Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 9. júlí 2010 17 Næsta orkubylting á Íslandi gæti hafist í fyrramálið. Hún hefur legið í loftinu um hríð en tafist vegna þess að flókið niður- greiðslukerfi rafmagns til húshit- unar hefur haft letjandi áhrif. Yfir einn milljarður fer úr ríkissjóði árlega í þessa latningu. Á þessu áttaði ég mig endanlega þegar við fórum með námskeiðin Orkubónd- ann um landið sl. vetur. Hér er um að ræða notkun varmadæla á stöðum þar sem ekki er nægur jarðhiti til beinnar hús- hitunar. Varmadælur eru athyglis- verð tækni og aldagömul; það var sjálfur Kelvin lávarður sem fann þær upp á sínum tíma. Þær virka svipað og öfugur ísskápur; sækja varma í stóra varmalind, sem ekki þarf að vera mjög heit – getur til dæmis í Vest- mannaeyjum og Ísafirði verið Atlantshafssjórinn. Varmadæl- an flytur þennan varma inn í t.d. híbýli sem þarf að hita og skilar honum á töluvert hærra hitastigi. Til þess að gera þetta kleift þarf dælan rafmagnsafl ekki ósvipað og ísskápur. Á Íslandi eru í dag rafskauta- katlar á stöðum þar sem fjar- varmaveita er hituð með raf- magni. Uppsett afl þeirra er um 50MW. Annað eins afl er uppsett í olíu- kötlum með tilheyrandi mengun og útblæstri. Með hugmyndinni um næstu orkubyltingu á Íslandi yrði vinna hafin við að setja upp varmadælur á einum af tólf stöðum á landinu. Þrír þeirra hafa ekki fjarvarma- veitu og þar mætti hefja undir- búning slíks mannvirkis. Varmadælurnar kalla á borun, oftast grunna borun sem hentaði borfyrirtækjum sem nú eru án verkefna og í miklum rekstrarerf- iðleikum. Varmadælurnar mætti kaupa með sérstökum útboðum, og nýta mikla verkfræðiþekkingu aðila eins og ÍSOR og íslensku verkfræðistofanna til þess að útfæra það. Varmaveitukerfi eru íslensk sérgrein; átak í þeim væri til þess fallið að hvetja vinnu um allt land, sem snerta myndi margar iðn- greinar og vinnandi hendur. Varmadæluveitur kosta kannski um 100 kr. á hvert watt uppkomn- ar, þar af eru varmadælurnar kannski um helmingur. Það þýddi t.d. að varmadælukerfi á Patreks- firði gæti kostað um einn milljarð króna og tækin fyrir Vík í Mýrdal þriðjung af því. Ávinningurinn yrði í raun að raforka sparaðist og það í tugum megawatta. Varmadælubylting- in gæti orðið að stærðargráðu sem jafna mætti við nýja virkjun! Ef enn lengra yrði gengið mætti koma til móts við mikla mengun samfara varaaflstöðvum í kötlum sem brenna olíu. Nú í kreppubotni er lag til þess að hugsa aftur stórt á Íslandi. Sam- nýtum jarðhita og raforku til þess að nýta jarðvarmann okkar enn betur og reisa í raun nýja virkjun – hina sönnu sparnaðarvirkjun! Icelandair, sem lagði um fimmt-ung, eða 125 milljónir króna, til markaðsátaksins Inspired by Ice- land, telur þeim fjármunum hafa verið vel varið í ljósi reynslu und- anfarinna mánaða. Icelandair telur að kynningarátak fyrir Ísland hafi vegna stöðunnar í apríl/maí í vor verið nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir hrun í ferðaþjónustunni, og að staðan nú sýni að nokkuð vel hafi til tekist. Rifja verður upp að áður en eld- gosið í Eyjafjallajökli olli mestu truflunum í flugsamgöngum í heimssögunni var staða flugbók- ana til Íslands mjög góð og stefndi í metfjölda ferðamanna til lands- ins. Við gosið hættu ferðamenn að bóka Íslandsferðir og útlitið breytt- ist til hins verra. Tap þjóðarbúsins af þeim sökum stefndi í að nema tugum milljarða króna. Í þeirri stöðu var óverjandi, bæði fyrir fyr- irtæki í ferðaþjónustu og hið opin- bera, að aðhafast ekkert. Nauðsyn- legt var að koma þeim skilaboðum til umheimsins að óhætt