Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 62
34 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR þar. Sú litla er nánast orðin dönsk, talar tungumálið fullkomlega og gerir óspart grín að mér þegar ég segi eitthvað vitlaust,“ segir hann og hlær. Björn segist þó ekki hættur í tónlistinni og mun hann sinna henni eitthvað meðfram náminu. „Ég verð alltaf tónlistarmaður. En núna ætla ég að einbeita mér að náminu og minna að tónlistinni, enda krefst námið mikillar viðveru,“ segir Björn að lokum. sara@frettabladid.is Tónlistarmaðurinn Björn Stef- ánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tón- listinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. „Fréttirnar komu flestum sem ég þekki á óvart. Ég sagði engum frá því að ég ætlaði í inntökupróf- ið því ég nennti ekki að þurfa að útskýra mig ef ég fengi ekki inn- göngu,“ útskýrir Björn. Hann segir leiklist og tónlist haldast svolítið í hendur og segir flesta tónlistar- menn dreyma um að verða leik- ara og öfugt. „Mér finnst leiklistin mjög heillandi. Mér finnst gaman að skapa karakter og halda það út að vera hann í einhvern tíma, það er eitthvað mjög heillandi við það.“ Inntökuprófið sjálft tók um sex klukkustundir í allt og segir Björn að hann hafi mætt kokhraustur á staðinn og ákveðinn í að láta litla dönskukunnáttu ekki aftra sér. „Ég gerði mig oft að fífli þarna en ég trúi því að ef maður gerir sitt besta þá sjái fólk það. Skólinn hefur líka boðið mér að taka dönskunám sam- hliða leiklistarnáminu sem ég ætla að gera. Ég er bæði spenntur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni.“ Björn mun dvelja í Danmörku næstu fjögur árin ásamt unnustu sinni og dóttur, sem hafa að hans sögn aðlagast nýjum heimkynnum vel. „Við erum búin að vera í Dan- mörku í rúmt ár og líður mjög vel 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Ég er bæði spennt- ur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni. BJÖRN STEFÁNSSON TROMMULEIKARI MÍNUSS LÁRÉTT 2. árás, 6. skammstöfun, 8. slit, 9. lærdómur, 11. verslun, 12. þjóðsagna- skepna, 14. á undan, 16. ætíð, 17. keraldi, 18. umhyggja, 20. stöðug hreyfing, 21. hávaði. LÓÐRÉTT 1. bak, 3. fæddi, 4. listastefna, 5. lúsaegg, 7. örmjór, 10. stúlka, 13. bar, 15. nöldra, 16. verkfæri, 19. ung. LAUSN LÁRÉTT: 2. sókn, 6. eh, 8. lúi, 9. nám, 11. bt, 12. dreki, 14. fyrst, 16. sí, 17. ámu, 18. önn, 20. ið, 21. gnýr. LÓÐRÉTT: 1. lend, 3. ól, 4. kúbismi, 5. nit, 7. hárfínn, 10. mey, 13. krá, 15. tuða, 16. sög, 19. ný. Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður viðstaddur þungarokkshátíðina Eistnaflug nú um helgina ásamt starfsfélaga sínum, Ómari Ragnarssyni. Eistnaflug verð- ur haldin hátíðleg í fimmta sinn nú um helg- ina og á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru goðsagnirnar í Napalm Death, Sól- stafir, Dr. Spock, Mínus og Klink. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Andri Freyr og Ómar sækja hátíðina, sem margir líta á sem árshátíð þungarokksins, og segj- ast þeir hlakka mikið til að upplifa rokkið sem þar ríkir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Eistnaflug, sem er alveg til skamm- ar, enda er ég heimamaður. Þetta er stór stund og ekki skemmir fyrir að við fáum að upplifa hana saman, ég og Ómar,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Aðspurður segist Andri Freyr hvað spenntastur fyrir að sjá kempurnar í Napalm Death, Klink, Mínus og Plastic Gods. Ómar segist einnig spenntur fyrir hátíð- inni og er fullviss um að hann eigi eftir að skemmta sér vel. „Ég á eftir að fíla þetta, þetta er „power“ og kraftur. Ég er gamall þungarokkari sjálfur og vildi bara hlusta á Little Richard og Chuck Berry á mínum yngri árum, Elvis var aldrei nógu grófur fyrir mig. Ég er því viss um að ég eigi eftir að falla vel inn í hópinn. Nafnið á hátíðinni sjálfri þykir mér, sjö barna föður, einnig dásamlegt í alla staði,“ segir Ómar og hlær. Hann segir samstarfið við Andra Frey hafa gengið vonum framar og eru þeir félagar orðnir hinir mestu mátar. „Þetta hefur verið mjög gefandi, ekki síst