Fréttablaðið - 09.07.2010, Side 58
30 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR
BREIÐABLIK 4-0 STJARNAN
1-0 Alfreð Finnbogason, víti (48.)
2-0 Alfreð Finnbogason, víti (55.)
3-0 Alfreð Finnbogason (76.)
4-0 Haukur Baldvinsson (83.)
Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.230
Dómari: Kristinn Jakobsson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–9 (7–4)
Varin skot Ingvar 3 – Bjarni 3
Horn 7–2
Aukaspyrnur fengnar 3–9
Rangstöður 2–2
Breiðablik 4–2–3-1 Ingvar Kale 6 - Arnór
Aðalsteinsson 6, Kári Ársælsson 5, Finnur
Orri Margeirsson 7, Kristinn Jónsson 6 - Jökull
Elísabetarson 5, Guðmundur Kristjánsson 7 - Olgeir
Sigurgeirsson 5 (78., Árni Gunnarsson -), *Alfreð
Finnbogason 9, Kristinn Steindórsson 5 (68., Andri
Yeoman 5) - Guðmundur Pétursson 5 (82., Haukur
Baldvinsson -).
Stjarnan 4–4–2 Bjarni Þ. Halldórsson 5 - Bjarki
Páll Eysteinsson 5, Daníel Laxdal 4, Tryggvi
Bjarnason 5, Jóhann Laxdal 5 - Þorvaldur Árnason
6, Dennis Danry 3¨(65., Björn Pálsson 5), Atli
Jóhannsson 4 (78., Arnar Björgvinsson -), Halldór
Orri Björnsson 5 - Ellert Hreinsson 5 (37., Hilmar
Hilmarsson 5), Steinþór Freyr Þorsteinsson 6.
FÓTBOLTI Grindvíkingar náðu ekki
að komast upp fyrir Selfyssinga
og úr fallsætinu eftir, 1-1, jafn-
tefli í botnslagnum suður með sjó
í gærkvöldi.
Heimamenn byrjuðu leikinn
af miklum krafti og komust yfir
eftir frábæra sókn sem endaði
með marki frá Grétari Ólafi Hjart-
arsyni. Selfyssingar náðu að jafna
þegar um tíu mínútur voru liðnar
af síðari hálfleiknum , en Auðun
Helgason , leikmaður Grindvík-
inga, skoraði sjálfsmark og þar
við satt.
Það verður að teljast ótrúlegt
að Grindvíkingar hafi ekki náð
að skora fleiri mörk í leiknum
en Selfyssingar verða að þakka
Jóhanni Ólafi Sigurðssyni
markverði fyrir hreint út sagt
frábæran leik og það er honum
að þakka að leiknum lyktaði með
jafntefli.
„Mér fannst þetta ekki sann-
gjörn úrslit,“ sagði Orri Freyr
Hjaltalín ,fyrirliði Grindvíkinga,
eftir leikinn í gær. „Við fengum
heilan hellinga af færum í fyrri
hálfleiknum og vorum bara klauf-
ar að ná ekki að skora fleiri mörk.
Ég tel líka að við hefðum átt að fá
víti en dómarinn [Erlendur Eiríks-
son] dæmdi óbeina aukaspyrnu ,
sem er mér alveg óskiljanlegt,“
„Þessi úrslit verða að teljast
frekar sanngjörn ef maður
skoðar leikinn í heild sinni,“ sagði
Guðmundur Benediktsson, þjálfari
Selfyssinga, eftir leikinn í gær.
