Fréttablaðið - 14.07.2010, Qupperneq 2
2 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
NÁTTÚRA Magn frjókorna í and-
rúmsloftinu vex yfirleitt mikið
þegar líður á júlímánuð og nær
síðan hámarki í lok mánaðarins.
Magn frjókorna er meira þessa
dagana en á sama tíma síðustu ár.
„Um helgina hef ég verið að
mæla mjög háar tölur. Á föstudag
fór þetta upp í 200 frjó á rúmmetra
sem er tala sem ég er ekki vön að
sjá svona snemma í júlí,“ segir
Margrét Hallsdóttir, jarðfræðing-
ur hjá Náttúrufræðistofnun.
Margrét segir að hlýindi síð-
ustu vikna séu helsta ástæða mik-
ils frjómagns en að auki hafi veður
verið þurrt sem hefur líka áhrif.
Á Íslandi eru það aðallega þrjár
tegundir frjókorna sem valda fólki
óþægindum: grasfrjó, birkifrjó og
súrfrjó. Birkifrjó er mest áberandi
í lok maí og júní en þegar júlí geng-
ur í garð eru það aðallega grasfrjó-
in sem valda fólki óþægindum.
Til að frjókorn valdi ofnæmi
þarf það annars vegar að inni-
halda allergen eða ofnæmisvaka
sem er eggjahvítuefni sem líkami
fólks sem er með ofnæmi skynjar
sem hættulegt efni og hins vegar
þurfa frjókornin að vera til staðar
í miklu magni, að því er segir á vef
Náttúrufræðistofnunar.
Spurð hvort hún hefði einhver
ráð fyrir þá sem hafa frjókorna-
ofnæmi segir Margrét: „Þeir sem
hafa grasofnæmi ættu ekki að fara
út að hlaupa þegar mest er af grasi
í loftinu, heldur þjálfa frekar inn-
andyra. Svo eru ýmsir sem ráð-
leggja fólki að fara í sturtu þegar
það kemur heim.“ - mþl
Meira af frjókornum í andrúmsloftinu en í fyrra:
Fjöldi grasfrjóa í andrúmslofti
nær hámarki í júlímánuði
LAMBAKJÖT Lambakjötssala í júní
var um það bil 35% meiri en í fyrra,
555 tonn seldust í ár en 410 tonn í
sama mánuði í fyrra. Frá öðrum
fjórðungi síðasta árs er söluaukn-
ingin 7,8%. Þetta eru heildsölutölur,
það er að segja viðskipti verslana,
kjötvinnslufyrirtækja og veitinga-
staða við sína birgja.
„Annars vegar er verðið lækk-
andi og mikið um tilboð. Hins vegar
var þetta gríðarlega hlýr mánuður.
Þá grillar fólk mikið og það hjálpar
okkur,“ segir Sigurður Eyþórsson,
framkvæmdastjóri Landssamtaka
sauðfjárbænda, um ástæður þess-
arar auknu sölu.
Hann segir
kannanir benda
til þess að Íslend-
ingar kjósi helst
af öllu lambakjöt
þegar þeir ætla
að grilla.
Sigurður seg-
ist telja ólík-
legt að svo mikil
söluaukning
verði einnig í júlí. Hann segir að
sauðfjárbændur séu ánægðir með
að salan sé að taka við sér á ný.
Árið 2008 var besta ár í sölu lamba-
kjöts hér á landi frá 1993. Ótti við
kreppuna kom meðal annars fram
í því að fólk fyllti frystikistur af
lambakjöti haustið 2008. Í sam-
ræmi við þá birgðasöfnun heimil-
anna dróst öll kjötsala saman 2009,
auk þess sem Sigurður segir að þá
hafi kaupmáttarskerðingin eftir
hrunið verið farin að bíta. „Núna
virðist markaðurinn vera að snúast
aftur og við erum kátir með það,“
segir Sigurður Eyþórsson. Útflutn-
ingur hefur einnig aukist, var 170
tonn í júní, sem er 182% aukning
frá því í fyrra. Fyrir vikið eru mun
minni birgðir í landinu en áður. -pg
40% söluaukning frá júnímánuði í fyrra:
Stóraukin sala á lambakjöti
SIGURÐUR
EYÞÓRSSON
MARGRÉT HALLSDÓTTIR Ráðleggur fólki
með frjóofnæmi að æfa innandyra yfir
hásumarið.
