Fréttablaðið - 09.07.2010, Side 21

Fréttablaðið - 09.07.2010, Side 21
FÖSTUDAGUR 9. júlí 2010 3 GARÐAR Hljómskálagarðurinn, Skrúð- garðurinn í Laugardal, Hallar- garðurinn, Fógetagarðurinn, allir skarta þeir sínu fegursta um þess- ar mundir. Austurvöllur og Mikla- tún þjóna líka vel sem almenn- ingsgarðar. Í gömlum hverfum eru smærri garðar og má benda á tvo slíka í Smáíbúðahverfinu, við Grundargerði og Hólmgarð. En af hverju eigum við engan virki- lega flúraðan garð eins og við sjáum erlendis? Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri borgarinnar, var spurður að því. „Við Íslendingar eigum svo stutta garðamenningu. Þessir erlendu hallargarðar sem þú ert að vitna í voru gerðir fyrir tvö til þrjú hundruð árum og teljast orðnir menningarminjar. Þeir þurfa gríðarlegt viðhald sem hlýt- ur að vera kostnaðarsamt. Það má segja að Alþingisgarðurinn sé sá sem kemst næst því hér á landi að falla í þennan flokk. En við gerum bara garða okkar tíma og höfum lagt heilmikið í svæði eins og kringum Ráðhúsið og viðbygg- ingu Alþingis þó þau séu ekki stór. Laugardalurinn er líka einn risa- garður með margs konar hlutverk og mikið viðhald. Við gætum alveg gert algeran skrautgarð, þá er það spurningin um fjármagn,“ svarar hann og bendir á að við búum í 120 þúsund manna borg og takmörk séu fyrir því sem hún getur stað- ið undir. En er hann ánægður með notkun almenningsgarðanna? „Notkun garðanna fer mikið eftir veðri og okkur vantar svolít- ið þessa menningu að fara þang- að með nestiskörfur. Það er helst á Austurvelli sem eitthvað er dvalið. En fólk fer líka í garða til að leita kyrrðar og þeir þurfa að geta sinnt því hlutverki ásamt öðrum. Sumir þeirra þola samt alveg meiri notk- un,“ segir Þórólfur sem aðspurður segir fólk almennt ganga vel um gróðurinn en mætti vera duglegra að nota ruslaföturnar. gun@frettabladid.is Blómabeð borgarinnar Þó að við Íslendingar eigum ekki garða með íburðarmiklum blómabeðum í rokókóstíl og formuðum runnum sem eru klipptir daglega þá býður Reykjavíkurborg almenningi víða að njóta gróðursældar. „Við Íslendingar eigum stutta garðamenningu,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Reykjavík býr yfir Hallargarði þótt enginn sé kóngurinn. Í Hljómskálagarðinum eru skrautleg beð meðfram stígum og flötum. Þessar ungu stúlkur njóta greinilega sældarlífs í Skrúðgarðinum í Laugardal. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GARÐDVERGAR eru alltaf til prýði og eiginlega alveg ómissandi í garðinn. Einn er alveg nóg en þeir sem vilja fara með þetta alla leið geta náttúrulega haft þá sjö. SMÁVÉLAVIÐGERÐIR & UTANBORÐSMÓTORAR Opið: Má. - Fö. 12 - 18 Lau. 11 - 15 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is Blómaker og eldstæði úr pottjárni, húsgögn úr graníti, marmara ofl. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Laugardaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.