Fréttablaðið - 09.07.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 09.07.2010, Síða 8
8 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR www.myllan.is Búðu þig undir góðar stundir Kauptu beyglur frá Myllunni Spurðu um beyglur frá Myllunni í versluninni þinni Beyglurnar frá Myllunni eru bragðgóðar og henta við öll tækifæri. Eigðu þær alltaf í frystinum. Spurðu um beyglur í næstu búð. Taktu með þér poka til að eiga núna. Berðu beyglur á borð fyrir gesti eða smyrðu ljúffenga beyglu fyrir svanga krakka. Betri helming- urinn kann líka að meta volga beyglu beint í rúmið. Mundu eftir beyglunum frá Myllunni. Beyglurnar frá Myllunni eru til í þremur gerðum: Fínar beyglur, beyglur með kanil og rúsínum og beyglur með hörfræjum, sesam og birki. Hver annarri betri! Nú fæst 50% meira af beyglum á sama verði og áður. Gríptu með poka af bey glum í búðinni, í dag! Fylgstu með okkur á: AKUREYRI Nýr meirihluti bæjar- stjórnar Akureyrar nýtur aðstoð- ar fimm einstaklinga sem ekki tengjast meirihlutanum við ráðn- ingu nýs bæjarstjóra. Eftir síðustu sveitarstjórnar- kosningar náði L-listinn hreinum meirihluta og segir Oddur Helgi Halldórsson, fyrrverandi odd- viti flokksins og núverandi bæj- arfulltrúi, hópinn, sem kallaður er hulduherinn, vera leynihóp og hann tákni þverskurðinn af þjóð- félaginu. „L-listinn er mjög óvenjulegt framboð,“ segir Oddur. „Við vild- um fá bæjarstjóra sem er sam- nefnari fyrir alla bæjarbúa. Hulduherinn var valinn af Capa- cent, ekki okkur sjálfum.“ Leynihópurinn samanstendur af fimm manns úr bænum, hver þeirra er fulltrúi á sínu sviði: í Háskólanum, stjórnsýslunni, menningunni, frá atvinnurekend- um og verkamönnum. Spurður hvort nafnleynd hóps- ins sé ekki þversögn við opna og gegnsæja stjórnsýslu, segir Oddur það geta vel verið. „Ég leyfði þeim að ráða þessu sjálfum,“ segir hann. „Þetta er alfarið í þeirra höndum.“ Fimmmenningarnir tóku við- töl við alla 53 umsækjendur, gáfu þeim númer og létu bæjarráð vita hvort mælt væri með viðkomandi eður ei. Hversu mikinn þunga hópurinn hefur í ákvörðuninni er ekki ljóst. Ráðningin verður til- kynnt á næstu dögum. Fréttablaðið hafði samband við oddvita Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sem ekkert höfðu heyrt af málinu. sunna@frettabladid.is Fulltrúar íbúa taka viðtöl við bæjarstjóraefni Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar fékk Capacent til að velja fimm manns úr ólíkum áttum til að að- stoða við ráðningu bæjarstjóra Akureyrar. Alls sóttu 53 um starf bæjarstjóra Akureyrar. L-listinn fékk hreinan meirihluta eftir kosningarnar í vor og var eitt af stefnumálum flokksins að ráða faglegan bæjarstjóra. Ýmsir þekktir voru á meðal umsækjenda, þar á meðal Sigrún Elsa Smáradóttir fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, Gísli Tryggvason tals- maður neytenda, Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi, Ragnar Jörundsson fyrrverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ólafur Örn Ólafsson fyrrverandi bæjar- stjóri Grindavíkur, Dofri Hermannsson fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, Einar Vilhjálmsson viðskiptafræðingur og spjótkastari og Guðrún Frímanns- dóttir fréttamaður. 53 sóttu um bæjarstjórastöðu UMFERÐ Þrír létust í umferðarslys- um fyrstu fjóra mánuði ársins en fjórir á sama tíma í fyrra. Umtals- vert færri slösuðust alvarlega í umferðinni hér á landi á tímabilinu samanborið við í fyrra. Samkvæmt slysaskráningu Umferðarstofu urðu 39 alvarleg slys fyrstu fjóra mánuði ársins í ár og í þeim slösuð- ust 41. Á sama tímabili í fyrra urðu 50 alvarleg slys og 54 slösuðust en samkvæmt þessu fækkar alvarlega slösuðum um fjórðung. Ekki er mikill munur á fjölda lítið slasaðra fyrstu fjóra mánuði áranna 2010 og 2009 en þeim virð- ist fjölga um rétt rúmlega eitt pró- sent. Fjöldi lítið slasaðra á þessu tímabili ársins 2009 var 345 en nú í ár er fjöldinn 349. Slysaskráning Umferðarstofu byggist á skýrslum lögreglu sem fengnar eru úr gagnagrunni ríkis- lögreglustjóra. -sbt Færri alvarleg umferðarslys en í fyrra: Þrjú banaslys fyrstu fjóra mánuði ársinsHÖNNUN Niðurstaða hönnunar-samkeppni um byggingu nýs Landspítala og húsnæðis fyrir heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands verður kynnt í dag klukkan ellefu á Háskólatorgi. Fimm hönnunarteymi tóku þátt í samkeppni um frumhönnun nýja spítalans og skiluðu tillög- um sínum 10. júní sl. til Ríkis- kaupa. Undanfarinn mánuð hefur níu manna dómnefnd, auk óháðra ráðgjafa, farið yfir til- lögurnar. Samkeppnin tók annars vegar til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítala við Hringbraut í heild og hins vegar til útfærslu á 1. áfanga verkefnisins, frum- hönnunar 66 þúsund fermetra nýbyggingar spítalans og 10 þús- und fermetra byggingar fyrir heilbrigðissvið H.Í. -sbt Niðurstaða hönnunarkeppni: Nýr Landspítali kynntur í dag 1 Hver stóru bankanna þriggja stendur best að vígi að mati Bankasýslu ríkisins? 2 Í hvaða tveimur bæjarfélög- um hefur Gunnar I. Birgisson sótt um bæjarstjórastól? 3 Hver skoraði sigurmark Spánverja gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM á miðviku- dag? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 34 AKUREYRI Tilkynnt verður um ráðningu bæjarstjóra Akureyrarbæjar á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á VEGUM ÚTI Færri hafa slasast alvarlega fyrstu fjóra mánuði ársins en í fyrra. NOREGUR Talið er víst að kveikt hafi verið í athvarfi fyrir hælisleitendur í nágrenni við Ósló í Noregi aðfaranótt miðvikudags. Kveikt var í þremur byggingum á nánast sama tíma og íbúar í athvarfinu höfðu pakkað saman eigum sínum áður en eldurinn breiddist út. Alls 23 íbúar hafa verið handteknir og ákærðir fyrir aðild að málinu. Lögreglan vill senda þrjá þeirra úr landi samkvæmt Aften- posten. Flestir íbúanna eru íraskir kúrdar. Þeir höfðu kvartað mikið undan slæmum aðbúnaði á staðnum og hafði komið til orðaskipta á þriðju- dagskvöld sem enduðu með afskiptum lögreglu. Stjórnvöld í Noregi hafa neitað því að illa sé séð um fólkið og segja það fá húsaskjól og mat þrisvar á dag auk vasapeninga. Í athvarfinu býr fólk sem hefur verið end- anlega neitað um hæli í Noregi og bíður þess að verða sent úr landi. Það er hins vegar erf- itt þar sem fæst fólkið hefur skilríki og sumir neita að gefa upp persónuupplýsingar um sig. Lögreglan segist líta málið alvarlegum augum og það sé hælisleitendunum ekki til framdráttar. Í kjölfar eldsvoðans hefur verið skipaður sérstakur hópur sem á að fara yfir umsóknir allra sem í athvarfinu voru á nýjan leik. - þeb Talið að hælisleitendur sem neitað hefur verið um hæli hafi valdið eldsvoða: Lögreglan vill hælisleitendur úr landi FYLGST MEÐ ELDINUM Lögreglumenn fylgdust með eldinum snemma í gærmorgun, en það tók eldinn skamma stund að læsa sig í öll húsin. Það þykir benda til að eldfimur vökvi hafi verið notaður til að kveikja í. N O R D IC PH O TO S/ A FP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.