Fréttablaðið - 09.07.2010, Page 36
9. JÚLÍ 2010 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● reykjanesbær
● FLOTTIR KÖRFUBOLTAVELLIR
Körfuboltavellir hafa nú verið settir upp á
þremur stöðum í Reykjanesbæ: Við Holtaskóla
og hjá Akurskóla í Innri Njarðvík og við Njarð-
víkurskóla. Vellirnir eru lagðir yfirborðsefni
sem eru plasteiningar læstar saman á hliðun-
um. Plöturnar eru rifflaðar og opnar í gegn
þannig að vatn, sandur og óhreinindi leka
niður úr yfirborði. Efnið hefur verið í notkun
víða um heim og hefur reynst vel. Körfurn-
ar eru frá sama framleiðanda og eru þær af
vandaðri gerð en gengur og gerist á útikörfu-
boltavöllum.
Framkvæmdir eru nú hafnar við
hringtorg við Grænás sem teng-
ir byggðina á Ásbrú við Reykja-
nesbæ en vonir standa til þess hjá
Vegagerðinni að það muni hægja á
umferð á þessum hættulegu gatna-
mótum.
Íbúar á Ásbrú og bæjaryfir-
völd hafa barist fyrir úrbótum á
umferðaröryggi við þessi gatna-
mót frá árinu 2007, en þau urðu
sérlega varasöm eftir breytt hlut-
verk svæðisins á Ásbrú þar sem
áður var herlið en nú námsmenn
með fjölskyldur.
Mörg slys hafa orðið á þessum
gatnamótum enda má segja að
Reykjanesbrautin kljúfi byggðina
í sundur en þar er umferð mikil í
tengslum við utanlandsflug. Þetta
skapar slysahættu fyrir börn og
unglinga og aðra gangandi veg-
farendur sem sækja ýmsa þjón-
ustu svo sem íþróttir og tómstund-
ir fyrir neðan Reykjanesbraut.
Í upphaflegum áætlunum Vega-
gerðarinnar var gert ráð fyrir
undirgöngum fyrir gangandi veg-
farendur en þeim hefur nú verið
frestað fram á næsta ár.
Aukið öryggi
Vonast er til að hringtorg við Grænás
hægi á umferð og dragi úr slysahættu.
● NYTJAGARÐAR VINSÆLIR Nytjagarðar hafa notið mikilla vin-
sælda en íbúar í Reykjanesbæ eiga nú kost á því í fyrsta sinn að rækta sitt
grænmeti í almennum reit.
Búið er að setja upp nytjagarða í Gróf þar sem áður voru skólagarðar fyrir
börn og hafa þegar um 90 einstaklingar sett þar niður bæði kartöflur og
grænmeti en að auki geta íbúar á Ásbrú nýtt sér þennan möguleika. Gert
er ráð fyrir nytjagörðum í Njarðvíkum næsta sumar vegna mikillar eftir-
spurnar.
Ekkert gjald er tekið fyrir garðana í ár enda ekki
vitað hvernig jarðvegurinn er en á næsta ári er
gert ráð fyrir hóflegri gjaldtöku. Það má segja
að skapast hafi góð stemning hjá íbúum við
ræktunina og stefnt er að sameiginlegri upp-
skeruveislu að hausti í tengslum við Ljósanótt.
● EFNASKIPTI Sýningin
Efnaskipti er framlag Listasafns
Reykjanesbæjar til Listahátíð-
ar 2010 og samvinnuverkefni
safnsins og fimm myndlistar-
kvenna; Önnu Líndal, Guðrún-
ar Gunnarsdóttur, Hildar Bjarna-
dóttur, Hrafnhildar Arnardóttur
og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur.
Sýningin er sjálfstætt
áframhald verkefnis sem hófst
í safninu árið 2008, en þá voru
þrír listamenn fengnir til að
kanna hvort lífsmark væri með
einni elstu listgrein Íslendinga,
tréskurði. Í framhaldi af því var
ákveðið að láta reyna á þanþol
annarrar fornrar listgreinar,
textílsins. Sýningin stendur til
15. ágúst. Sjá reykjanesbaer.
is/listasafn. Veiðihornið • Síðumúla 8 • 568 8410 • veidihornid.is
Munið vinsælu gjafabréfin okkar
Bestu flugurnar
Já, þú færð allar bestu flugurnar hjá okkur á betra verði
Kannastu við þessar?
Fransis, Snælda, Blue Charm, Avatar, Collie Dog, Green Butt, Bismo, Flæðarmús, Hairy Mary, Peacock, Killer, Sunray Shadow, Kötturinn, Green Brahan,
Black & Blue, Skröggur, Rusty Rat, Randy Candy, Mýsla, Leonardo, María, Colburn Special, Black Ghost, Krókur, Black Labrador, Héraeyra, Skógá, Green Highlander,
Dýrbítur, Þingeyingur, Alder, Montana, Black Gnat, Dark Side of the Moon, Stardust, Alda, Dentist, Silver Sheep, Munroe Killer, Rocket, Alma Rún, Watson Fancy
Eða komdu við í Veiðihorninu Síðumúla 8 – Opið alla daga
Gerðu verð og gæðasamanburð. Fjölmargir veiðimenn hafa áttað sig á því að það margborgar sig.
Bleik og blá - 290 krónurFlæðarmús - 290 krónur Rektor - 290 krónur Black Ghost - 290 krónur Nobbler - 290 krónur
Watson Fancy - 220 krónurPeacock - 220 krónur Killer - 220 krónur Krókur - 280 krónur Alma Rún - 220 krónur
Black Sheep - 450 krónurSnælda - 450 krónur Fransis - 450 krónur Skógá - 450 krónur Tvívængja - 450 krónur
Black Brahan - 390 krónurStekkur Blá - 390 krónur Hairy Mary - 390 krónur Rusty Rat - 390 krónur Colburn Special - 390 krónur
Black Eyed Prawn - 450 krónurHKA Sunray (Bismo) - 450 krónur HKA Sunray (Bismo) - 450 krónur Green Brahan örkeila - 390 krónur Sunray Shadow - 390 krónur