Fréttablaðið - 14.07.2010, Side 1

Fréttablaðið - 14.07.2010, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI14. júlí 2010 — 163. tölublað — 10. árgangur MIÐVIKUDAGUR skoðun 12 Fjöll á Fróni Pétur Þorleifsson, göngugarpur á áttræðisaldri, lýsir gönguleiðum á 103 fjöll í nýrri bók. allt 2 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HEIMASMURT NESTI er langbest í ferðalagið. Gaman getur verið að láta hugmyndaflugið ráða en annars er ótrú- legt hvað einföld samloka með smjöri og osti bragðast miklu betur fyrir utan bæjarmörkin en heima í eldhúsi. GALLAFATNAÐUR-FERÐAFATNAÐUR – MIKIÐ ÚRVAL Skoðið sýnishornin á laxdal.is - thema KORSIKA „Þegar ég heyrði af verkefninu hafði ég samband við Rauða kross-inn og spurði hvort ég mætti slást með í för. Þar var vel tekið í hug-myndina og fyrr en varði var ég á ferðalagi um snævi þaktar slétt-ur Hvíta-Rússlands,“ segir Brynja Dögg Friðriksdóttir, meistara-nemi í heimildarmyndagerð við University of Salford í Manchest-er, sem hefur gert mynd um för starfsmanna Rauða kross Íslands til Hvíta-Rússlands, þar sem þeir afhentu gám með gjöfum fyrir ung-börn og bágstadda í febrúar íðliðnu um landið áður en ég lagði af stað, annað en það sem ég hafði kynnt mér á netinu. Hins vegar komst ég að raun um að íbúarnir eru mjög gestrisið fólk og áhugasamt um menningu annarra þjóða. Maturinn er góður og fjölbreyttur, sérstak-lega í Minsk, arkitektúrinn mikil-fenglegur og náttúran stórbrotin með sínum fallegu sléttum, sem ég myndi vilja sjá að sumarlagi.“Brynja viðurkennir hins vegar að Hvíta-Rússland eigi sér skuggahliðar Bilið heilbrigðisþjónustu. Það er þó gott til þess að vita að Rauði krossinn hefur styrkt lækna og hjúkrunar-fræðinga sem fara á milli og þjón-usta íbúana.“ Brynja segir ferðina hafa verið lærdómsríka. „Mér þótti til dæmis mjög athyglisvert að uppgötva að þrátt fyrir bágborið efnahags-ástand skuli Hvít-Rússar hafa í nafni Rauða krossins styrkt íbúaHaítí eftir að jarð kjþ Utan alfaraleiðarBrynja Dögg Friðriksdóttir, nemi í heimildarmyndagerð, myndaði ferð starfsmanna Rauða kross Íslands til Hvíta-Rússlands í febrúar síðastliðnum og uppgötvaði margt áhugavert í þessu síðasta einræðisríki Evópu. „Þetta land virðist af einhverjum ástæðum gleymast í umræðunni um áhugaverða ferðastaði en hefur margt til brunns að bera,“ segir Brynja Dögg Friðriksdóttir, um Hvíta-Rússland sem hún heimsótti fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Skemmtilegur ferðafélagi Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS Níu ára keppir í fitness Sesselja Sif Óðinsdóttir keppti í fyrsta heims- meistara móti barna í fitness. fólk 26 Elsta félag á landinu Hið íslenska biblíufélag á 195 ára afmæli um þessar mundir. tímamót 17 SKIN OG SKÚRIR Í dag verður víðast hæg norðaustlæg eða breyti- leg átt. Bjartviðri syðra en annars skýjað með köflum og hætt við stöku skúrum síðdegis. Hiti 10-18 stig, hlýjast SV-lands. VEÐUR 4 14 13 12 11 14 Ætla að taka á þeim Víkingar úr Ólafsvík drógust á móti Íslandsmeisturum FH í VISA-bikarnum. íþróttir 22 DÓMSMÁL Slitastjórn Glitnis segir gögn sýna fram á að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi að undanförnu flutt eignir á nafn eiginkonu sinn- ar, Ingibjargar Pálmadóttur, í því skyni að koma þeim undan kyrr- setningu. Þetta kemur fram í rökstuðningi slitastjórnar sem lagður var fram fyrir dómi í London fyrir helgi og blaðið hefur undir höndum. Þar kemur fram það mat slitastjórn- arinnar að Jón Ásgeir reyni nú að telja aðilum málsins trú um það að eignir sem í raun eru hans, eða í sameiginlegri eigu þeirra hjóna, séu alfarið eign Ingibjargar. Þá segir að óskað hafi verið eftir lista yfir allar þær eignir sem Jón Ásgeir hefur flutt yfir á eiginkon- una undanfarin þrjú ár en hann ætli sér ekki að verða við þeirri bón og lögmenn hans hafi sent slitastjórn- inni bréf þess efnis. „Hann gaf ekki í skyn að engar slíkar [eigna- tilfærslur] hefðu átt sér stað. Hans afstaða var einfaldlega sú að honum bæri engin skylda til að veita slíkar upplýsingar,“ segir í rökstuðningi slitastjórnarinnar. Í rökstuðningnum eru talin upp ýmis atriði sem þykja benda til þess að Jón Ásgeir segi ósatt um eignar- haldið á tilteknum eignum. Þannig