Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2010, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 14.07.2010, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2010 3 Knitting Iceland var stofnað árið 2009 af Hélène Magnússon og Ragnheiði Eiríksdóttur sem hafa haft ýmis skemmtileg verkefni á prjónunum síðan þá. Má þar nefna vefrit, vefverslun, bókaútgáfu og einstakar prjónaferðir sem skipu- lagðar eru fyrir erlent prjónafólk sem kemur hingað til lands. 10. júní var fyrsta ferðin af því tagi farin og heppnaðist hún vonum framar. „Ferðin gekk ótrúlega vel. Flest prjónafólkið í ferðinni var frá Bandaríkjunum og Kanada auk eins Ástrala. Íslenski prjónaheim- urinn vakti mikla lukku meðal hópsins,“ segir Ásta Sif Theódóra Gísladóttir, fjármálastjóri Knitt- ing Iceland. Ferðin tók sjö daga þar sem dval- ið var á Vesturlandi og aðalbæki- stöð hópsins var hótel í Borgar- firði þaðan sem stuttar ferðir voru farnar. „Fyrri part dags voru nám- skeið og seinnipartinn var farið í stuttar ferðir, svo sem á textíl- safnið á Blönduósi, hestbak, fjór- hjólaferð og fleira til. Og auðvit- að voru prjónarnir alltaf uppi við og prjónað fram eftir öllum kvöld- um. Konurnar voru hissa á því hve margir kunna að prjóna og hekla hérlendis, en til að mynda í Banda- ríkjunum er þetta mjög afmörkuð kunnátta. Hér heima hittu þær alls staðar fyrir fólk sem kunni eitthvað fyrir sér í prjóni og þeim fannst það frábært.“ Næsta ferð verður farin í lok ágúst og sniðið á henni verður öllu ævintýralegra, en fyrri ferðin var hugsuð út frá lúxus. Yfirskrift þeirrar ferðar er „Knitting in the wild north“ og er vikuferð þar sem gist er á Hveravöllum í svefnpoka og mikið fer fyrir ferðum út í nátt- úruna. Þar verður prjónað uppi í koju á hálendinu sem Ásta Sif segir eflaust verða mikla upplifun. „Knitting Iceland hefur einnig skipulagt gönguferðir um Reykja- vík þar sem gengið er á milli garn- og textílbúða með leiðsögumanni og hönnuðir hittir fyrir. Framtíð- in býður svo vonandi upp á að við getum komið prjónaferðum fyrir Íslendinga á dagskrá. Það er næsta mál á dagskrá.“ juliam@frettabladid.is Prjónaferð vakti lukku Knitting Iceland fór af stað með prjónaferðir fyrir útlendinga hingað til lands nú í sumar. Fyrsta ferðin var farin 10. júní og tókst vonum framar en á dagskrá eru fleiri ferðir, meðal annars upp á hálendið. Erlendi hópurinn fékk heimsókn frá íslenskum prjónurum sem vakti mikla lukku. Í ferðinni var ýmist prjónað eða farið í styttri ferðir, til að mynda á hestbaki. Hópurinn heldur af stað í ferðalag að Ullarfossi. MYND/ÚR EINKASAFNI Í Húsafelli er hægt að eyða nótt- inni í notalegu smáhýsi. Þeir ferðalangar sem vilja sækja Húsafell heim hafa um ýmislegt að velja þegar kemur að gistingu. Þar er hægt að leigja sér sumarbústað í viku í senn eða planta sér niður á tjaldstæðinu. Þeir sem vilja fara milliveginn geta líka leigt sér smá- hýsi en það er hægt að gera eina nótt í einu. Gisting í smáhýsi kostar 2.500 krónur á mann fyrir nóttina. Inni í minni smáhýsunum eru dýnur fyrir tvo og ofnar til að hita þau upp en í þeim stærri rúm. Aðgang- ur að útieldhúsi er í boði fyrir þá sem gista í húsunum. - eö Smáhýsi í Húsafelli Í stærri smáhýsunum eru rúm og stóll. Þeir sem gista í húsunum hafa aðgang að útieldhúsi. Í minni smáhýsunum eru dýnur. Opnunartímar mán.–fös. kl. 9–18 laugard. kl. 9.00–16.00 Opið á sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Vöðlutilboð Joakim’s flugulínur Það tók 4 ár að fullkomna þessa línu 100% sambærileg helmingi dýrari línum hönnuð fyrir okkar köldu vötn. Verð aðeins 6.490 kr. Robinson fluguhjól Úr áli með diskabremsu 2.900 kr. Advance spinnstangir 6 - 8 - 9 og 10 fet frá 2.990 kr. Vasi Belti CE vottaðir og samþykktir af Siglingastofnun Íslands. • þolir allt að 20 hestafla mótor • þyngd 45 kg • harður botn og uppblásinn kjölur • árar og pumpa • Kemur í tösku og smellur í skottið á fjölskyldubílnum Verð 249.000 kr. Jaxon slöngubátur 290 cm og 320 cm Öndunarvöðlusett. Snowbee vöðlur og Jaxon skór aðeins 28.950 kr. Líklega langÓDÝRASTA öndunar vöðlusettið á Íslandi í dag. Ath. Vöðlutaska fylgir. Rafmagnsmótor að verðmæti 44.950 kr. fylgir meðan birgðir endast.Ný sending, örfáir bátar til. Verð aðeins 395 kr. TOPY spúnar Frábærar flugustangir í 4 hlutum með auka topp og flottum hólk Verð 36.900 kr. kynningartilboð 29.900 kr. Ertu búinn að fá nóg af eilífðarábyrgðinni sem fylgdi dýru stönginni sem þú átt því það tekur heila eilífð að fá topp í hana … + svimandi háann flutnings- kostnað?. Þú færð alla varahluti svo gott sem samdægurs í Joakim’s stangirnar á 4.500 kr. Nýtt módel IM10-MMX Joakim’s flugustangir 99 kr. flugan Sérvaldar silunga- flugur 10 stk. í poka. 990 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.