„Við spiluðum alveg hreint eins
og aumingjar í fyrri hálfleik og
áttum í raun ekkert gott skilið úr
honum, en svo komu strákarnir til
baka í þeim síðari og við komumst
aftur inn í leikinn. Strákarnir
sýndu ákveðinn karakter í síðari
hálfleiknum og við hefðum alveg
getað stolið sigrinum í lokin.“
- sp
Selfyssingar heppnir að ná stigi gegn Grindavík í sex stiga slagnum í gær:
Vorum klaufar að skora ekki meira
ÓHEPPINN Auðun Helgason skoraði
sjálfsmark í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Leik Breiðabliks og
Stjörnunnar í Kópavogi lauk
með sannfærandi sigri 4-0. Einn
maður skaraði fram úr í þessum
leik en Alfreð Finnbogason skoraði
þrennu og lagði upp annað mark
ásamt því að skora að því er virt-
ist fullkomlega löglegt mark sem
var ekki dæmt.
Stjörnumenn sýndu lítið fram á
við en voru óheppnir að fá á sig tvö
víti snemma seinni hálfleiks sem
var mikið áfall fyrir þá.
„Mér fannst við vera betri í fyrri
hálfleik og það vantaði bara mark-
ið. Við fórum hins vegar yfir málin
í hálfleik, ég benti strákunum á að
halda áfram því sem við höfðum
verið að gera og þá mundu mörk-
in skila sér,“ sagði Ólafur Kristj-
ánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir
leikinn.
„Alfreð sýndi enn og aftur í
þessum leik að hann er meðal
allra bestu leikmanna deildar-
innar, áskorunin fyrir hann er
að halda því nú áfram. En núna
tekur við leikur á öðrum forsend-
um, næsti leikur í Evrópubikarn-
um er tveggja leikja einvígi en það
verður mjög skemmtilegt,“ sagði
Ólafur en Blikar eiga næst Evr-
ópuleik.
„Það er mjög gott að taka þennan
leik með í töskurnar út, við höfum
verið að skora nóg í sumar og þetta
er bara spurning um að halda sér á
beinu brautinni og halda áfram.
Ég hef fulla trú á að mínir menn
haldi áfram að spila svona, maður
segir þeim bara að halda áfram að
gera það sem þeir eru bestir í. “
sagði Ólafur Kristjánsson.
„Upphaf seinni hálfleiks var
mjög ljótt hjá okkur, einbeiting-
arleysi, mistök sem eiga ekki að
sjást í þessari deild og ódýr mörk
sem kosta okkur þetta stóra tap.
Við vorum sjálfum okkur verst-
ir en við verðum að hreinsa and-
rúmsloftið sem fyrst, þessi mörk
koma ekki vegna þess að þeir
séu að spila sig í stórkostleg færi
heldur vegna þess að við erum að
gera ótrúleg mistök á eigin vallar-
helmingi,“ sagði svekktur þjálfari
Stjörnunnar, Bjarni Jóhannsson.
Við hefðum getað skorað í byrj-
un og við lögðum upp með það,hins
vegar gengur það ekki upp og við
missum Ellert út af sem riðlar
spili okkar. Svo fáum við á okkur
tvö víti þar sem mér fannst annað
þeirra vera vafasamt, það er hins
vegar engin afsökun fyrir þessu
hroðalega tapi.
Blikarnir spiluðu alveg frábær-
lega og áttu sigurinn svo sannar-
lega skilið, þetta er eitt albesta
liðið á landinu í dag. Við þurfum
núna bara að hysja upp um okkur
buxurnar, við erum í neðri kant
deildarinnar þegar mótið er hálfn-
að virðist vera ljóst hvernig deildin
skiptist, við verðum bara að mæta
vel stemmdir í restina af mótinu “
sagði Bjarni. - kpt
Toppsætið virðist eiga
vel við leikmenn Blika
Alfreð Finnbogason fór hreinlega á kostum þegar topplið Pepsi-deildarinnar,
Breiðablik, kjöldró nágranna sína úr Garðabæ. Alfreð skoraði þrennu í leiknum
og Blikar halda því fast í toppsætið sem þeir nældu í um daginn.
SKREFI Á UNDAN Blikar voru klassa betri í gær og á undan í alla bolta. Stjarnan sá
aldrei til sólar í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN