Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 40
10 föstudagur 9. júlí ✽ smáatriði eru stór atriði tíska FYRIR VEISLUNA ESTHER ÝR ljósmyndari ÉG ER ALLTAF MEÐ IPODINN með mér hvert sem ég fer. FYRSTA ALVÖRU MYNDAVÉLIN sem ég eignaðist. Ljósmyndaáhuginn byrjaði um leið og ég fékk þessa vél. DAVID LACHAPELLE er einn af mínum uppáhalds ljósmynd- urum. Bókina var afmælisgjöf. ÉG ER MIKILL SAFN- ARI og safna ég þess- um fígúrum sem kallast Dunny. Þær fást ekki á Íslandi og því kaupi ég alltaf nokkrar þegar ég kemst í Kidrobot-búð. ÞESSAR DÚKKULÍSUR erfði ég eftir ömmu mína og ég tel þær vera eitt af því dýrmætasta sem ég á. ÉG BYRJAÐI AÐ RENNA MÉR Á SNJÓBRETTI vet- urinn 2008 og ég er sjúklega léleg en engu að síður finnst mér fárán- lega gaman að renna mér. ÉG ER MEÐ MIKLA SKÓ- DELLU og eru Kron by Kron- kron-skórnir mínir í miklu uppáhaldi. Líka gaman að geta verið í skóm sem eru íslensk hönnun. ÉG SAFNA SÓLGLERAUGUM og þessi eru alveg spes. Ég keypti þau í Pixie market úti í New York TOPP 10 V ið erum að reka verslun sem selur bæði íslenska hönnun og list í bland við second hand flíkur. Okkur langaði að nýta tísku- vikuna í Berlín til að kynna versl- unina og í leiðinni íslenska hönn- un og ákváðum að halda smá partí til að vekja á okkur athygli,“ segir Elsa María Blöndal, verslunarstjóri tískuverslunarinnar Glad I Never sem er í Berlín. Verslunin stendur fyrir viðburði þar sem íslensk list, tónlist og tíska er kynnt og á meðal þeirra hönnuða sem sýna vörur sínar eru Kalda, Eygló, Gígja Ísis og Dead auk þess sem listamaðurinn Þórð- ur Grímsson mun sýna verk sitt, White Light/Dark Wave. Verslunin var opnuð fyrr í vetur og segir Elsa María reksturinn hafa gengið vel. „Þetta fór hægt af stað en við erum hægt og bítandi að byggja upp fastan kúnnahóp. En reksturinn hefur gengið þrusuvel og það kom okkur í raun á óvart hversu vel þetta hefur gengið.“ Elsa María dvelur í Berlín í allt sumar og sinnir rekstri verslunar- innar en heldur heim á ný í haust til að klára fatahönnunarnám við Listaháskóla Íslands. Innt eftir því hvort hún muni sækja viðburði tengda tískuvikunni svarar hún því játandi. „Ég ætla að reyna að snigl- ast aðeins þarna í kring. Það fylg- ir nú líka bæði starfinu og nám- inu að skoða og sjá hvað er að ger- ast innan tískunnar,“ segir hún að lokum. PARTÍ Í ÍSLENSKU TÍSKUVERSLUNINNI GLAD I NEVER Í BERLÍN: Vekja athygli á íslenskri hönnun Glad I Never Elsa María Blöndal og Baldvin Dungal reka verslunina Glad I Never sem er í Mitte í Berlín. ÉG SAFNA DÚKKUM sem kallast Blythe-dúkkur og er þetta ein þeirra. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér og segja margir að ég líkist henni smá. ÞENNAN KJÓL keypti ég í Rokki og rósum. Hann var síður en vinkona mín stytti hann og breytti honum þannig að hann varð alveg fullkominn fyrir mig. OPULASH er heitið á nýjasta maskaranum frá MAC. Burstinn er sérstaklega stór og á, eins og svo margir maskara, að gera augnhárin þéttari og lengri. Það sem er hins vegar prýðilegur plús við þennan maskara er að hann er ekki blautur og klessist því lítið sem ekkert og þornar fljótt. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.