Fréttablaðið - 09.07.2010, Síða 28
6 föstudagur 9. júlí
Snærós Sindradóttir
vakti fyrst opinbera
athygli þegar hún var sjö
ára. Reyndar hefur hún
reglulega vakið athygli
síðan hún fæddist og
kippir þannig í kynið.
Sjálf fetar hún slóð-
ann að pólitíkinni, sem
formaður Ungra vinstri
grænna á höfuðborgar-
svæðinu.
Viðtal:
Júlía Margrét Alexandersdóttir
Ljósmyndir:
Arnþór Birkisson
S
é flett í gegnum gagna-
grunn dagblaða er nafn
Snærósar Sindradótt-
ur fljótt að koma upp.
Þegar hún er 11 ára gömul birtist
eftir hana ljóð í Lesbók Morgun-
blaðsins og þrisvar sigrar Snær-
ós ljóðasamkeppnir. Ljóðabókin
Lumbrað á ljóðum kom út þegar
Snærós var sjö ára og var ætluð
nánustu fjölskyldu. „Pabbi minn,
Sindri Freysson, sem sjálfur er
rithöfundur, dreif mig áfram í að
koma ljóðabókinni út og hann
hefur alltaf verið stoltur af skrif-
um mínum. Það stoltur að einu
sinni þegar ég var 14 ára vaknaði
ég upp um miðja nótt við að pabbi
var að lesa ljóðin mín upp fyrir
gesti inni í stofu,“ segir Snærós og
hlær. Snærós sendi stundum inn
lesendabréf sem barn, eitt þegar-
hún var 12 ára og í því kvartar hún
yfir niðurskurði í heilbrigðiskerf-
inu og kvikmyndinni Opinberun
Hannesar. „Ef það þurfti einhver
að tala, alveg frá því að ég man
eftir mér, hvort sem var í leikskól-
anum, skólanum eða heima, hafði
ég mig í frammi. Og varð jafnvel
fúl ef einhver annar var valinn til
að tala! Ég varð líka fljótt óvenju
ábyrg, kannski verandi skilnaðar-
barn, og pínulítil var ég farin að
segja fólki til syndanna. Eitt sinn
var ég boðuð á Bessastaði, 11 ára,
vegna verðlaunaafhendingar og
þá meira að segja fann ég mig
knúna til að segja Ólafi Ragnari
að hann ætti ekki að skrifa undir
Kárahnjúkalögin.“
TVÖ HEIMILI
Snærós tilheyrir nýrri kynslóð.
Hún er eitt þeirra barna sem próf-
aði, sem skilnaðarbarn, að alast
upp jöfnum höndum hjá móður
og föður. Var tvær vikur í senn
á heimili sínu hjá móður og svo
tvær vikur í senn hjá föður. Snæ-
rós lætur vel af þessu fyrirkomu-
lagi, enda hafi hún aldrei þekkt
neitt annað. Móðir hennar er
Helga Vala Helgadóttir, leikkona,
meistaranemi í lögum og mikil
Samfylkingarkona. Þegar móðir
og stjúpfaðir Snærósar fluttu til
Bolungarvíkur þar sem stjúp-
faðirinn, Grímur Atlason, gegndi
stöðu bæjarstjóra Bolungarvík-
ur, bjó Snærós hjá föður sínum,
Sindra Freyssyni, rithöfundi og
fyrrum blaðamanni, og stjúpmóð-
ur, Gerðu Fiðriksdóttur hjúkrunar-
fræðingi. „Ég fór auðvitað oft vest-
ur og var eitt sumar á Ísafirði að
vinna við hellulagnir. Í dag bý ég
aðallega hjá mömmu, enda verður
þetta fiftí-fiftí kerfi flóknara fyrir
mann þegar maður eldist.“
ÓSAMMÁLA MÖMMU
Snærós er barnabarn einna ást-
sælustu leikara landsins, Helga
Skúlasonar heitins og Helgu Bach-
mann. Snærós sjálf segist lengi vel
hafa ætlað í Leiklistarskólann en
í dag sé það ekki í kortunum. Hún
gæti þó kannski hugsað sér að
sameina skriftir og leik með leik-
ritaskrifum. „Mitt helsta vandamál
hefur verið að mig langar alltaf að
gera svo margt. Nú er ég heilluð
af pólitíkinni sem hefur átt hug
minn síðustu tvö árin og ég hef
endalausa orku og þolinmæði í
að vinna í henni.“ Snærós tók
við sem formaður Ungra vinstri
grænna á höfuðborgarsvæðinu
fyrir ári. „Þá var ég búin að vera
í höfuðborgarstjórn Ungra vinstri
grænna árið á undan en ég hef
reyndar verið viðloðandi flokkinn
síðan árið 2003. Jú, mamma er í
Samfylkingunni en ég fylgi henni
ekki enda erum við ósammála um
margt, til að mynda Evrópumálin,
þótt ég telji mig ekki tilheyra þeim
hópi innan Vinstri grænna sem
eru harðastir í Evrópuandstöðu
sinni. En það er ekki alltaf auðvelt
að vera heima þegar við mamma
og Grímur byrjum að tala um póli-
tík,“ segir Snærós og kímir.
UPPNEFND BÚRTÍK!
