Fréttablaðið - 09.07.2010, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 9. júlí 2010 17
Næsta orkubylting á Íslandi gæti hafist í fyrramálið. Hún
hefur legið í loftinu um hríð en
tafist vegna þess að flókið niður-
greiðslukerfi rafmagns til húshit-
unar hefur haft letjandi áhrif. Yfir
einn milljarður fer úr ríkissjóði
árlega í þessa latningu. Á þessu
áttaði ég mig endanlega þegar við
fórum með námskeiðin Orkubónd-
ann um landið sl. vetur.
Hér er um að ræða notkun
varmadæla á stöðum þar sem ekki
er nægur jarðhiti til beinnar hús-
hitunar. Varmadælur eru athyglis-
verð tækni og aldagömul; það var
sjálfur Kelvin lávarður sem fann
þær upp á sínum tíma.
Þær virka svipað og öfugur
ísskápur; sækja varma í stóra
varmalind, sem ekki þarf að vera
mjög heit – getur til dæmis í Vest-
mannaeyjum og Ísafirði verið
Atlantshafssjórinn. Varmadæl-
an flytur þennan varma inn í t.d.
híbýli sem þarf að hita og skilar
honum á töluvert hærra hitastigi.
Til þess að gera þetta kleift þarf
dælan rafmagnsafl ekki ósvipað
og ísskápur.
Á Íslandi eru í dag rafskauta-
katlar á stöðum þar sem fjar-
varmaveita er hituð með raf-
magni. Uppsett afl þeirra er um
50MW.
Annað eins afl er uppsett í olíu-
kötlum með tilheyrandi mengun
og útblæstri.
Með hugmyndinni um næstu
orkubyltingu á Íslandi yrði vinna
hafin við að setja upp varmadælur
á einum af tólf stöðum á landinu.
Þrír þeirra hafa ekki fjarvarma-
veitu og þar mætti hefja undir-
búning slíks mannvirkis.
Varmadælurnar kalla á borun,
oftast grunna borun sem hentaði
borfyrirtækjum sem nú eru án
verkefna og í miklum rekstrarerf-
iðleikum. Varmadælurnar mætti
kaupa með sérstökum útboðum,
og nýta mikla verkfræðiþekkingu
aðila eins og ÍSOR og íslensku
verkfræðistofanna til þess að
útfæra það.
Varmaveitukerfi eru íslensk
sérgrein; átak í þeim væri til þess
fallið að hvetja vinnu um allt land,
sem snerta myndi margar iðn-
greinar og vinnandi hendur.
Varmadæluveitur kosta kannski
um 100 kr. á hvert watt uppkomn-
ar, þar af eru varmadælurnar
kannski um helmingur. Það þýddi
t.d. að varmadælukerfi á Patreks-
firði gæti kostað um einn milljarð
króna og tækin fyrir Vík í Mýrdal
þriðjung af því.
Ávinningurinn yrði í raun að
raforka sparaðist og það í tugum
megawatta. Varmadælubylting-
in gæti orðið að stærðargráðu
sem jafna mætti við nýja virkjun!
Ef enn lengra yrði gengið mætti
koma til móts við mikla mengun
samfara varaaflstöðvum í kötlum
sem brenna olíu.
Nú í kreppubotni er lag til þess
að hugsa aftur stórt á Íslandi. Sam-
nýtum jarðhita og raforku til þess
að nýta jarðvarmann okkar enn
betur og reisa í raun nýja virkjun
– hina sönnu sparnaðarvirkjun!
Icelandair, sem lagði um fimmt-ung, eða 125 milljónir króna, til
markaðsátaksins Inspired by Ice-
land, telur þeim fjármunum hafa
verið vel varið í ljósi reynslu und-
anfarinna mánaða. Icelandair telur
að kynningarátak fyrir Ísland hafi
vegna stöðunnar í apríl/maí í vor
verið nauðsynlegt til þess að koma
í veg fyrir hrun í ferðaþjónustunni,
og að staðan nú sýni að nokkuð vel
hafi til tekist.
Rifja verður upp að áður en eld-
gosið í Eyjafjallajökli olli mestu
truflunum í flugsamgöngum í
heimssögunni var staða flugbók-
ana til Íslands mjög góð og stefndi
í metfjölda ferðamanna til lands-
ins. Við gosið hættu ferðamenn að
bóka Íslandsferðir og útlitið breytt-
ist til hins verra. Tap þjóðarbúsins
af þeim sökum stefndi í að nema
tugum milljarða króna. Í þeirri
stöðu var óverjandi, bæði fyrir fyr-
irtæki í ferðaþjónustu og hið opin-
bera, að aðhafast ekkert. Nauðsyn-
legt var að koma þeim skilaboðum
til umheimsins að óhætt væri að
koma til Íslands og að eldgosið ógn-
aði ekki öryggi ferðamanna hér á
landi.
