Fréttablaðið - 16.07.2010, Page 6

Fréttablaðið - 16.07.2010, Page 6
6 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR MANNFJÖLDI Fólksfjöldi á Íslandi breyttist lítið á öðrum fjórð- ungi ársins. Í lok júní bjuggu 317.900 manns á landinu, sam- kvæmt nýjum tölum frá Hag- stofu Íslands. Þar af voru 21.100 erlendir ríkisborgarar. Um 1.200 börn fæddust á fyrstu þremur mánuðum ársins, en 530 einstaklingar létust. Um 710 fleiri fluttu frá landinu en til. Meirihlutinn voru einstaklingar með erlent ríkisfang, en um 160 fleiri Íslendingar fluttu frá land- inu en til, flestir til Noregs. - bj Fólksfjöldi stendur í stað: Fleiri flytja frá Íslandi en til EFNAHAGSMÁL Fall Aska Capital mun ekki hafa nein áhrif á tryggingafélagið Sjóvá, en félagið sér fram á tap vegna falls Avant, dótturfélags Aska. Óvíst er hversu mikið tapið verður. Ólafur Njáll Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Sjóvár, segir félagið þola það áfall, og viðskiptavinir þurfi ekki að óttast að félagið sé að fara í þrot, og málið muni engin áhrif hafa á þá. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag bjargaði ríkissjóður Sjóvá frá falli í fyrra með kaupum Seðlabankans á 73 prósenta hlut í félag- inu. Kaupverðið var 11,6 milljarðar, 6,2 milljarð- ar í formi bréfa í Öskum Capital og 2,9 milljarðar í formi bréfa í Avant. Bæði félögin eru nú komin í þrot. Skuldabréf Aska eru tryggð með bréfum sem eru með ábyrgð ríkissjóðs, og mun fall Aska ekki hafa nein áhrif á Sjóvá, segir Ólafur. Félagið muni ekki fara undir lágmörk Fjármálaeftirlitsins þrátt fyrir að Askar hafi farið í þrot. Skuldabréf Avant eru tryggð með öðrum hætti, og verður gengið í að innheimta þær tryggingar, segir Ólafur. Hann segir óvíst hversu mikið tap félagsins vegna þessa geti orðið, en stærstu eigend- ur Sjóvár ábyrgist að félagið muni standast skil- yrði Fjármálaeftirlitsins um eigið fé og gjaldþol með því að leggja Sjóvá til aukið fé ef þörf krefji. - bj Óvíst hversu miklu Sjóvá mun tapa vegna 2,9 milljarða króna bréfa í Avant: Óttast ekki að Sjóvá fari í þrot SJÓVÁ Seðlabankinn lagði fram bréf í Öskum Capital og dótt- urfélagi þess, Avant, til að fjármagna Sjóvá eftir að félagið var endurreist á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Daniel Hannan á hádegisfundi Heimdallar Allir velkomnir – nánar á xd.is & frelsi.is Í dag, föstudaginn 16. júlí, kl. 12.00 í Antares-salnum í Háskólanum í Reykjavík. Hannan er í breska Íhaldsflokknum og er þingmaður á Evrópuþinginu. Hannan ræðir Icesave-deiluna, málefni Evrópusambandsins, stöðu Íslands í samningaviðræðum við sambandið og hvernig hugsanlegur aðildarsamningur muni líta út. Daniel Hannan Sjálfstæðisflokkurinn Ætlar þú í tjaldútilegu í sumar? Já 37,% Nei 62,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú sótt kvikmyndahús í sumar? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL „Ég missi ekki svefn út af þessu,“ segir Steinunn Guð- bjartsdóttir, formaður slita- stjórnar Glitnis, um þau orð Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar að hann hyggist höfða meiðyrðamál á hendur henni vegna meintra lyga í eið- svörnum yfirlýsingum fyrir dómstólum. Fréttablaðið náði ekki tali af Jóni Ásgeiri í gær en í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagðist hann jafn- framt ætla að krefjast kyrrsetningar á eign- um Steinunnar hjá sýslumanninum í Reykjavík þar til niður- staða fengist í meiðyrða- málið. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart,“ segir Stein- unn. „Það er greinilegt að hann er ósáttur við það sem við erum að gera en það eina sem ég er að gera er að sinna skyldum mínum í slitastjórn Glitnis við að grípa til þeirra aðgerða sem ég tel að séu nauðsyn- legar. Honum er náttúrlega frjálst að gera það sem hann vill – ég kippi mér ekki upp við það.“ Aðspurð segist Stein- unn ekki te lja a ð hún hafi að neinu leyti farið yfir strikið í eiðsvörnum yfirlýsingum sínum fyrir dómi í London og New York. Henni virðist sem málið snúist fyrst og fremst um tölvupóst með yfirliti yfir inni- stæður Iceland Foods. „Og ég hef aldrei fullyrt að þessar innistæður hafi tilheyrt honum,“ segir hún. Jón Ásgeir sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ætla að áfrýja alheimskyrrsetningu eigna sinna þrátt fyrir að dómari hafi hafnað beiðni hans um áfrýjun fyrir viku. „Mér skilst að hann geti óskað eftir áfrýjunarleyfi og það er síðan dóm- arans að ákveða hvort hann veitir það,“ segir Steinunn. „Dómarinn var hins vegar býsna skýr hvað þetta varðaði og það hefur ekkert nýtt komið fram sem ætti að breyta þeirri afstöðu. Þetta mál með þenn- an tölvupóst breytir engu í þessu samhengi.“ Spurð um kostnað slitastjórnar- innar við málaferlin segist Stein- unn engar tölur geta gefið upp. „En það sem við höfum þegar end- urheimt á grundvelli rannsóknar Kroll er að minnsta kosti tvöfalt það sem við höfum varið í rann- sóknina og málaferlin,“ segir Stein- unn. „Við teljum ljóst að það sé vel þess virði að eyða púðri í það að leitast við að endurheimta verð- mæti og að okkur muni takast að endurheimta mun hærri fjárhæðir í gegnum þetta.“ stigur@frettabladid.is Steinunn missir ekki svefn yfir áformum Jóns Ásgeirs Formaður slitastjórnar Glitnis óttast ekki málshöfðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem ætlar að krefjast kyrrsetningar á eignum hennar. Rannsókn Kroll hefur þegar skilað tvöfalt meira fé en hún kostaði Glitni. Fasteign í London í eigu Jóns Ásgeirs var seld einum degi áður en slitastjórn Glitnis lagði fram kyrrsetningarbeiðni þar ytra í maí síðastliðnum, að því er fram kom í Morg- unblaðinu í gær. Söluverðið var um 1,5 milljónir punda, eða um 290 milljónir íslenskra króna, sem er meira en andvirði allra þeirra eigna sem Jón Ásgeir hefur gefið upp til kyrrsetningar. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagðist Jón Ásgeir hafa selt fasteignina vegna eignauppgjörs við fyrrverandi eiginkonu sína. Eignin hefði verið sett á sölu hinn 10. nóvember 2009 og að eins og allir vissu tæki það þrjá til fjóra mánuði að ljúka sölu á fasteignum í Bretlandi. Það hafi bara viljað svo til að sölunni hefði verið lokið degi fyrir kyrrsetningarbeiðnina. Steinunn Guðbjartsdóttir sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að málið væri í skoðun hjá slitastjórninni eins og öll önnur en vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Spurð hvort henni þætti það trúverðug skýring að tilviljun hefði ráðið því að salan hefði farið í gegn þenn- an dag sagði hún sínar skoðanir á því ekki skipta máli. „Það er ástæðulaust að ég sé að fabúlera um það. Ég held að fólk verði bara að draga sínar ályktanir sjálft.