Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 16
16 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 N orðmönnum var illa brugðið í gær þegar sagt var frá því að þrír menn búsettir í Noregi, sem grunaðir eru um þátttöku í hryðjuverkasamtökunum Al Kaída, hefðu verið handteknir. Þeir eru grunaðir um að hafa unnið að skipulagningu sprengjutilræða í Noregi eða öðrum Evrópulöndum. Almenningur í Noregi gerði ekki ráð fyrir að hryðjuverkastarf- semi þrifist þar. Sú reyndist samt raunin. Norðmenn höfðu talið sig tiltölulega örugga, þrátt fyrir hótanir hryðjuverkasamtaka á undanförnum árum. Margir hafa nú sjálfsagt glatað þeirri öryggis- tilfinningu. Upp hefur komizt um hryðju- verkastarfsemi í þremur af okkar næstu nágrannalöndum, sem Íslendingar hafa mest samskipti við, þ.e. Noregi, Danmörku og Bretlandi. Þetta hlýtur að leiða hugann að því hversu lengi Ísland getur litið á sig sem eyland, varið fyrir hryðjuverkaógn. Magnus Ranstorp, einn fremsti sérfræðingur Norðurlanda í hryðjuverkastarfsemi, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hryðjuverkamennirnir hafi sennilega valið Noreg vegna þess að landið sé stórt og fámennt og þar hafi ekki verið hryðjuverkastarf- semi áður. Þeir hafi því talið sig komast hjá eftirliti. Raunin hafi orðið önnur, þar sem norska leyniþjónustan sé í góðu samstarfi við leyniþjónustur annarra landa. Ranstorp telur ekki útilokað að hryðjuverkamenn horfi til Íslands, þótt staðsetning landsins sé nokkur vörn. Leyniþjónusta norsku lögreglunnar stóð sig klárlega vel í því að koma upp um hryðjuverkamennina. En hvernig er íslenzka lögregl- an í stakk búin að fyrirbyggja hryðjuverkastarfsemi hér? Í síðasta opinbera hættumati greiningardeildar ríkislögreglu- stjóra kom fram að hryðjuverkaógn hér væri ekki talin meiri en á öðrum Norðurlöndum. Hvorki ætti að gera mikið úr slíkri ógn né hafna henni með öllu. Í hættumatinu sagði hins vegar líka að lög- reglan hér hefði ekki svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir til að safna upplýsingum um einstaklinga eða lögaðila, lægi ekki fyrir grunur um tiltekið afbrot. „Möguleikar lögreglunnar á Íslandi til þess að fyrirbyggja hryðjuverk eru því ekki þeir sömu og á hinum Norðurlöndunum. Þessu fylgir einnig að íslenska lögreglan hefur mun takmarkaðri upplýsingar um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk eða taka þátt í að fjármagna slíka starfsemi.“ Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur mælt með því að lög- reglan fái þær heimildir sem hún þarf til að fylgjast með hugsan- legri hryðjuverkastarfsemi og skipulögðum glæpum. Hins vegar liggur fyrir að þá sem helzt eru á móti slíkum heimildum lögreglu er að finna í þingliði núverandi ríkisstjórnarflokka. Ef við stöndum einn daginn frammi fyrir sama veruleika og Norð- menn, viljum við þá ekki að atburðarásin verði svipuð; að lögreglan nái hryðjuverkamönnunum áður en þeir ná að fremja ódæðisverk? Eða viljum við að Ísland verði veikasti hlekkurinn í keðju hryðju- verkavarna vestrænna ríkja, sem hryðjuverkamenn sjá hugsanlega tækifæri til að nýta sér – hugsanlega til að skipuleggja árásir á önnur lönd? HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Í mínum huga hefur orðið þjófur verið end-urskilgreint. Nú einskorða ég skilgrein- inguna ekki lengur við hegningarlögin sem okkar mistæka Alþingi