Fréttablaðið - 16.07.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 16.07.2010, Síða 16
 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Menning Sverrir Björnsson hönnuður Er það vilji andskotans umboðs-laun eða gróði að fjármagnseig- endum sé bætur skaðinn af banka- hruninu en þeir sem ekkert áttu nema skuldir og strit beri kostn- aðinn á sínum herðum um ókom- in ár? Sagan hefur lag á að endurtaka sig og meginstef sögunnar er að þeir sem verst eru settir í samfé- laginu bera byrðarnar af mistök- um stjórnvalda og græðgi eigna- valdsins. „Ríkur búri ef einhver er, illa máske þveginn, höfðingjar við síðu sér setja hann hægra megin. Fátækur með föla kinn Fær það eftirlæti, á hlið við einhvern hlandkoppinn honum er ætlað sæti.“ HJ Langlundargeð alþýðu þessa lands er með ólíkindum, þegjandi hefur hún um aldir axlað byrðar af mistökum valdamanna. Einn er þó maður sem óhræddur bauð stjórn- völdum birginn og barðist gegn óréttlætinu með beittu sverði sínu; skáldagáfunni. Hjálmar Jónsson, kenndur við Bólu í Skagafirði, bjó alla tíð við kröpp kjör og fjandsamleg yfirvöld. Hjálmar tók misréttinu ekki þegj- andi heldur orti magnaðar vísur sem enn lifa með þjóðinni. Mergjað alþýðuskáld sem gaf hinum kúguðu rödd. Hvöss gagnrýni Hjálmars á auðsöfnun og sérgæsku á erindi við okkur í dag sem og gagnrýni á and- varaleysið og græðgisvæðinguna. „Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við andvirði freistinganna.“ HJ En hver er minningin um þetta alþýðuskáld örþjóðar, okkar Hróa hött og Spartakus? Styttur af hagmæltum ráðherr- um og athafnaskáldum eru dreifðar um allar koppagrundir og styttum af skáldum velþóknanlegum yfir- völdum er hrúgað upp. En að Bólu í Blönduhlíð bælir nálituð sinan sig, slegin niður af rigningunni, bæld af þunga vetrarins. Minning skáldsins lítill minnisvarði, ísblá fjöllin og næðingurinn með hlíðinni örstutt frá þjóðbraut landsins. Það er sorgleg þjóð sem ekki þekkir sögu sína og saga alþýðu- fólks á Íslandi er að mestu óskrif- uð. Talið er að frá upphafi land- náms hafi tvær milljónir Íslendinga dregið lífsandann en af einni millj- ón fer engum sögum. Hún er horf- in í myrkur tímans. Mér segir svo hugur um að týnda þjóðin sé ein- mitt eignalausa fólkið sem nú axlar þögult byrðarnar, skattahækkanir og niðurskurðinn. Fólkið sem ekk- ert átti annað en skuldir og erfir fleiri og meiri skuldir frá útrás- arvíkingum og vanhæfum stjórn- völdum. Fólkið sem áður fyrr var bundið í þrælahöft höfðingjanna; vistarbandið, sem gerði hvern mann að þræl jarðeigenda. Fólk sem engin vopn hafði til að verja sig en í menningu þess lifðu vísur og kviðlingar sem réttu hlut þeirra og gerðu lífið bærilegra. Dr. Kristján Eldjárn skrifaði um Bólu Hjálmar: „Veraldarsaga Hjálmars Jóns- sonar er í einu orði sagt saga hins snauða íslenska kotbónda fyrri alda. Hún er öreigasaga frá upphafi til enda. Lífsbarátta hans var eins og sú sem þúsundir hans líka háðu um landið allt, ævilangt návígi við fátækt og skort.