Snærós vakti mikla athygli þegar
hún hélt ræðu á flokksráðsfundi
VG. Í ræðunni sagði hún meðal
annars að það væri „skammar-
legt að horfa upp á fullorðið fólk
rífast eins og hunda og ketti án
þess nokkurn tímann að útkljá
sín ágreiningsefni hvert við annað
persónulega.“ Fannst henni fólk í
flokknum ganga of harkalega fram
í deilum gagnvart öðrum flokksfé-
lögum. Ræðan var að hennar sögn
frá eigin brjósti. „Ég er búin að fá
mikil viðbrögð við þessari ræðu og
þá meira af góðum viðbrögðum en
vondum. Ég varð ekki hissa yfir
þeim slæmu viðbrögðum sem ég
fékk enda málið viðkvæmt. Ég hef
fengið að heyra að ég sé „búrtík“
og „dekurdýr Svavars-armsins“. Ég
gagnrýndi ekki skoðanir eins né
neins heldur fyrst og fremst að-
ferðafræði og hvernig við tölum
saman í flokknum. Mér finnst
ekki í lagi að kalla fólk sem maður
starfar með svikara. Gagnsæi, jú
takk, en mannorðsmorð, nei. Til
að þróun eigi sér stað þurfa and-
stæðar skoðanir að koma saman
og átök út frá þeim sem skila nið-
urstöðu. En skoðanaágreiningur
á ekki að þurfa að snúast upp í
persónulegt níð. Starf stjórnmála-
manna snýst um að vera gagn-
rýndur og geta tekið gagnrýni. Og
þeir sem pakka í vörn eiga ekki
heima í þessu starfi.“
MÓTLÆTI HERÐIR
Snærós er að eigin sögn ágæt-
lega í stakk búin fyrir uppnefn-
ingar. „Ég lenti í því í 10 og 11 ára
bekk að vera lögð í einelti og ég
hugsa að það hafi hert mig frekar
en hitt. Nei, þetta situr ekki mikið
í mér í dag, en var auðvitað erfitt á
sínum tíma. Ég held samt að þetta
hafi styrkt mig og er því líklega
ágætis undirbúningur fyrir þátt-
töku í stjórnmálum. Stjórnmála-
menn fá oft yfir sig alls konar skít-
kast og oftar en ekki þvælist útlit
þeirra inn í. Samfélagið virðist
til dæmis eiga erfitt með að taka
mark á fallegum konum. Sjálfri
finnst mér mikilvægt að jafnrétti
náist á forsendum kvenna, ekki
karla. Þannig vil ég að tekið sé
mark á konum sem eru kvenleg-
ar og kynþokkafullar því þær eru
líka klárar. Kvenfrelsi snýst um
að konur séu jafnar körlum, ekki
að þær séu eins og þeir. Sjálf set
ég ekki spurningarmerki við kyn
heldur persónu, og var fljót að
eignast mína fyrstu kærustu, svo
ég er kannski svolítið upptekin af
því að maður fái að vera eins og
maður er og vill vera.“
Í JÁRNUM Í SJÖ TÍMA
Snærós stundar nám í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð og seg-
ist gjarnan vera fimm skrefum á
undan sér. „Þegar ég var í Haga-
skóla gat ég ekki beðið eftir því að
komast í menntaskóla og núna er
mér farið að leiðast þófið þar og
langar í háskóla.“ Snærós hefur
munninn kirfilega staðsettan fyrir
neðan nefið. Því komst lögreglan
í Reykjavík að þegar Snærós var
handtekin í mótmælunum 20. jan-
úar 2009. Snærós var í haldi í tíu
klukkutíma, þar af eina sjö tíma
í járnum. „Það er ekki bara rétt-
ur fólks, heldur skylda, að mót-
mæla. Það var undarleg tilfinn-
ing að vera í lýðræðisríki, nýt-
andi þann rétt, og enda í járnum.
Mér finnst mikið til lögreglunnar
koma, en það er misjafn sauður í
hverri hjörð og mér fannst einn
lögregluþjónninn ganga fram af
of mikilli hörku. Þegar ég bað um
áheyrn annars lögregluþjóns út
af þeirri meðferð, var mér svar-
að að ég hefði verri munnsöfnuð
en verstu handrukkarar bæjarins.
Ég varð orðlaus, eitt augnablik, en
svaraði því svo að ég hefði líklega
betri orðaforða en handrukkar-
arnir svo fjölbreytni fúkyrðanna
væri meiri. Hins vegar tek ég fram
að ég kynntist þarna konum sem
voru mjög ákveðnar en sanngjarn-
ar. Það er synd að maður fær ekki
að vita hvað löggan heitir, því ég
hefði viljað þakka einni sem fylgdi
mér inn í yfirheyrslur.“
Mun hún ekki halda áfram
að láta í sér heyra? „Ég er í það
minnsta ekki hrædd við að tjá mig.
Mikilvægast er að fólk hafi kjark-
inn, maður þarf ekki að vera full-
kominn og það er ekkert að því.“
FIMM SKREFUM Á UNDAN
Snærós Sindradóttir, formaður Ungra vinstri grænna segist vel geta tekið á móti hvaða uppnefni sem er, enda hafi hún upplifað ýmislegt.