Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2010, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 16.07.2010, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 15 Margir þingmenn leggja nú allt kapp á að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þannig leggjast þeir gegn því að kjósendur fái að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þeir leggj- ast einnig gegn því að látið verði á það reyna í viðræðum við ESB hvort að við Íslendingar fáum ásættanlegan samning í sjávarút- vegs-, landbúnaðar- og uppbygg- ingarmálum og hvort að sam- bandið sé reiðubúið að aðstoða Seðlabankann við að styrkja stöðu krónunnar áður en tekin verður upp evra. Þetta er ekki lýðræðislegur málflutningur og ekki til þess fallinn að efla trúverðugleika þingheims þar sem kjósendur hafa ákaft kallað eftir beinu lýð- ræði. Þessi forræðishyggja ber heldur ekki vott um að þingmenn treysti kjósendum. Almenningur kallar eftir breyttum og lýðræðislegri vinnu- bröðum á þingi, hjá stjórnmála- flokkum og þingmönnum. Það að ganga gegn rétti kjósenda til að greiða atkvæði um aðildarsamn- ing við ESB ber ekki vott um ný og bætt vinnubrögð heldur gamal- dags niðurrifsstarfsemi, pólitískt karp og refskák. Á þessum erfiðum tímum ættu stjórnmálamenn að vinna saman og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar í viðræðum við ESB. Kjósendur eiga skýlausan rétt á því að fá að sjá aðildarsamn- ing við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Treystum þjóðinni. Nú er lokið fyrsta, og vonandi seinasta, árinu þar sem nýnemar í framhaldsskóla voru teknir inn eftir heimskulegu, ósanngjörnu, hverfaelítísku og umfram allt kolólöglegu kerfi. Vonandi munu þeir sem áttu hugmynd að uppsetningu þessa kerfisskrípis halda sér í óra- fjarlægð frá öllu sem viðkemur menntamálum næstu áratugina. Samkvæmt nýja kerfinu eiga skólarnir að taka inn tæplega helming af nemendum úr skól- um úr sínu hverfi, jafnvel þótt umsóknir annarra nemenda úr öðrum hverfum hafi verið betri. Þannig komst nemandi úr Breiðholti með 8,5 í meðalein- kunn ekki í MR en nemandi úr Vesturbænum með lægri ein- kunn fór inn. Það er ekki annað hægt en að klappa fyrir þessari nýstárlegu túlkun á jafnrétti til náms. Allir eru jafnir, en það er jafnan betra að búa ekki í Jafn- aseli. En fyrir utan það hve sjúkt og ómannlegt það er að meta ekki einstaklinginn út frá hans eigin afrekum, hæfileikum og aðstæð- um heldur því hvar foreldrar hans keyptu sér raðhús, þá er umrætt kerfi ólöglegt. Í lögum um framhaldsskóla er hvergi ýjað að því að búseta geti verið málefnaleg forsenda mismun- unar. Í gildandi reglugerð um innritun í framhaldsskóla má heldur ekki sjá nein ákvæði þess efnis að heimilt sé að búa til ein- hver skólahverfi og forgangs- skóla. Þvert á móti er tekið fram að landið sé eitt innritunar- svæði og að skólastjórnendum beri að gæta jafnræðis og sam- ræmis við mat á sambærileg- um umsóknum. Þessi reglugerð hefur staðið óbreytt frá 2008. Núgildandi „kerfi“ var hins vegar aðeins kynnt í dreifibréfi til skólastjórnenda. Eru dreifi- bréf orðin æðri en lög og reglu- gerðir? Vissulega getur það kannski talist réttmætt að láta nemend- ur til dæmis njóta forgangs í eina skólann í sinni heimabyggð. Það er mikil krafa af ólögráða einstaklingi að flytja búferlum til að afla sér menntunar. En það er ekki mikil krafa að biðja Reykvíking um að labba aðeins lengra, eða taka strætó. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Ég vorkenni engum sem þarf að ferðast í tuttugu mínútur til að afla sér menntunar við sitt hæfi. Í skóla við sitt hæfi. Menntamálaráðuneytið stærir sig nú af því að flestir nemend- ur hafi valið skóla í sínu hverfi, að flestir nemendur hafi feng- ið inngöngu í þá skóla sem þeir völdu og að betur hafi gengið en áður að finna öllum skóla- vist. Að sjálfsögðu nýttu flest- ir nemendur einn af tveimur valmöguleikum sínum í skóla innan hverfisins! Betra er að fara í skóla sem mann langar ekkert sérstaklega í en er stutt frá heldur en í skóla sem er langt frá og engan annan lang- aði heldur í. Krakkarnir völdu því gjarnan þá skóla sem kerf- ið þvingaði þá til og fyrst þeir hlýddu svo fallega þá hlutu þeir flestir inngöngu í þá skóla. Það er sorglegt að einhver gleðjist yfir því að tekist hafi að hræða grunnskólanemendur til hlýðni. Vissulega sköpuðust ákveðin vandræði í fyrra sem tengdust að einhverju leyti hinni vondu ákvörðun um aflagningu sam- ræmdra prófa og einkunnaverð- bólgunni sem henni fylgdi, en fyrst og fremst voru einfald- lega margar umsóknir í fram- haldsskólana og fá pláss. Þegar farþegarnir eru fleiri en sætin í vélinni, þá skiptir ekki miklu máli í hvaða röð menn labba um borð, einhver mun þurfa að sitja eftir. Þannig var þetta í fyrra. Nýju innritunarreglurn- ar hindra eðlilega fjölbreytni í skólakerfinu. Þær skerða möguleika barna í fátækari hverfum til að komast í eldri og rótgrónari skóla. Þær mismuna ungu fólki á forsend- um sem það hefur ekkert um að segja. Þær eru til þess fallnar að skapa gremju og réttláta reiði hjá fólki sem stendur frammi fyrir einu fyrsta stóra vali í lífi sínu. Svo eiga þær sér enga stoð í lögum. Ég vona að allir sem hafi orðið fyrir barðinu á þessari vitleysu kæri mennta- málaráðuneytið og að allir aðrir sem beri hag íslensks mennta- kerfis og íslenskra ungmenna fyrir brjósti beiti sér fyrir því að kerfinu verði breytt. Loks væri óskandi að ráðherra fyndi sér starfsvettvang þar sem hún getur ekki lagt drauma ungs fólks í rúst með illa ígrundaðri vitleysu. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Ólögleg innritun Í svari greinarhöfundar við fyr-irspurnum Morgunblaðsins á áramótum 2001 og 2 kom þetta m.a. fram: „Staða og öll meðferð ríkisfjármála hin síðari misserin valda hugsandi mönnum vökum. Þegar mikið lá við að beita stjórn fjármála til hins ítrasta vegna þenslu í efnahagsmálum og hroll- vekjandi viðskiptahalla, hefir verið haldið þveröfugt á þeim málum. Í stað strangs aðhalds hefir allt vaðið á súðum. Til dæmis hækkaði útgjaldahlið fjár- laga um 20% milli áranna 2000 og 2001 m.a. vegna óráðsíu ráðherr- anna, sem eyddu 15 milljörðum króna umfram heimildir á fjár- lögum ársins í ár. Tilburðir um þriggja milljarða tekjuafgang rík- issjóðs á fjárlagaárinu 2002 munu verða að aðhlátursefni, þegar rík- isstjórnarmenn hafa gengið í sjóð- inn og sótt sér hnefa. Nú er það öllum venjulegum mönnum vitanlegt að á alvörutím- um, sem nú hafa sótt okkur heim í efnahagsmálum, eigum við undir því mest að tryggja fjárhag rík- isins og beita aðhaldi til hins ítr- asta. Ekkert er sinnt um beitingu ríkisfjármála til heftingar verð- bólgu og viðskiptahalla. Að vísu beitir ríkisstjórnin okurvöxtum, sem að öðru jöfnu vinna gegn verðbólgu, en sem ásamt verð- tryggingu eru gersamlega að sliga fyrirtæki og einstaklinga. En á sama tíma tilkynnir rík- isstjórnin áform sín um skatta- lækkanir, sem hafa áhrif í þveröfuga átt við vaxtaokrið. Hríðfelldir skattar á fyrirtæki gera þeim kleift að auka umsvif sín og eru þess vegna spennu- valdar.“ Greinarhöfundur var æ ofan í æ sakaður um að hafa uppi „dóma- dagsspár“ þegar hann kom skoð- unum sínum á framfæri á þessum árum. Því miður reyndist hann sannspár. Svo mun einnig reynast um margendurteknar spár hans, að sagnfræðingar framtíðarinn- ar muni kveða upp harðari dóm yfir Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni en nokkrum öðrum landsstjórnarmönnum á Íslandi fyrr og síðar. „Vituð ér enn …“ Bankahrunið Sverrir Hermannsson fyrrverandi bankastjóri Greinarhöfundur var æ ofan í æ sak- aður um að hafa uppi „dómadagsspár“ þegar hann kom skoðunum sínum á framfæri á þessum árum. Því miður reyndist hann sannspár. Það að ganga gegn rétti kjósenda að greiða atkvæði um aðildarsamning við ESB ber ekki vott um ný og bætt vinnubrögð heldur gamaldags niður- rifsstarfsemi, pólitískt karp og refskák. Niðurrifsstarfsemi eða nútíma lýðræði Evrópumál Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.