„Jónas, gengur erfiðlega að
svæfa ljónið?“
„Já, enda þekkir maður ljónið af
klónum.“
Jónas Skaftason er vert á Ljóni norðurs-
ins á Blönduósi. Skipulagsnefnd vildi ekki
samþykkja rekstrarleyfi staðarins þar sem
hann uppfyllti ekki ýmis skilyrði. Jónas
segist ekki ætla að loka veitingastaðnum.
HUNDAHALD Talið er að um 550
óskráðir hundar séu í Reykjavík.
Skráðir hundar í Reykjavík eru
um 2.200 en að sögn Árnýjar Sig-
urðardóttur, framkvæmdastjóra
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur,
má gera ráð fyrir að í viðbót séu
um 25 prósent óskráðir hundar.
Heilbrigðiseftirlitinu berst
margar kvartanir um lausagöngu
hunda í borginni en tólf hundsbit
voru tilkynnt í fyrra.
Árný segir nokkurn ama af
lausum hundum, bæði fyrir
fólk sem er hrætt við hunda og
aðra sem hugnast ekki að hund-
ar gangi lausir á almennings-
svæðum á borð við Klambratún
og Arnarhól. Hún beinir þeim
tilmælum til hundaeigenda að
virða lög og hafa hundana í taumi
innan borgarmarka. - bs
Hundahald í Reykjavík:
Um 550 hundar
eru óskráðir
DÓMSMÁL Bandaríska skyndibita-
keðjan Kentucky Fried Chick-
en er komin í hart við íslensku
lúgusjoppurnar Aktu taktu. KFC
hefur stefnt FoodCo. ehf., eiganda
Aktu taktu, og krefst þess að fyr-
irtækið láti af notkun vörumerk-
isins Taco-Twister.
KFC á rétt á vörumerkinu
Twister, og býður upp á nokkra
rétti með því nafni.
Forsvarsmenn Aktu taktu hafa
hins vegar hafnað umleitan KFC
um að láta af notkun vörumerk-
isins. Þeir telja ekki forsendur
fyrir því enda hafi réttur þeirra,
Taco-Twister, verið á matseðli
árum saman.
Það verður því dómstóla að
skera úr um málið, sem verður
þingfest í byrjun september. - sh
Vilja banna Taco-Twister:
KFC stefnir
Aktu taktu
VINSÆLIR SÖLUTURNAR Fjórir söluturnar
eru reknir undir merkjum Aktu taktu.
FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL
MANNFJÖLDI Íslendingar verða um
436.500 talsins árið 2060 rætist
mannfjöldaspá Hagstofu Íslands
fyrir næstu 50 ár. Spáin gerir
ráð fyrir fólksfækkun á Íslandi
á yfirstandandi ári, en að fólks-
fjölgun taki við á næsta ári.
Meðalævin mun áfram lengj-
ast. Nýfæddar stúlkur geta í dag
vænst þess að ná 83,3 ára aldri,
en eftir 50 ár gæti meðalaldurinn
verið kominn í 87,1 ár. Meðalald-
ur karla er lægri, 79,7 ár, en verð-
ur líklega 85 ár árið 2060, sam-
kvæmt spá Hagstofunnar. - bj
Spá fólksfjölgun áfram:
Verðum 436.500
eftir fimmtíu ár
BRETLAND Anna Chapman, einn
rússnesku njósnaranna sem eru
í haldi í Bandaríkjunum, hefur
misst ríkisborgararétt sinn í
Bretlandi. Hann fékk hún þegar
hún giftist Breta árið 2002.
Anna heitir í raun Anya Kush-
chenko og var með tvöfaldan rík-
isborgararétt frá 2002. Lögmað-
ur hennar sagði í síðustu viku að
hún hefði vildi fara til Bretlands.
Innanríkisráðuneytið hefur hins
vegar ógilt vegabréf hennar
og vinnur að því að gera henni
ókleift að ferðast til landsins. - þeb
Einn njósnara sem eru í haldi:
Missir breskan
ríkisborgararétt
ÍTALÍA Lögreglan á Ítalíu handtók
í gær 300 manns vegna gruns um
aðild að morðum og skipulagðri
glæpastarfsemi, að því er fram
kom á vef breska ríkisútvarps-
ins, BBC.
Í hópi hinna handteknu var
Domenico Oppedisano, meintur
höfuðpaur Calabrian-fjölskyld-
unnar, sem er ein sú valdamesta
innan ítölsku mafíunnar. Opped-
isano er áttræður.
Auk hans var framkvæmda-
stjóri glæpafjölskyldunnar hand-
tekinn í Mílanó, ásamt 160 öðrum,
þar á meðal kaupsýslumenn og
embættismenn úr heilbrigðisstétt.
