Fréttablaðið - 16.07.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 16.07.2010, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI16. júlí 2010 — 165. tölublað — 10. árgangur FÖSTUDAGUR skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég baka oft pönnukökur,“ segir Gunnhildur Daðadóttir fiðluleik-ari. Uppskriftina fékk hún hjá ömmusystur sinni. „Hún kenndi mér að baka pönnukökur og það voru mikil fræði á bak við þær. Það má aldrei hræra deigið rang sælis vegna þess að þá misl-ukkast þær. Ég er að reyna að halda uppi heiðri fjölskyldunnar með því að halda áfram að baka pönnukökur.“Gunnhild Setur pönnuna á prímus Ef deigið væri hrært rangsælis gætu pönnukökurnar mislukkast. Þetta var trú ömmusystur Gunnhildar Daðadóttur fiðluleikara sem gefur lesendum uppskrift að pönnukökum sem eru vinsælar um heiminn. Gunnhildur Daðadóttir hefur gefið Finnum, Bandaríkjamönnum og Íslendingum pönnukökur að smakka. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 50 g smjörlíki3 dl hveiti 4-5 dl nýmjólk1 tsk. vanillusykur½ tsk. lyftiduft¼ tsk. hjartarsalt½ tsk. salt unni og látið kólna. Blandið þurrefnunum saman. Blandið mjólk-inni rólega saman við á meðan hrært er réttsælis í blöndunni bræddu smjörlíkinu. Bakið svo þunnar pönnukökur á pönnu-kökupönnunni. Be ið f PÖNNUKÖKUR FIÐLULEIKARANS Hrærðar réttsælis 20 STYKKI 4ra rétta Góð tækifærisgjöf! Kryddlegin bleikjameð rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósuHumarsúparjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsinsþað ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvennameð steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapiocameð steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr tilboðsseðill KÁTIR DAGAR hófust í Langanesbyggð í gær og standa fram á sunnudag. Á Kátum dögum er skemmti- leg dagskrá fyrir alla fjölskylduna og má þar nefna fjölda dansleikja fyrir börn, unglinga og fullorðna. föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 16. júlí 2010 ER SVOLÍTILL Ofurfyrirsæta í Reykjavík Rússneska ofurfyrirsætan Natalia Vodianova nýtur veðurblíðunnar í Reykjavík. fólk 30 Spennusaga sem rígheldur SG / MBL ÓGLEYMANLEG HH / MBL Hrífandi örlagasaga www.forlagid.is VEÐUR Gert er ráð fyrir áfram- haldandi blíðviðri á landinu í dag og á stærstum hluta landsins um helgina. Hlýjast verður á suð- vesturhorni landsins. Gert er ráð fyrir góðu veðri á nánast öllu landinu í dag og meiri hita en í gær. Hæstur verð- ur hitinn um 20 stig á Kirkju- bæjarklaustri um miðjan dag, samkvæmt upplýsingum frá Veður stofu Íslands. Á morgun er gert ráð fyrir því að hitinn verði á bilinu tíu til tut- tugu stig og hlýjast verði á Suð- vesturlandi. Léttskýjað verður víða um land en dálítil væta á Norðausturlandi. Vindur verð- ur um þrír til átta metrar á sek- úndu. Á sunnudag kólnar heldur í veðri og líkur eru á skúrum seinni part dagsins inn til landsins. Áfram verður hlýjast á Kirkju- bæjarklaustri og rigning á Norð- austurlandi en annars staðar verð- ur léttskýjað eða bjartviðri. - þeb Spár gera ráð fyrir hlýju og þurru veðri í flestum landshlutum: Búist við blíðviðri um helgina Sandkastalakeppni krakka Á Bryggjuhátíð á Stokkseyri um helgina verða meðal annars veitt verðlaun fyrir flottasta sandkastalann. allt 2 12 12 14 15 1520 20 SÓL OG BLÍÐA! Í dag verður víðast hæg norðlæg átt en NA- strekkingur SA-til. Yfirleitt bjartviðri en skýjað með köflum og dálítil væta A-til. Hiti 10-22 stig, hlýjast S- og V-lands. VEÐUR 4 Reif af sér gifsið Hjördís Lilja Örnólfsdóttir dansari mátti ekki fara með gifs um borð í flugvél. fólk 30 VÍSINDI Neysla á svokölluðum diet- drykkjum getur aukið líkurnar á fyrirburafæðingum um allt að 78 prósent, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í lækna- tímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsóknin var unnin sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Statens Serum Ins- titut í Danmörku og Harvard. Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands og stjórn- andi rannsóknarinnar, segir að rannsóknum á áhrifum sætuefna á menn sé enn mjög ábótavant. Þetta sé fyrsta rannsóknin á því sviði. „Niðurstöðurnar sýndu að þær konur sem neyttu lítra á dag eða meira af drykkjum með sætuefn- um voru í 78 prósent meiri hættu að eignast barnið sitt fyrir 37. viku,“ segir Þórhallur. „Þær sem drukku einungis eitt glas á dag voru í 38 prósent meiri hættu.“ Verkefnið var stór ferilrannsókn sem 59.334 danskar konur tóku þátt í strax frá upphafi meðgöngu. Þær svöruðu spurningarlistum varðandi mataræði og tekin voru regluleg viðtöl við þær í gegnum síma alla meðgönguna. Unnið var úr upplýsingunum og þær bornar saman við upplýsingar frá fæðing- ardeildum sjúkrahúsa eftir fæð- ingar. Í ljós kom að þær sem höfðu neytt drykkja með sætuefnum voru í mun meiri hættu að eignast börn sín fyrir tímann. Neysla sykraðra drykkja virtist ekki hafa nein áhrif. Þórhallur segir aspartam, sem er í flestum tegundum sykurlausra drykkja, ekki vera líffræðilega óvirkt efni og rannsóknir á dýrum hafi leitt í ljós að það geti valdið fyr- irburafæðingum. „Það er alltaf raunin með virk efni að það eru einhverjir hópar sem þola þau ekki,“ segir hann. „Þess vegna eru ófrískar konur kjörinn hópur til rannsókna. Fóstr- ið og konan eru mjög viðkvæm og tímabilið varir stutt. En það vantar vissulega upp á rannsóknir á þess- um sviðum.“ Þórhallur segir ekki skynsam- legt að hvetja fólk til að auka eða minnka eitt né neitt eftir niður- stöður fyrstu rannsókna á tiltekn- um efnum. „Við viljum að aðrir fari í sín gagnasöfn og skoði hvort þetta sé eitthvað sem taka ber alvarlega,“ segir hann. - sv Sætuefnin fjölga fyrirburum Neysla drykkja með sætuefnum á meðgöngu getur aukið líkur á fyrirburafæðingum um 78 prósent sam- kvæmt nýrri rannsókn HÍ, Statens Serum Institut og Harvard-háskóla. Um 60 þúsund konur tóku þátt. Tvö íslensk töp í gær KR og Breiðablik töpuðu bæði fyrri leikjum sínum í Evrópukeppninni gær. íþróttir 26 VÍSINDI Breskir vísindamenn hafa nú leyst hina ævafornu gátu um það hvort kom á undan, hænan eða eggið. Svar- ið er hænan. Vísinda- mennirnir segja annað óhugsandi en að hænan hafi komið á undan vegna þess að framleiðsla eggja sé aðeins möguleg vegna tiltekins prót- eins í eggja- stokkum hæn- anna. „Menn hefur lengi grunað að eggið hafi komið á undan en nú höfum við vísindalega sönnun þess að í raun var það hænan,“ sagði dr. Colin Freeman við Sheffield-háskóla þegar niður- staðan var ljós. Til að komast að henni þurfti ofurtölvan HECToR að kanna byggingu eggs nánar en hingað til hefur verið unnt. - sh Vísindamenn ráða gátuna: Hænan kom á undan egginu HÆNA OG EGG Í ljós er komið að hæna verpti fyrsta hænueggi veraldar. Samkvæmt því klakt- ist hænan sú ekki úr hænueggi. STÖKKSÝNING Á YLSTRÖNDINNI Fjölmörgum gestum á ylströndinni í Nauthólsvík brá í brún í gær þegar bláklæddar ninjur réðust inn á ströndina og hoppuðu og skoppuðu. Bláu ninjurnar hafa skotið upp kollinum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið á síðustu vikum en enn er á huldu hverjir þarna eru að verki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.