefði getað eyðilagt fyrir rannsókninni og var því ákveðið að handtaka mennina nú. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti Norðmenn til þess að dæma ekki stóra hópa fólks vegna handatakanna. „Það eru ein- staklingar sem eru ábyrgir fyrir þessum glæp- um. Það er alltaf slæmt að dæma heilan hóp af fólki vegna gjörða einstaklinga.“ Í yfirlýsingu frá skrifstofu ráðherrans sem gefin var út seinna um daginn var lögð áhersla á það að málið væri enn til rannsóknar og ekki væri búið að kveða upp úr um sekt mannanna. magnusl@frettabladid.is, thorunn@frettabladid.is Þrír Óslóarbúar handteknir vegna hryðjuverkaáforma Tveir menn voru handteknir í Noregi og einn í Þýskalandi í gær grunaðir um skipulagningu hryðjuverka- árása. Taldir tengjast Al Kaída. Forsætisráðherra Noregs lagði áherslu á að dæma ekki hópa vegna málsins. BLAÐAMANNAFUNDUR Í GÆR Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og Knut Storberget, dómsmálaráð- herra, greina frá handtökum þremenninganna. NORDICPHOTOS/AFP Lenti með veikan farþega Farþegaþota, af gerðinni Airbus 333, á leið frá Amsterdam til Detroit í Bandaríkjunum þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil í gær. Um borð var veikur farþegi sem þurfti að komast undir læknishendur að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugstoða. SAMGÖNGUR FJÁRMÁL Andvirði gullforða þess sem geymdur er í Seðlabankan- um er orðinn yfir 10 milljarða króna virði í fyrsta sinn í sög- unni. Þetta kemur fram í efna- hagsreikningi Seðlabankans sem birtur er í hagtölum bankans. Gullforðinn stóð í nákvæmlega 10.113 milljónum króna í lok júní og hafði hækkað um 167 milljónir frá fyrra mánuði. Ástæðan fyrir hækkuninni er þær verðhækkan- ir sem verið hafa á heimsmark- aðsverði á gulli undanfarnar vikur og mánuði. Metgullforði Seðlabankans: 10 milljarða gullforði RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Kærðum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað um 126 prósent á liðnum tveim- ur árum. Um er að ræða tímabil- ið frá því fór að halla undan fæti í efnahagslífinu frá ársbyrjun 2008 til 2009. Þetta kemur fram í árs- skýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009. Kærð mál til efnahagsbrota- deildar á árinu 2007 voru 59, á árinu 2008 voru þau 90. Á árinu 2009 voru þau 133. Þá segir í skýrslunni að krafa um aðhald í ríkisfjármálum hafi valdið því að ekki var hægt að bregðast við þörfum deildarinn- ar. Afleiðing þessa er að mál hafa safnast upp í nokkrum mæli. Á árinu 2009 voru gefnar út fleiri ákærur en nokkurn tíma áður í sögu deildarinnar, eða 47. Verkefni efnahagsbrotadeildar leiða mörg hver af hruni banka- kerfisins með einum eða öðrum hætti. Má þar nefna stóraukinn fjölda alvarlegri skattsvikamála, brot gegn gjaldeyrishöftum sem leiddu af bankahruninu og mik- inn fjölda skilasvikamála vegna undanskots eigna við gjaldþrot. Hluti þessara mála, eins og þau sem snerta gjaldeyrishöftin, eru bein afleiðing af hruninu. - jss Metfjöldi útgefinna ákæra hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra: Málum fjölgaði um 126 prósent RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Efnahagsbrotadeild embættisins hefur ekki haft undan. Viltu að gamli söluturninn í Mæðragarðinum verði fluttur á Lækjatorg? Já 60% Nei 40% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú að hryðjuverk kunni að verða framin á Norðurlönd- um? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.