er Rolls Royce-bifreið, metin á 17 milljónir, skráð á nafn Jóns Ásgeirs en hann heldur því fram að bíllinn hafi verið afmælis- gjöf til Ingibjargar, sem eigi hann að fullu. Þá er Hótel 101, sem metið er á 590 milljónir, skráð á hjónin sameiginlega. Jón Ásgeir heldur því fram að það séu mistök – hótel- ið hafi alltaf átt að vera eign Ingi- bjargar einnar. Að sögn slitastjórn- ar benda engin gögn til þess að nein mistök hafi verið gerð. Jón Ásgeir segist einnig aðeins eiga eitt prósent í lúxusíbúðunum við Gramercy Park North á Man- hattan, sem sé hefðbundið forms- atriði svo maki geti dvalið þar ef eigandinn fellur frá. Slitastjórnin segir engin gögn finnast um það hvernig kaupin voru fjármögnuð og þá hafi Jón Ásgeir orðið tvísaga um það; einu sinni sagt Landsbankann hafa fjármagnað kaupin og í annað skipti sagt að Ingibjörg hafi keypt íbúðirnar fyrir ættarauð sinn. Þá voru tvö íbúðarhús Ingibjarg- ar í Reykjavík nýlega veðsett fyrir 400 milljóna láni til Ingibjargar, að því er Jón fullyrðir, þótt hans nafn sé á lánasamningum og öðrum gögnum. „Jón Ásgeir segist hafa beðið lögmann sinn um að skrá nafn sitt á veðskuldabréfið fyrir mistök. Engin skýring hefur feng- ist á því hvernig þau mistök áttu sér stað eða af hverju Jón Ásgeir gaf lögmanni sínum fyrirmæli vegna eigna sem hann segir nú að séu sér óviðkomandi,“ segir slitastjórnin. Að síðustu er vikið að skíðaskála í Frakklandi sem var fjármagnað- ur með láni til félags í eigu þeirra beggja (101 Chalet) en Jón Ásgeir segir nú að hafi verið alfarið henn- ar verkefni og því hafi hún fengið allan hagnaðinn af sölu skálans. Ingibjörg Pálmadóttir er stjórn- arformaður 365, útgáfufélags Fréttablaðsins. - sh Þögull um eignatilfærslur Slitastjórn Glitnis telur að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi upp á síðkastið flutt töluvert af eignum á nafn eig- inkonu sinnar. Hann hefur neitað að upplýsa hvaða eignir hann hefur flutt á konuna undanfarin þrjú ár. SNÚINN NIÐUR Mótmælendur komu saman við húsnæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir aftan Stjórnar- ráðshúsið í gær. Rauðri málningu var slett á hús AGS. Lögreglan handtók einn mótmælenda áður en yfir lauk. EFNAHAGSMÁL Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í viðskipta- nefnd Alþingis vegna mögulegra áhrifa slitameðferðar Aska Capi- tal á stöðu Sjóvár-Almennra. Ríkissjóður bjargaði Sjóvá frá gjaldþroti í fyrra þegar keyptur var 73 prósenta hlutur í fyrirtæk- inu fyrir 11,6 milljarða króna. Af þeim voru 6,2 milljarðar í formi skuldabréfa útgefnum af Öskum Capital. „Þessir pappírar voru meg- inuppistaðan í því eigin fé sem ríkið kom með inn í félagið og því hlýtur eiginfjárhlutfallið hjá því að vera komið aftur undir það sem það ætti að vera,“ sagði Eygló. „Það sem er uppi á borðinu núna er hvort Sjóvá er gjaldþrota eða ekki.“ Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir rétt að einhver óvissa ríki um pappíra Aska og Avant. „Við erum að skoða þessa hluti en það er dálítið erfitt fyrir mig að vera að tjá mig um áhrif á aðra eftirlitsskylda aðila á þessari stundu,“ sagði Gunnar. Fjármálaráðuneytið hefur umsjón með eignarhlut ríkisins í Sjóvá en ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra vegna málsins í gærkvöldi. - mþl / sjá síðu 4 Stór hluti innspýtingar ríkissjóðs inn í Sjóvá-Almennar voru skuldabréf Aska: Askar gætu valdið Sjóvá vanda VÍSINDI Ný rannsókn bendir til þess að höfuðstórir einstakling- ar með Alzheimer-sjúkdóm hafi betra minni og skarpari hug en þeir sem hafa minni höfuð. Þetta gildir jafnvel þótt hlutfall dauðra heilafrumna vegna sjúkdómsins sé það sama. Rannsóknin var birt í júlíhefti bandarísku taugavísindastofn- unarinnar. Þar kemur fram að fyrir hvert prósent dauðra heila- frumna bætir auka sentimetri við þvermál höfuðs, árangur á minnisprófum um sex prósent að meðaltali. Þótt erfðir skipti mestu um höf- uðstærð hafa næring og aðstæð- ur barna til sex ára aldurs mikil áhrif líka en heili barns hefur náð 93 prósentum af fullri stærð strax við sex ára aldur. Um 270 manns með Alzheimer tóku þátt í rannsókninni. - mþl Ný bandarísk rannsókn: Höfuðstærð hefur áhrif á Alzheimer

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.