Valið stóð um að allir helstu hags-
munaaðilar færu hver sína leið eða
þeir sameinuðust um skilaboð og
að ná sem bestri nýtingu fjármuna.
Iðnaðarráðuneytið hvatti eindreg-
ið til þess að reynt yrði að ná sam-
stöðu í greininni og Icelandair lét
ekki sitt eftir liggja. Kallaðir voru
til fjölmargir innlendir og erlend-
ir ráðgjafar auk þess sem nýtt var
sú sérfræðiþekking sem er innan
fyrirtækjanna í ferðaþjónustunni
til þess að ná sem bestum árangri –
velja m.a. fjölmiðla og aðrar dreifi-
leiðir með hliðsjón af markhóp-
um. Af eðlilegum ástæðum hefur
aðeins lítill hluti þessa kynning-
arefnis komið fyrir sjónir Íslend-
inga, en landsmenn tóku myndar-
legan þátt í átakinu þann 3. júní sl.
með sendingum til vina og vanda-
manna erlendis.
Fram hefur komið að ferðamönn-
um til landsins fækkaði verulega í
apríl og maí, en í júní hefur orðið
umtalsverð breyting til batnaðar
og fjöldinn er sambærilegur við
það sem var á síðasta ári skv. tölum
Ferðamálastofu. Það verður að telj-
ast góður árangur miðað við það
sem stefndi í á tímabili, þó það sé
undir því sem vonast var til fyrir
gosið. Gera má ráð fyrir að ferða-
menn verði eitthvað færri í júlí og
ágúst en á síðasta ári, en miðað við
stöðuna núna og reynslu Icelandair
af kynningarherferðum má búast
við góðu hausti í ferðaþjónustunni.
Við höfum m.a. bætt við flugáætl-
un okkar í október með hliðsjón af
þróun mála og erum á árinu að auka
flug okkar um 13% frá síðasta ári.
Reynsla okkar sýnir ennfremur
að stórar kynningarherferðir hafa
áhrif í nokkra mánuði eftir að þeim
lýkur og til lengri tíma styrkir her-
ferðin ferðaþjónustuna án efa mjög
mikið. Icelandair myndi styðja það
að fylgja verkefninu eftir á haust-
dögum til að efla ferðamanna-
strauminn yfir vetrartímann.
Það er í besta falli flókið og í
versta falli alveg ómögulegt að
leggja nákvæmt mat á árangur af
kynningarherferð sem þessari, en
ég hygg að þær 700 milljónir sem
lagðar voru í verkið skili sér marg-
falt til baka, bæði til einstakra fyr-
irtækja sem lögðu í það fé og til
þjóðarbúsins í heild.
Nauðsynlegt átak
Sparnaðarvirkjun
Ferðaþjónusta
Birkir Hólm
Guðnason
framkvæmdastjóri
Icelandair
Orkumál
Þorsteinn I.
Sigfússon
prófessor og forstjóri
Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands
Í þeirri stöðu var óverjandi, bæði fyrir
fyrirtæki í ferðaþjónustu og hið opin-
bera, að aðhafast ekkert.
Bolungarvík 0,8 MW
Suðureyri 0,4 MW
Flateyri 0,4 MW
Patreksfjörður 2 MW
Tálknafjörður 0,6 MW*
Ísafjörður 3 MW
Vestmannaeyjar 6,5 MW Vík 0,6 MW*
Hornafjörður 3 MW
Reyðarfjörður 1,2 MW
Neskaupsstaður 2,5 MW
Seyðisfjörður 1,5 MW
Vopnafjörður 1,5 MW*
Aflið sýnir lágmarksafl. Heildarafl rafskautakatla á Íslandi í dag er um 50 MW og
anna eins er uppsett í olíukyntum kötlum sem varaafl.
* Þeir staðir sem ekki hafa fjarvarmaveitukerfi
Áætlun um hitaveitukerfi knúið varadælum á Íslandi
REYKJAVÍK
Fiskislóð 1 Sími 580 8500
mánud.–föstud. 10–18 Laugard. 10–16
COLEMAN-ferðagasgrill
Verð 49.900 kr.
ellingsen.is
CAMPINGAZ-kælibox
Verð 16.100 kr.
PRIMUS-pottasett
Verð 3.800 kr.
SONCA-tjaldljós
Verð 10.691 kr.
COLEMAN-stóll m/örmum
Verð 8.990 kr.
Vaknaðu við fuglasöng
Sótthreinsandi virkni sem
drepur 99.9% af bakteríum
og vírusum meðal annars
svínaflensu H1N1 vírusinn.
Tea Tree ilmur
nýtt
REYKJANESBÆ SELFOSSI
HÚSAVÍK AKUREYRI REYKJAVÍK
VORTILBOÐ
FULLT VERÐ 12.995
9.995
Tea Tree
hylki fylgir
frítt með!