hefur samþykkt heldur set orðið í víðara samhengi. Jón Hreggviðsson var ekki eiginlegur þjófur í mínum huga þótt hann nældi sér í snæri og margir þeirra sem breska heimsveldið lét flytja til Ástralíu á sínum tíma voru það ekki heldur. Jón og áströlsku sakamennirn- ir voru miklu frekar fórnarlömb þjófa, rétt eins og alþýða þessa lands er nú. Það felur nefnilega í sér þjófnað að búa til samfélag sem hlunnfer suma þegna sína. Samfélag sem misskiptir auði sínum svo gróflega að sumir neyðast til að stela sér til lífsviðurværis er samfélag ranglætis sem ekki verður réttlætt og gerir alla að þjófum áður en yfir lýkur. Ekkert réttlætir að fáir sölsi undir sig svo mikinn auð að þúsundir ef ekki milljónir annarra lepji dauðann úr skel. Þeir sem það gera eru þjófar enda kemur alltaf í ljós að auðurinn var illa fenginn, að hann var í rauninni ólíðandi upptaka á eigum og lífsorku annarra. Sagan sýnir okkur að slík þróun endar á einn veg því allir telja sig innst inni eiga rétt á mannsæmandi lífi. Vissulega á snjallt fólk sem skapar öðrum lífsviðurværi að njóta þess, en ef því hefur líka verið gefin viska veit það að umbunin felst ekki bara í veraldlegum auði. Mannkyn- inu óx ekki fiskur um hrygg af því fáir kúg- uðu auðinn út úr þegnunum. Umbunin felst í samfélagi þar sem allir njóta sín og síns auðs á sanngjörnum forsendum. En vei hinni föllnu borg; nú horfir maður á eigur nágrannans og hugsar sitt. Þjófur -s, -ar KK Samfél- agsmál Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur Ekkert réttlætir að fáir sölsi undir sig svo mikinn auð að þúsundir ef ekki milljónir ann- arra lepji dauðann úr skel. Þeir sem það gera eru þjófar enda kemur alltaf í ljós að auðurinn var illa fenginn ... Vilja frekar evruna Viðskiptablaðið greinir frá því að átta af tíu stærstu útgerðarfyrirtækj- um landsins séu farin að gera upp ársreikninga sína í erlendri mynt. Þar af gera sex af tíu stærstu fyrirtækjun- um upp í evrum. Í samtali við Pressuna, segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, að það geti verið betra fyrir útgerðarmenn að gera upp í erlendri mynt. Sveiflur á gengi geti haft áhrif á skuldir fyrir- tækjanna. Hagsmunir fjöldans Sveiflur á gengi hafa ekki bara áhrif á skuldir fyrirtækja, heldur líka skuldir heimila. Þau geta aftur á móti ekki notað evrur eins og útgerðarmenn, nema Ísland gangi í ESB. Á það vill Friðrik ekki heyra minnst. „Við höfum nákvæmlega ekkert að gera þangað inn. Það kemur ekki til álita að gefa eftir forræði á auðlindum landsins.“ Þar á Friðrik væntanlega við handhafa kvótans, en þeir eru samkvæmt nýjustu tölum 166 talsins. Hæfir menn Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að skipa Óttarr Proppé og Stefán Einar Stefánsson í samstarfsnefnd Reykjavík- urprófastsdæma til loka kjörtímabils- ins. Báðir hafa pælt sitthvað í kristnum fræðum og lagt út af þeim. Stefán Einar hefur lokið embættis-prófi í guðfræði. Óttarr Proppé söng hins vegar lagið Trúboða-sleikjari með hljómsveitinni HAM. Mynd- bandið þótti svo gróft að þáver- andi dagskrárstjóri sjónvarps (Hrafn Gunnlaugsson af öllum mönnum) bannaði sýningar þess. bergsteinn@frettabladid.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Norðmenn vakna upp við vondan draum um hryðjuverkastarfsemi. Hvað gera Íslendingar? Veiki hlekkurinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.