Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2010, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 09.07.2010, Qupperneq 35
farið á fjöll ● fréttablaðið ●FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 7 GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR SUÐURNES Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 7 stöðum á Suðurnesjum og 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Fjöldi lausasölustaða á Suðurnesjum N1 þjónustustöð, Aðalstöðinni, Keflavík 10-11, Keflavík N1 verslun, Keflavík Olís, Básinn, Reykjanesbæ 10-11, Leifsstöð Eymundsson, Leifsstöð Bónus, Fitjum, Njarðvík Reykjanesbær leggur mikla áherslu á forvarnir og málefni fjölskyldna í starfi sínu eins og sjá má í vali á ýmsum verkefnum. Má þar nefna umönnunargreiðslur, kynningu á þjónustu sveitarfélagsins við barna- fjölskyldur, gjaldfrjálsa fræðslu til foreldra um parsambandið og mikilvægi beggja foreldra í upp- eldi og umönnun barna á námskeið- inu Barnið komið heim og innleið- ingu á uppeldisnámskeiðinu SOS! Hjálp fyrir foreldra, sem stendur öllum foreldrum tveggja ára barna til boða einnig gjaldfrjálst. Samkvæmt könnun Rannsókn- ar og greiningar er þessi vinna að skila góðum árangri en mikið hefur dregið úr áhættuhegðun ungmenna. Sem dæmi má nefna að daglegar reykingar ungmenna í 10. bekk í Reykjanesbæ hafa dregist verulega saman og meira en hjá jafningjum á höfuðborgarsvæðinu og í lands- meðaltali. Alls 97 prósent unglinga í Reykjanesbæ reykja ekki daglega, 93 prósent höfðu ekki orðið ölvuð síðustu 30 daga fyrir könnun Rann- sóknar og greiningar ehf. og að- eins 3 prósent höfðu prófað ólög- leg vímuefni eins og hass. Þetta er mikil breyting frá því að hafa allt- af mælst við eða yfir landsmeðal- tali þegar kom að reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Að sögn Heru Óskar Einarsdótt- ur, verkefnastjóra forvarnamála, er markmiðið að sjálfsögðu að ung- mennin velji að vera vímuefnalaus, hvort heldur um sé að ræða reyk- ingar, áfengi eða önnur vímuefni. „Að því vinnum við sameiginlega meðal annars með aukinni sam- veru foreldra og unglinga, styrk- ingu foreldra í uppeldishlutverki sínu, stuðningi við eftirlitshlutverk foreldra og eflingu íþrótta- og tóm- stundastarfs.“ Forvarnir skila árangri Forvarnastarf í Reykjanesbæ hefur dregið úr áhættuhegðun ungmenna. Krakkarnir á myndinni tengjast ekki umfjöllunarefni greinar. MYND/ODDGEIR KARLSSON Hera Ósk segir markmiðið vera að ung- mennin kjósi sjálf að vera vímuefnalaus. Börn á grunnskólaaldri sækja í auknum mæli í sund í Reykjanesbæ eftir að frítt varð í sund. FRÉTTABLAÐIÐ/OZZO Mikil aukning hefur orðið á að- sókn grunnskólabarna í sund í Reykjanesbæ í framhaldi af því að gefið var frítt í sund árið 2006. Markmiðið með þeirri ákvörð- un var að auka hreyfingu barna og auka samverustundir fjöl- skyldunnar en nýlegar rannsókn- ir höfðu sýnt að grunnskólabörn á Íslandi væru að þyngjast, meðal annars vegna hreyfingarleysis. Samkvæmt nýrri rannsókn Þór- unnar Magnúsdóttur íþróttafræð- ings hefur þessi aðgerð gefið góða raun en mun fleiri börn sækja sund en áður og á það við um full- orðna líka en með því að gefa frítt í sund hefur skapast meira svig- rúm fyrir barnmargar fjölskyldur til þess að gera sundferð að sam- verustund fjölskyldunnar án þess að greiða fyrir það háan aðgangs- eyri. Fjöldi barna í sundi jókst að meðaltali um 10.175 heimsóknir á ári 2006-2009 og aðsókn fullorð- inna jókst að meðaltali um 8.777 heimsóknir á ári á sama tíma. Hlutfall barna sem skoðuð voru á þessum tíma og ekki æfðu íþróttir var 45% og eru börn á aldrinum 8- 12 ára duglegust að mæta í sund. Fylgst var með grunnskóla- börnum í sundi á almenningstíma og notast var við spurningalista sem starfsfólk lagði fyrir börnin. Kom í ljós að börnin voru mest að leik í sundlauginni og eyddu meiri- hluta tímans í meðalerfiða hreyf- ingu. Eftir 14 ára aldurinn virðist hins vegar draga mikið úr sund- iðkun barna. Ókeypis aðgangur stuðlar að hreyfingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.