Fréttablaðið - 09.07.2010, Side 35
farið á fjöll ● fréttablaðið ●FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 7
GÓÐAR FRÉTTIR
FYRIR SUÐURNES
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 7 stöðum
á Suðurnesjum og 90 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing.
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt
á Vísi eða fengið sendan daglegan
tölvupóst með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Fjöldi lausasölustaða á Suðurnesjum
N1 þjónustustöð, Aðalstöðinni, Keflavík
10-11, Keflavík
N1 verslun, Keflavík
Olís, Básinn, Reykjanesbæ
10-11, Leifsstöð
Eymundsson, Leifsstöð
Bónus, Fitjum, Njarðvík
Reykjanesbær leggur mikla áherslu
á forvarnir og málefni fjölskyldna
í starfi sínu eins og sjá má í vali á
ýmsum verkefnum. Má þar nefna
umönnunargreiðslur, kynningu á
þjónustu sveitarfélagsins við barna-
fjölskyldur, gjaldfrjálsa fræðslu
til foreldra um parsambandið og
mikilvægi beggja foreldra í upp-
eldi og umönnun barna á námskeið-
inu Barnið komið heim og innleið-
ingu á uppeldisnámskeiðinu SOS!
Hjálp fyrir foreldra, sem stendur
öllum foreldrum tveggja ára barna
til boða einnig gjaldfrjálst.
Samkvæmt könnun Rannsókn-
ar og greiningar er þessi vinna að
skila góðum árangri en mikið hefur
dregið úr áhættuhegðun ungmenna.
Sem dæmi má nefna að daglegar
reykingar ungmenna í 10. bekk í
Reykjanesbæ hafa dregist verulega
saman og meira en hjá jafningjum
á höfuðborgarsvæðinu og í lands-
meðaltali. Alls 97 prósent unglinga
í Reykjanesbæ reykja ekki daglega,
93 prósent höfðu ekki orðið ölvuð
síðustu 30 daga fyrir könnun Rann-
sóknar og greiningar ehf. og að-
eins 3 prósent höfðu prófað ólög-
leg vímuefni eins og hass. Þetta er
mikil breyting frá því að hafa allt-
af mælst við eða yfir landsmeðal-
tali þegar kom að reykingum og
áfengisneyslu ungmenna.
Að sögn Heru Óskar Einarsdótt-
ur, verkefnastjóra forvarnamála,
er markmiðið að sjálfsögðu að ung-
mennin velji að vera vímuefnalaus,
hvort heldur um sé að ræða reyk-
ingar, áfengi eða önnur vímuefni.
„Að því vinnum við sameiginlega
meðal annars með aukinni sam-
veru foreldra og unglinga, styrk-
ingu foreldra í uppeldishlutverki
sínu, stuðningi við eftirlitshlutverk
foreldra og eflingu íþrótta- og tóm-
stundastarfs.“
Forvarnir skila árangri
Forvarnastarf í Reykjanesbæ hefur dregið úr áhættuhegðun ungmenna. Krakkarnir á
myndinni tengjast ekki umfjöllunarefni greinar. MYND/ODDGEIR KARLSSON
Hera Ósk segir markmiðið vera að ung-
mennin kjósi sjálf að vera vímuefnalaus.
Börn á grunnskólaaldri sækja í auknum mæli í sund í Reykjanesbæ eftir að frítt varð í
sund. FRÉTTABLAÐIÐ/OZZO
Mikil aukning hefur orðið á að-
sókn grunnskólabarna í sund í
Reykjanesbæ í framhaldi af því að
gefið var frítt í sund árið 2006.
Markmiðið með þeirri ákvörð-
un var að auka hreyfingu barna
og auka samverustundir fjöl-
skyldunnar en nýlegar rannsókn-
ir höfðu sýnt að grunnskólabörn á
Íslandi væru að þyngjast, meðal
annars vegna hreyfingarleysis.
Samkvæmt nýrri rannsókn Þór-
unnar Magnúsdóttur íþróttafræð-
ings hefur þessi aðgerð gefið góða
raun en mun fleiri börn sækja
sund en áður og á það við um full-
orðna líka en með því að gefa frítt
í sund hefur skapast meira svig-
rúm fyrir barnmargar fjölskyldur
til þess að gera sundferð að sam-
verustund fjölskyldunnar án þess
að greiða fyrir það háan aðgangs-
eyri.
Fjöldi barna í sundi jókst að
meðaltali um 10.175 heimsóknir á
ári 2006-2009 og aðsókn fullorð-
inna jókst að meðaltali um 8.777
heimsóknir á ári á sama tíma.
Hlutfall barna sem skoðuð voru á
þessum tíma og ekki æfðu íþróttir
var 45% og eru börn á aldrinum 8-
12 ára duglegust að mæta í sund.
Fylgst var með grunnskóla-
börnum í sundi á almenningstíma
og notast var við spurningalista
sem starfsfólk lagði fyrir börnin.
Kom í ljós að börnin voru mest að
leik í sundlauginni og eyddu meiri-
hluta tímans í meðalerfiða hreyf-
ingu. Eftir 14 ára aldurinn virðist
hins vegar draga mikið úr sund-
iðkun barna.
Ókeypis aðgangur
stuðlar að hreyfingu