Fréttablaðið - 14.07.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 14.07.2010, Síða 22
18 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Gæti þessi dagur verið mikið lengri? Vó! Þetta ský lítur út eins og Hómer Simpson! Kannski eru skýin með skilaboð frá æðri mátt- arvöldum! Já! Þetta ský var að segja okkur að horfa á Simpsons í dag! Eða kannski var það að segja okkur að þetta verði ömurlegur dagur. Þetta ský var til þín. Ég ætla að horfa á Simpsons! Haltu á töskunni minni. Niður með yfirvaldið! Niður með yfirvaldið! Ég má ekki ganga í þessum bol heima. Kjánalegar hugsjónir eru betri en engar. Apinn á A. Apinn á A. Boltinn á B. Blaðran á B. Ég veit ekki lengur hverju ég á að trúa. Eitt af því góða sem efnahagshrunið hafði í för með sér er að nú er Íslend- ingum tamara en áður að mótmæla. Hegð- un sem hingað til var að mestu bundin grasrótarsamtökum þykir nú sjálfsögð fólki úr öllum þrepum samfélagsstigans. Það er hins vegar lykilatriði að mótmæl- in beinist gegn réttum aðila. Ef á að öskra sig hásan gegn óréttlæti er betra að öskra á orsakavald þess óréttlætis. AGS er með sendifulltrúa hér á landi og fylgist með því að eftir efnahagsáætlun sjóðsins og stjórnvalda sé farið. Skiljan- lega líkar það ekki öllum; ekki þarf annað en að skoða söguna til að sjá að sjóðurinn vinnur ekki eintóm gustukaverk. Hann starfar eftir ströngum lögmálum frjáls- hyggjunnar og lönd víða um heim hafa þurft að laga sig að þeim reglum, vilji þau fá aðstoð. Í ÞESSU samhengi er hins vegar rétt að rifja það upp að sjóðurinn er hér að ósk Alþingis Íslendinga og í samvinnu við ríkisstjórnina. Það var ekki svo að stjórnendur hans fengju þá góðu hug- mynd að skjótast til Íslands og taka til í efnahagsmálum þarlendra, þeir brugðust við beiðni um sam- starf og aðstoð. Líki mönnum ekki það samstarf, er eðlilegra að beina mótmælum sínum að hugmyndasmiðnum að baki samstarfinu; íslenskum stjórnvöldum. ANNARS er AGS fyrirtaks ljóti kall. Að honum er hægt að beina reiði sinni vegna ýmissa hluta og oft með réttu. Nefna má málefni Magma í því skyni. Þar eru undir- liggjandi stórmál um eignarhald auðlinda og óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki gert neitt í fyrr en of seint er í rassinn grip- ið. Íslendingar reyna nú á eigin skinni það sem þeir hafa reynt að gera öðrum í gegn- um orkuútrásina. Þar lágu auðlindir ann- arra þjóða undir. Á SÍÐUSTU árum hefur allt verið á sömu bókina lært; einkavæðing var það heill- in. Það tókst Íslendingum án AGS. Þar gengu stjórnvöld óstudd og fengu stuðn- ing í hverjum kosningum á fætur öðrum, bæði í landsstjórn og hjá sveitarfélögum. Þetta eru því trauðla framandi hugmynd- ir. Núverandi stjórnvöld hafa síðan lítið gert til að vinda ofan af þessu. ÞEGAR Sovétríkin vildu gagnrýna kín- versk stjórnvöld brugðu þau á það ráð að skamma Albaníu. Þeir sem standa nú vaktina fyrir utan skrifstofu sendifulltrúa AGS og skamma hann hæst í fjölmiðlum ættu kannski að minnast þessa og snúa skömmum sínum að íslenskum stjórnvöld- um. Albanía skömmuð enn á ný OPIÐ KL. 11 - 19 ALLA DAGA VIKUNNAR BÆKUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.