Fréttablaðið - 09.07.2010, Side 53

Fréttablaðið - 09.07.2010, Side 53
FÖSTUDAGUR 9. júlí 2010 STOLTUR FAÐIR Einar Hákonarson, faðir leikstjórans, ásamt Stefáni Sigurðssyni. ÁNÆGÐ Sigurrós og Kristinn voru á meðal gesta. GUÐRÚN OG GUÐFINNUR mættu kát í Kringlubíó. Leikarinn Sylvester Stallone segist vera í mjög góðu formi miðað við aldur og að honum líði ekki eins og hann sé orðinn gamall. Stall- one er orðinn 64 ára og nýjasta mynd hans er hasarmyndin The Expendables. „Mér líður enn þá vel líkamlega og ég er í góðu formi. Um leið og ég get ekki gengið lengur mun ég hætta að leika í kvikmynd- um. Bara þótt samfélagið segi að ég sé gamall þýðir það ekki að ég sé það,“ sagði Stallone. Hann er fimm barna faðir og hefur verið kvænt- ur þrisvar sinnum. Fjölskyldan skiptir hann öllu máli núna. „Ferillinn var eitt sinn það mikil- vægasta í heiminum en ég er allt önnur mann- eskja núna.“ 64 ára í fínu formi SYLVESTER STALL- ONE Leikarinn er í mjög góðu formi og þvertekur fyrir að vera orðinn of gamall fyrir hasarinn. Tónleikaferð krakkanna í Amer- ican Idol-þáttunum hefur verið stytt um tvær vikur, aðeins einum degi eftir að hún hófst í Bandaríkj- unum. Ástæðan er minni áhugi en búist var við. Hætt hefur verið við átta tónleika með sigurvegar- anum Lee Dewyze og félögum og lýkur tónleikaferðinni 31. ágúst í stað 16. september. Tíðindin eru í samræmi við dvínandi áhorf á Idol-þættina í Bandaríkjunum, sem hafa engu að síður verið þeir vinsælustu undanfarin ár. Áhorf á úrslitaþáttinn í vor var það minnsta frá árinu 2002. Alls 24,2 milljónir fylgdust með þættinum, sem var 9% minna en árið á undan. Fyrsta smáskífulag sigurvegarans Dewyze náði sömuleiðis aðeins 24. sæti á bandaríska vinsældalistan- um, sína fyrstu viku á lista. Tónleikaferð stytt LEE DEWYZE Tónleikaferð Idol-krakk- anna um Bandaríkin hefur verið stytt um tvær vikur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.