“ Seldi fasteign í London degi fyrir kyrrsetningarbeiðni Honum er náttúrlega frjálst að gera það sem hann vill – ég kippi mér ekki upp við það. STEINUNN GUÐBJARTSDÓTTIR FORMAÐUR SLITASTJÓRNAR GLITNIS JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON STEINUNN GUÐBJARTSDÓTTIR FILIPPSEYJAR, AP Að minnsta kosti 26 eru látnir eftir að flóðbylgja skall á eyjunni Luzon á Fil- ipps eyjum, á miðvikudag. 38 til viðbótar er saknað. Meira en helmingur eyjunnar, þar á meðal höfuðborgin Man- illa, er nú án rafmagns og er talið að það taki nokkra daga að koma því í lag. Tugum fluga var aflýst og skólum og opinberum stofn- unum lokað. Þá lést ein kona í Japan og þriggja er saknað eftir gríðarlega vont veður þar. Um tíu þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín þar. - þeb Slæmt veður í Asíu: Flóðbylgja varð 26 að bana VESTFIRÐIR Bæjarstjórn Vestur- byggðar óttast að sú ráðstöfun dómsmálaráðherra að fela sýslu- manninum á Patreksfirði emb- ættið á Ísafirði með aðalbæki- stöðvar þar í eitt ár sé undanfari þess að embættið á Patreksfirði verði lagt niður. „Umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði, það er Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur, er mjög einangrað svæði. Samgöng- ur á milli þessara svæða liggja niðri hluta úr ári. Því er nauðsyn- legt að í Vesturbyggð sé starfs- stöð með góðri þjónustu og að þar starfi lögfræðingur,“ segir bæj- arstjórnin. - gar Ósátt við dómsmálaráðherra: Óttast að missa sýslumanninn PATREKSFJÖRÐUR Sýslumaðurinn á Patr- eksfirði á að bæta við sig embættinu á Ísafirði og hafa aðalbækistöð þar. STJÓRNSÝSLA Fjármálaráðuneyt- ið braut lög með því að semja ein- hliða um kaup á flugfarmiðum af Icelandair í maí í fyrra. Þetta segir kærunefnd útboðsmála. Iceland Express kærði fjármála- ráðuneytið vegna samningsins við Icelandair og krafðist skaðabóta. Kærunefndin segir hins vegar að þótt ráðuneytið hafi ekki sinnt útboðsskyldu sinni hafi Iceland Express ekki sýnt fram á að fyrir- tækið hafi átt raunhæfa möguleika á að verða valið af ráðuneytinu í útboði. Þá hafi ráðuneytið komið til móts við kröfu fyrirtækisins að því leyti að það hafi beint því til Ríkiskaupa að skoða möguleika á að bjóða út inn- kaupin á farmið- unum. Iceland Express benti á að kostnaður af ferðum ráðherra og starfsmanna ráðuneyta á fyrstu fjórum mánuð- um þessa árs hafi numið 280 millj- ónum króna. Verulegur hluti þess væri vegna farmiðakaupa. Fjármálaráðuneytið fyrir sitt leyti bar því meðal annars við að ekki væri um svokallaðan ramma- samning að ræða. Aðeins væri um að ræða kaup á stökum farmiðum í hvert skipti. Þessari skilgrein- ingu hafnar kærunefndin. Þó ekki sé hægt að leggja saman öll kaup ríkisins á farmiðum hafi ráðuneytið gert samning um afsláttarkjör fyrir hönd fjölmargra opinberra aðila og því sjálft hlotið að hafa metið það sem svo að um samlegðar áhrif væri að ræða. Í samræmi við útboðs- skyldu og jafnræðisreglu laga hafi átt að bjóða viðskiptin út. - gar Kærunefnd útboðsmála gagnrýnir samning fjármálaráðuneytisins við Icelandair: Bar að bjóða út kaup á flugfarmiðum STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.