Lögreglan lét til skarar skríða í
kjölfar innbyrðis átaka í Calabri-
an-fjölskyldunni, eftir að norður-
armur glæpasamtakanna reyndi
að ná völdum yfir þeim syðri.
- bs
Fjöldahandtökur á Ítalíu:
Lögreglan náði
mafíuforingja
HEILBRIGÐISMÁL Efnahagskreppan
sem nú geisar á Íslandi í kjölfar
bankahrunsins haustið 2008 kann
að verða til góðs fyrir heilsufar
þjóðarinnar ef marka má nið-
urstöður erlendra rannsókna á
áhrifum hagsveiflna.
Dr. Tinna Laufey Ásgeirs-
dóttir, lektor og umsjónarmað-
ur MS-náms í heilsufræðum við
Háskóla Íslands, segir rannsókn-
ir sýna nokkuð skýr tengsl milli
efnahagslægða og heilsufars.
„Þær sýna frekar að heilsa batni
í kreppum heldur en að henni
hraki. Helsta undantekningin
er geðsjúkdómar og því er mik-
ilvægt að hafa augum á þeim og
fylgjast með sjálfsvígum. Að öðru
leyti er dánartíðni almennt minni
í kreppum en þegar hagkerfið er í
uppsveiflu,“ segir Tinna.
Ásamt Unni Önnu Valdimars-
dóttur, forstöðumanni Miðstöðvar
í lýðheilsuvísindum, og Ragnheiði
Bjarnadóttur, fæðingarlækni á
Landspítala, er Tinna ábyrgðar-
maður nýrrar rannsóknar sem
efna á til og ber yfirskriftina
„Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi
2008 á tíðni fyrirbura og léttbura-
fæðinga.“
„Þetta er hluti af stærra verk-
efni þar sem við erum nokkur
í hóp að kanna ýmis áhrif efna-
hagshrunsins á heilsu og heil-
brigði. Það er til dæmis verið að
skoða áhrif á heilsutengda hegð-
un, eins og hreyfingu og matar-
æði og áhrif á ýmsa sjúkdóma.
Þetta er enn allt á frumstigi og við
erum enn að reyna að fjármagna
verkefnið,“ segir Tinna.
Orsakir þess að heilsa fólks
batnar almennt í kreppum eru
ekki fullrannsakaðar. „En það
er margt sem fólk getur látið sér
detta í hug. Þegar hægist á hag-
kerfinu verður til dæmis minni
mengun. Umferð minnkar og
umferðarslysum fækkar. Fólk
hefur meiri tíma til að hreyfa sig
og hefur minna fjármagn til að
stunda ýmiss konar áhættusama
hegðun á borð við reykingar og
áfengisneyslu,“ bendir Tinna á.
Að sögn Tinnu vonast íslenski
rannsóknarhópurinn til að bæta
við heildarmyndina í þessum
fræðum. „Hver og ein kreppa í
hverju landi er ólík en menn geta
séð eitthvert mynstur út úr rann-
sóknum við mismunandi aðstæð-
ur,“ segir hún og bætir við að
mikilvægt sé að rannsóknir hér
hefjist sem fyrst. „Þá hefðu nið-
urstöðurnar ekki aðeins fræði-
legt gildi á alþjóðlega vísu held-
ur hefðu líka hagnýtt gildi fyrir
íslenska stefnumótun í þessari
kreppu.“
gar@frettabladid.is
Heilsa batnar oftast
í efnahagskreppum
Erlendar rannsóknir sýna að heilsufar batnar í efnahagskreppum. Skert fjárráð
til reykinga og áfengisdrykkju og minni umferð og mengun og meiri hreyfing
er möguleg skýring. Rannsóknir á áhrifum bankahrunsins hér eru á frumstigi.
DR. TINNA LAUFEY ÁSGEIRSDÓTTIR Hópur íslenskra fræðimanna leitar nú leiða til að
fjármagna rannsóknir á áhrifum kreppunnar á heilsufar þjóðarinnar. Vonast er til að
rannsóknir geti hafist sem fyrst svo niðurstöðurnar gagnist Íslendingum í núverandi
kreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPURNING DAGSINS
Nýr Nicorette plástur
fæst nú 25 mg
og hálfgagnsær
Nýt
t!
Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því
að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má
forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur
er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja
leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi
fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan
háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með
barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ.
Nicorette Invisi 25 mg
Er að hærri styrkleika en fyrri
forðaplástrar frá Nicorette