fyrir mig. Núna er Andri líka á heimavelli og í staðinn fyrir að ég úði út úr mér mismun- andi skemmtilegum fróðleik þá getur hann nú tekið gamla manninn og sagt mér frá öllu,“ segir Ómar. - sm Ómar Ragnarsson á árshátíð þungarokksins MESTU MÁTAR Andri Freyr og Ómar Ragnarsson ætla að sækja þungarokkshátíðina Eistnaflug um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir fara á hátíðina. Söngkonan Björk Guðmunds- dóttir er stödd hér á landi en hún hefur unnið að upptökum á nýjum lögum undanfarin misseri. Björk var stödd á pöbbnum Boston á miðvikudagskvöld þar sem hún vakti að sjálfsögðu mikla athygli. Spænskir ferðamenn stóðust ekki mátið og spjölluðu við söngkonuna sem tók þeim af einlægri gestrisni. Ragnar Bragason og aðrir kvik- myndamenn hafa ástæðu til að fagna því Reykjavíkurborg hefur samþykkt að veita hlutafélagi um rekstur svokallaðs „heimilis kvikmyndanna” í Regnboganum 12 milljón króna styrk. Fréttablaðið hefur fylgst náið með afdrifum Regn- bogans eftir að Sena hætti kvikmyndasýn- ingum í húsinu sem var síðasta miðbæjarbíó höfuðborgarinnar. Kvikmyndasýningar ættu að hefjast á ný 1. september. Kári Viðarsson sem setur upp fyrstu atvinnuleiksýninguna á Rifi í dag, Hetju, á ekki langt að sækja hæfi- leika sína. Frændi hans er nefnilega leikarinn Halldór Gylfason, sem hefur brugðið sér í hin ýmsu hlutverk í gegnum árin, rétt eins og Kári gerir í hinum gamansama einleik sínum. Hvort Halldór muni gera sér ferð á Rif til að sjá frænda sinn þreyta frumraun sína hér á landi skal ósagt látið en um tveggja klukku- stunda akstur er þangað úr Reykjavík, þar sem Halldór býr. - afb/fb FRÉTTIR AF FÓLKI FERÐALÖGIN „Ég myndi mæla með plötunni minni, Freak. Það er fullt af mega-góðum lögum á henni. Líka hljómsveitinni Empire of the Sun. Lög eins og We Are The People og Standing On The Shore eru geðveik. The Globe Sessions með Sheryl Crow er líka ein af mínum uppáhalds- plötum.“ Haffi Haff tónlistarmaður. BJÖRN STEFÁNSSON: MÉR FINNST LEIKLISTIN MJÖG HEILLANDI Bjössi í Mínus hefur nám í leiklistarskóla í Danmörku Í NÝTT HLUTVERK Björn Stefánsson tónlistarmaður hefur fengið inngöngu í leiklistar- skóla í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við erum komin hingað í norðlensku sæluna og tökur voru að hefjast. Má segja að allt sé á suðupunkti,“ segir Baldvin Z og bætir við að tökuliðið hafi fengið góðar móttökur hjá Akur- eyringum. Baldvin er einn af framleiðendum sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi sem verða sýndir næsta haust á Skjá einum. Tökur voru að hefjast í vikunni og þegar Fréttablaðið náði tali af Bald- vini var góð stemning í herbúðum þáttanna. „Ég eiginlega trúi varla að þetta sé að gerast. Þetta er eins og eitt skrítið ævintýri. Við erum búin að vera að vinna við þetta á fullu síðan í byrjun árs og nú er þetta loksins að fara í gang,“ segir Baldvin spenntur. Aron Pálmi Arnórsson er leikstjóri þáttanna en þeir eru skrifaðir af öllum fjórum aðstand- endum Zeta Film í sameiningu og eru það bræð- urnir Kjartan og Árni Guðjónssynir sem fara með aðalhlutverkin. Mikil keyrsla verður á tökuliðinu en áætlað er að taka upp sex þætti á einum mánuði. „Já, þetta er frekar knappur tími en það hafa stærri þrek- virki verið unnin á styttri tíma. Svo erum við með frábært tökulið með okkur, góða blöndu af reyndum og óreyndum.“ Tökur fara aðallega fram á Akureyri en einnig munu einhverjar upptökur fara fram í Eyjafirði og Hrísey. Með önnur hlutverk fara Þórhallur Sigurðsson, María Ellingsen, Helga Braga Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Hannes Óli Ágústsson. „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hér í höfuðstað Norðlendinga og þetta verður skemmtilegur mánuður,“ segir Baldvin. - áp Tökur hefjast á Hæ Gosa á Akureyri FYRSTA SENAN María Ellingsen og Árni Guðjónsson sjást hér sitja í litríku eldhúsi í fyrstu tökum sjónvarps- þáttanna Hæ Gosi. ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Íslandsbanki. 2 Árborg og Grindavík. 3 Carles Puyol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.