Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2010, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 09.07.2010, Qupperneq 56
28 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Kaplakrikavöllur, áhorf.: 1.587 FH Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–11 (7–6) Varin skot Gunnleifur 5 – Hannes 3 Horn 9–9 Aukaspyrnur fengnar 13–16 Rangstöður 1–3 FRAM 4–5–1 Hannes Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 5 Hlynur Magnússon 4 (46., Daði Guðm. 5) Sam Tillen 4 Halldór H. Jónsson 5 Jón G. Eysteinsson 3 Kristinn Halldórsson 4 Ívar Björnsson 3 (46., Almarr Ormar. 6) Joe Tillen 4 Hjálmar Þórarinsson 3 *Maður leiksins FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifs. 6 Guðm. Sævarsson 7 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 6 (75., Freyr Bjarnason -) Hjörtur Valgarðsson 7 Björn D. Sverrisson 7 Bjarki Gunnlaugsson 7 (80., Hafþór Þrastar. -) *Matthías Vilhjálm. 8 Ólafur Páll Snorras. 7 Atli Guðnason 8 (84., Einar Ingvars. -) Atli V. Björnsson 7 1-0 Atli Guðnason (8.) 2-0 Pétur Viðarsson (30.) 2-1 Almarr Ormarsson (47.) 3-1 Björn Daníel Sverrisson (52.) 4-1 Atli Viðar Björnsson (64.) 4-1 Valgeir Valgeirsson (4) Hásteinsvöllur, áhorf.: 846 ÍBV Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–9 (6–5) Varin skot Albert 5 – Ómar 4 Horn 5–6 Aukaspyrnur fengnar 11–8 Rangstöður 4–5 KEFLAVÍK 4–5–1 Ómar Jóhannsson 6 Alen Sutej 6 Bjarni Aðalsteinsson 7 Haraldur Guðmunds. 6 Guðjón Antoníusson 5 Einar O. Einarsson 6 Hólmar Rúnarsson 7 Paul McShane 6 Guðm. Steinarsson 6 Magnús Þorsteins. 6 Magnús Matthíasson 7 *Maður leiksins ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 6 Matt Garner 6 *Eiður Sigurbjörns. 8 Rasmus Christiansen 7 James Hurst 6 Tony Mawejje 6 Finnur Ólafsson 6 (88., Danien Warlem -) Þórarinn Valdimars. 7 Denis Sytnik 6 (63., Eyþór Birgis. 5) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmunds. 7 1-0 Andri Ólafsson (32.) 1-1 Magnús Matthíasson (45.) 2-1 Eiður A. Sigurbjörnsson (90.+4) 2-1 Gunnar Jarl Jónsson (6) STAÐAN Breiðablik 11 7 2 2 26-13 23 ÍBV 11 7 2 2 18-9 23 Keflavík 11 5 4 2 12-11 19 FH 11 5 3 3 20-17 18 Fram 11 4 5 2 18-16 17 Valur 11 4 5 2 19-17 17 Stjarnan 11 3 4 4 20-19 13 KR 10 3 3 4 14-15 12 Fylkir 10 3 3 4 18-20 12 Selfoss 11 2 2 7 13-21 8 Grindavík 11 2 1 8 11-21 7 Haukar 11 0 6 5 12-22 6 NÆSTU LEIKIR ÍBV - Fram 17. júlí kl. 14.00 Haukar - KR 18. júlí kl. 19.15 Fylkir - Selfoss 18. júlí kl. 19.15 Keflavík - Breiðablik 18. júlí kl. 19.15 FH - Valur 18. júlí kl. 19.15 Grindavík - Stjarnan 19. júlí kl. 19.15 PEPSI-DEILDIN FÓTBOLTI KR og norður-írska liðið Glentoran skildu jöfn, 2-2, í Belf- ast í gærkvöldi. Þetta var síðari leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA en KR vann fyrri leikinn, 3-0. KR vann rimmu liðanna því samanlagt, 5-2. Kjartan Henry Finnbogason skoraði annað marka KR í gær. Hitt mark KR var sjálfsmark. Skúli Jón Friðgeirsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum er hann braut á leikmanni Glentoran. Heimaliðið fékk víti og jafnaði leikinn úr vítinu. KR mætir úkraínsku liði í annarri umferð. - hbg Evrópudeild UEFA: KR komið í aðra umferð > Fylkir kveður Evrópu Fylkir tapaði 1-3 fyrir Torpedo frá Hvíta-Rússlandi í Evrópudeild UEFA í gær og 1-6 samanlagt. Pape Faye skoraði mark Fylkis. „Við vorum betri í þessum leik heldur en úti en að sama skapi voru þeir kannski slakari en í fyrri leiknum enda með 3-0 forystu úr fyrri hálfleiknum. Við náðum að spila ágætlega og þetta var okkar besti leikur í langan tíma. Tölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins, við gáfum aðeins eftir í blálokin og líklega er þetta lið klassanum fyrir ofan okkur. Þrátt fyrir tap er samt sem áður hægt að taka margt jákvætt úr þessum leik,“ sagði Kristján Valdimarsson, fyrirliði Fylkis. Dramatíkin var í hámarki þegar Eyjamenn tóku á móti Keflvíkingum. Hvorugt liðið ætlaði að sætta sig við jafntefli í leiknum og endaði það með fjörugustu lokamínútum í manna minnum. En lokatölur urðu 2-1 og sigurmarkið kom á 94. mínútu og menn tala um mark ársins Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum svekktur. „Leikurinn var vel spilaður af beggja hálfu, Vestmann- eyingarnir betri í þeim fyrri og við í seinni. Við áttum færi í lokin og það skilur bara á milli. Við nýttum ekki okkar færi. Hefðum við klárað þau þá hefðum við unnið þennan leik en þetta klafs í lokin er náttúru- lega bara sérkafli í þessum leik og það er bara ekki hollt fyrir mig að tjá mig neitt um það.“ Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var hressari. „Lokamínúturnar voru bara taugatryllir. Þeir eiga stangarskot, við sláarskot, rautt spjald og svo þetta líka sigurmark- ið. En leikurinn heilt yfir var bara eins og við bjuggumst við. Þeir liggja til baka og við vorum oft ekki nógu þolinmóðir og hlupum með boltann inn á miðjuna þar sem þeir eru þéttir. Keflavík eru líka bara með gríðarlega gott lið og þegar þeir eru með boltann er alltaf hætta.“ Eiður Aron var hetja ÍBV í gær. „Boltinn berst þarna til mín og í stöðunni var ekkert annað hægt en að skjóta, leikurinn kominn í uppbótatíma og ég hitti hann bara fullkomlega. Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum, mitt þriðja á tveimur tímabilum, annað í ár. Þetta var æðislegt og ég hélt að ég myndi bara deyja í fagnaðarlátunum, það var haldið svo fast í mig,” sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson DRAMATÍSKUR SIGUR HJÁ ÍBV: EIÐUR ARON MEÐ FRÁBÆRT SIGURMARK Í UPPBÓTARTÍMA Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum HEIMIR HALLGRÍMSSON þjálfari ÍBV. FÓTBOLTI FH vann í gær góðan 4-1 sigur á Fram og minnti frammistaða liðsins í gær á meistaratakta þess undanfarin ár. Þeir fóru illa með Framara sem misstu mann af velli með rautt spjald í öðrum leik sínum í röð. Í þetta sinn var það fyrirliðinn Kristján Hauksson. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, gerði þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik auk þess sem Jón Guðni Fjóluson var í banni. Þessar breytingar skiluðu þó ekki tilætluðum árangri því FH-ingar stjórnuðu leiknum nánast strax frá fyrstu mínútu og komust yfir með mörkum Atla Guðnasonar og Péturs Viðarssonar í fyrri hálfleik. Þar að auki fóru FH-ingar illa með nokkur góð færi í fyrri háfleiknum. Eftir síðara markið náðu Framarar aðeins að komast á skrið án þess þó að skapa sér nein færi. Í leikhlénu gerði svo Þorvaldur tvær breytingar á byrjunarliðinu sem skilaði strax marki á annarri mínútu síðari hálfleiksins þegar varamaðurinn Almarr Ormarsson minnkaði muninn. En þar með var mótspyrna gestanna öll. Björn Daníel Sverrisson skoraði skömmu síðar gott mark beint úr aukaspyrnu og Atli Viðar Björnsson bætti fjórða markinu við um miðbik hálfleiksins. FH-ingar sýndu í leiknum af hverju liðið er ríkjandi Íslandsmeistari og lét sterkt lið Framara líta ansi illa út á löngum köflum í leiknum. Þeir eru nú komnir upp í fjórða sæti deildarinnar og þó svo að liðið sé fimm stigum á eftir toppliðunum nú er engan veginn hægt að afskrifa FH í titilbarátunni í haust. „Þetta var mjög góður leikur af hálfu FH,“ sagði þjálfarinn Heimir Guðjónsson. „Við höfum verið að í spila vel undanfarinn mánuð ef frá er talinn síðari hálfleikurinn gegn Stjörnunni. Við höfum þó verið klaufar upp við mark andstæðinganna og ekki náð að klára leikina okkar vel en það gerðum við í dag.“ Almarr Ormarsson var vitanlega ekki jafn sáttur. „Við áttum ekkert skilið úr þessum leik. Þetta var líklega okkar slakasti leikur í sumar,“ sagði hann. „En ég tel að það sé þó ekki lægð yfir okkar liði. Við höfum verið allt í lagi að undanförnu en bara ekki náð að klára okkar leiki. En ég get ekki útskýrt hvað gerðist í dag enda var þetta óvenjulega lélegt hjá okkur.“ Heimir sagði að sigurinn í dag hafi verið mikilvægur upp á toppbaráttuna að gera. „Hefðum við tapað í dag værum við átta stigum á eftir toppliðunum og það hefði verið brött brekka fyrir okkur. Það var því mjög gott að ná þremur stigum í dag og koma okkur ofar í töflunni.“ eirikur@frettabladid.is Meistararnir minntu á sig FH virðist vera komið á gott skrið í Pepsi-deild karla eftir glæsilegan 4-1 sigur á Fram. FH-ingar yfirspiluðu gestina og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur. GLEÐI OG SORG Hannes Halldórsson og félagar í Fram eru hér svekktir er FH-ingar fagna einu marka sinna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.