Fréttablaðið - 09.07.2010, Síða 52

Fréttablaðið - 09.07.2010, Síða 52
24 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Ofurfyrirsætan Cindy Crawford er ekki mikill aðdáandi botox- aðgerða. „Ég hef prófað botox en ég er samt hrædd við það. Ég hræðist lýtaaðgerðir en svo lengi sem þú notar þær ekki til að breyta and- litinu á þér finnst mér þær allt í lagi,“ sagði Crawford, sem er 44 ára. „Ég fer ekki fram á að líta út eins og ég gerði hér áður fyrr vegna þess að það yrði bara pirr- andi. Ég stunda líkamsrækt svo mér líði vel og fái aukna orku.“ Crawford er tveggja barna móðir og segist vera góð fyrirmynd barn- anna sinna með því að borða hollan mat og stunda líkamsrækt. „Já það er rétt. Við fjölskyldan erum að flytja til Danmerkur,“ segir Jens Ólafsson, betur þekktur sem Jenni í Brain Police. Jenni leggur land undir fót í næstu viku til Danmerkur þar sem kona hans, Elín Hólmarsdóttir, bíður hans. Fjölskyldan ætlar að flytja til Århus þar sem Jenni hefur skráð sig í rafmagnsverkfræði og Elín í meinatækni. Jenni segir dótt- ur þeirra, sem er ellefu ára, vera mjög spennta fyrir því að prufa að búa í öðru landi. „Ég heyrði af því í gær að það væri ekki mikið um rokk í Danmörku þar sem allir strákarnir kunna að dansa. Þannig að ég er ekki viss hvernig landið liggur þarna í sambandi við rokkið,“ segir Jenni, spurður hvort hann ætli sér að grípa í míkrafóninn í nýju landi, en hann er af mörgum talinn einn öflugasti rokksöngvari landsins – og þótt víðar væri leitað. Fjölskyldan hefur lengi haft löngun til að breyta til og þar sem Brain Police er ekki starfandi í bili tóku þau ákvörðun um að stökkva á tækifærið. „Ég er að kveðja alla hér heima þessa dagana. Það var óvæntur hittingur hjá vinahópnum í gær og síðan ætla ég norð- ur um helgina. Þar á ég tvær ömmur, eina langömmu og að sjálfsögðu fullt af vinum sem ég ætla að kveðja og svo fer ég bara út,“ segir söngvarinn spenntur fyrir þessu nýja ævintýri fjölskyldunnar. - ls Jenni flytur til Danmerkur Ekki hrifin af botoxi Ofurfyrirsætan Cindy Crawford er 44 ára gömul.44 FJÖLSKYLDAN BREYTIR TIL Jenni flytur með fjölskyldu sína til Danmerkur þar sem hann og kona hans setjast á skólabekk. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT > AFTUR Í SKÓLA Söngkonan Mary J. Blige hefur fengið inngöngu í Howard-há- skólann í New York. Blige hætti ung í framhaldsskóla, en útskrifað- ist nýlega úr framhaldsskóla í New York. Hún stefnir nú að því að út- skrifast úr háskóla árið 2014. folk@frettabladid.is CINDY CRAWFORD Ofurfyrirsætan er ekki mikill aðdáandi botox-aðgerða. Töluverðar líkur eru á að Sena endursýni ævintýra- myndina Avatar í lok ágúst í þrívídd í lúxussalnum í Smárabíói. Ekki var hægt að sýna myndina í þrívídd í salnum á sínum tíma en núna er tæknin fyrir hendi. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá en þetta er mjög spennandi. Það veltur á því hvort það sé grundvöllur fyrir því að menn hafi áhuga á að sjá hana í bíó, þrátt fyrir að hún sé komin út á DVD og að einn þriðji landsmanna hafi séð hana í bíó,“ segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum verður Avat- ar endursýnd í þrívídd víða um heim í haust, sökum þess að þrívíddarsölum hefur fjölgað til muna að undanförnu. Í mars þurfti myndin að víkja úr þrí- víddarsölum vestanhafs þegar Lísa í Undralandi var frumsýnd en núna fær Avatar annað tækifæri. Ekki skemmir fyrir að átta mínútum verður bætt við myndina, aðdáendum hennar til mikillar ánægju. „Ef þeir ætla að bjóða upp á átta mínútna aukaefni er engin spurning að við könnum þetta,“ segir Guð- mundur og útilokar ekki að hún verði sýnd víðar en í lúxussalnum. - fb Lúxusendursýning á Avatar AVATAR Ævintýramyndin Avatar verður hugsanlega endursýnd í lúxussal Smárabíós í lok ágúst. Kvikmyndin Boðberi var frumsýnd í Kringlubíói í gær og var mikill fjöldi fólks viðstadd- ur sýninguna. Með aðalhlutverkin í kvikmyndinni fara Darri Ingólfsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir en leikstjóri myndarinnar er Hjálmar Einarsson. Kvikmyndin var tekin upp stuttu fyrir bankahrunið árið 2008 og fjallar um hrun íslensks samfélags. BOÐBERI MÆTTUR STJÖRNUR KVÖLDSINS Hjálmar Einarsson, leikstjóri Boðbera, ásamt aðalleikurum sínum, þeim Darra Ingólfssyni og Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR GÓÐIR GESTIR Ljósmyndarinn Lalli Sig og útvarpsmaðurinn Atli hjá FM 957 létu sig ekki vanta á frumsýninguna. SÁTTIR BÍÓGESTIR Ingvar og Róbert mættu á frumsýninguna. fyrir 24002 Úrval vinsælla bóka á 2 fyrir 2400 tilboði Gleðilegt sumarfrí! „Tvímælalaust besta bók sem ég hef lesið á árinu.“ Metro 2009 „Frábær bók! Spenna út í gegn... Patterson aðdáend- ur vilja ekki missa af þessari.“ Memphis Reads

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.