væri að koma til Íslands og að eldgosið ógn- aði ekki öryggi ferðamanna hér á landi. Valið stóð um að allir helstu hags- munaaðilar færu hver sína leið eða þeir sameinuðust um skilaboð og að ná sem bestri nýtingu fjármuna. Iðnaðarráðuneytið hvatti eindreg- ið til þess að reynt yrði að ná sam- stöðu í greininni og Icelandair lét ekki sitt eftir liggja. Kallaðir voru til fjölmargir innlendir og erlend- ir ráðgjafar auk þess sem nýtt var sú sérfræðiþekking sem er innan fyrirtækjanna í ferðaþjónustunni til þess að ná sem bestum árangri – velja m.a. fjölmiðla og aðrar dreifi- leiðir með hliðsjón af markhóp- um. Af eðlilegum ástæðum hefur aðeins lítill hluti þessa kynning- arefnis komið fyrir sjónir Íslend- inga, en landsmenn tóku myndar- legan þátt í átakinu þann 3. júní sl. með sendingum til vina og vanda- manna erlendis. Fram hefur komið að ferðamönn- um til landsins fækkaði verulega í apríl og maí, en í júní hefur orðið umtalsverð breyting til batnaðar og fjöldinn er sambærilegur við það sem var á síðasta ári skv. tölum Ferðamálastofu. Það verður að telj- ast góður árangur miðað við það sem stefndi í á tímabili, þó það sé undir því sem vonast var til fyrir gosið. Gera má ráð fyrir að ferða- menn verði eitthvað færri í júlí og ágúst en á síðasta ári, en miðað við stöðuna núna og reynslu Icelandair af kynningarherferðum má búast við góðu hausti í ferðaþjónustunni. Við höfum m.a. bætt við flugáætl- un okkar í október með hliðsjón af þróun mála og erum á árinu að auka flug okkar um 13% frá síðasta ári. Reynsla okkar sýnir ennfremur að stórar kynningarherferðir hafa áhrif í nokkra mánuði eftir að þeim lýkur og til lengri tíma styrkir her- ferðin ferðaþjónustuna án efa mjög mikið. Icelandair myndi styðja það að fylgja verkefninu eftir á haust- dögum til að efla ferðamanna- strauminn yfir vetrartímann. Það er í besta falli flókið og í versta falli alveg ómögulegt að leggja nákvæmt mat á árangur af kynningarherferð sem þessari, en ég hygg að þær 700 milljónir sem lagðar voru í verkið skili sér marg- falt til baka, bæði til einstakra fyr- irtækja sem lögðu í það fé og til þjóðarbúsins í heild. Nauðsynlegt átak Sparnaðarvirkjun Ferðaþjónusta Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair Orkumál Þorsteinn I. Sigfússon prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Í þeirri stöðu var óverjandi, bæði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og hið opin- bera, að aðhafast ekkert. Bolungarvík 0,8 MW Suðureyri 0,4 MW Flateyri 0,4 MW Patreksfjörður 2 MW Tálknafjörður 0,6 MW* Ísafjörður 3 MW Vestmannaeyjar 6,5 MW Vík 0,6 MW* Hornafjörður 3 MW Reyðarfjörður 1,2 MW Neskaupsstaður 2,5 MW Seyðisfjörður 1,5 MW Vopnafjörður 1,5 MW* Aflið sýnir lágmarksafl. Heildarafl rafskautakatla á Íslandi í dag er um 50 MW og anna eins er uppsett í olíukyntum kötlum sem varaafl. * Þeir staðir sem ekki hafa fjarvarmaveitukerfi Áætlun um hitaveitukerfi knúið varadælum á Íslandi REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 mánud.–föstud. 10–18 Laugard. 10–16 COLEMAN-ferðagasgrill Verð 49.900 kr. ellingsen.is CAMPINGAZ-kælibox Verð 16.100 kr. PRIMUS-pottasett Verð 3.800 kr. SONCA-tjaldljós Verð 10.691 kr. COLEMAN-stóll m/örmum Verð 8.990 kr. Vaknaðu við fuglasöng Sótthreinsandi virkni sem drepur 99.9% af bakteríum og vírusum meðal annars svínaflensu H1N1 vírusinn. Tea Tree ilmur nýtt REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK AKUREYRI REYKJAVÍK VORTILBOÐ FULLT VERÐ 12.995 9.995 Tea Tree hylki fylgir frítt með!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.