“ Það er löngu kominn tími til að minningu alþýðufólks fyrri alda sé meiri sómi sýndur. Ekki hefur stundin til þess verið betri en ein- mitt núna þegar höfðingjavald- ið hefur steypt þjóðinni á haus- inn og alþýðan þarf sem fyrr að taka afleiðingunum „óláns hrekst í stríðan straum og steyti á smán- arbergi“. Bóla í Skagafirði er tilvalinn staður fyrir ljóða- og lífsstílssafn um lífsbaráttu fátæks fólks á fyrri öldum. Staðurinn er sögufrægur og í alfaraleið. Þeim sem málið er skylt ættu að taka til hendinni og heiðra minningu þessa merkilega manns og þessa merkilega fólks með því að reisa ljóða- og lífsstíls- safn alþýðu fólks á fyrri tíð að Bólu. Alþýðusambandi Íslands, mennta- málaráðuneytinu, Þjóðminjasafn- inu og afkomendum Bólu Hjálmars ætti að renna blóðið til skyldunnar og taka frumkvæði í málinu. Fyrsta skrefið gæti verið að efna til sam- keppni meðal arkitekta um hönn- un upplifunarsafns að Bólu. Vel hönnuðu safni þar sem við getum skynjað og skoðað hvernig kjör alþýðufólks voru á hörðustu öldum Íslandssögunnar. Fundið á eigin skinni kuldann, gengið um vistar- verurnar, fundið lyktina, séð ljósið af kolatírunni, snert förtin, smakk- að matinn og heyrt hugsanir þess í rímunum. Lesið og séð stuttar ævi- sögur barna, kvenna og manna. Og þegar við stígum út í sólglitr- andi víðáttu Skagafjarðar verður í brjósti okkar lítill glampi af lífi forfeðranna; hörkunni, voninni og stærðinni í smæðinni. Ný Bóla Þessi yfirskrift er stafrétt tilvitn-un í grein Jóns Þorlákssonar, þá formanns Íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins, í Eimreiðinni 1926. Jón var afar gætinn og fram- sýnn stjórnmálamaður. Hann vildi horfa til nýrra tækifæra með fram- farir í huga, en hann vildi einnig viðhafa mikla aðgæslu. Þess vegna segir hann í sömu grein, að það sé ekki fyrr en íhaldsmaðurinn, eftir sína nákvæmu athugun, er orðinn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýjungar, þá fylgi hann henni eftir með festu þess manns, er geri miklar kröfur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni. Ég hygg, að þeir séu æði marg- ir, sem geta tekið undir með hinum gengna stjórnmálamanni og ekki síst nú, þegar rætt er um hugsanlega aðild að ESB. Slíkir menn finnast í öllum stjórnmálaflokkum landsins. Þeir sjá þar möguleika á nýjung, er geti fært þjóð okkar betri framtíð. Þess vegna hefur verið farið í aðild- arviðræður. Hinir eru einnig til, sem eru, að óreyndu máli, vissir um að þetta verði okkur ekki til gæfu. Þeir hafa sagt það „raunsætt mat“, að Íslend- ingum sé það fyrir bestu að standa utan ESB. Þeir hafa lagt til, að umsókn okkar um aðild verði tekin aftur. En hvernig getur mat á slíkum málum verið raunsætt, þegar samn- ingur liggur ekki fyrir? Þannig hefur margur spurt, að minnsta kosti úr röðum sjálfstæðismanna. Ég hef verið í þeirra hópi, en feng- ið þau svör, að mér væri óhætt að treysta hinu „raunsæja mati“ og ætti bara að þiggja handleiðslu þeirra, sem viti allt miklu betur en ég. Eitt sinn á liðnu ári var boðað til fundar í Sjálfstæðisflokknum um stjórnmálaviðhorfið. Framsögumað- ur hvatti mjög til samræðu innan flokksins, að menn ræddu ólík við- horf og reyndu að finna lausnir, sem allir gætu sætt sig við. Hann taldi upp ýmsa málaflokka, þar sem þetta ætti við. Ég saknaði þar Evrópumál- anna, en hann sagði mér, að þessa gerðist ekki þörf þar. Niðurstöðurn- ar lægju þegar fyrir. Ég hef hingað til talið, að ég væri læs, og þannig fundið út, að samn- ingar þjóða við bandalagið væru ekki allir eins. En ég var beðinn að gleyma því. Við myndum aldrei ná neinu, sem við gætum sætt okkur við. Við, sem áhuga höfðum á samn- ingum, fengum ekki nema einn fund með flokksforystunni í Valhöll á liðnu ári og hann mátti ekki aug- lýsa. Þá fannst mér, að litið væri á okkur eins og „óhreinu börnin henn- ar Evu,“ enda bar sá fundur engan árangur fyrir málstað okkar. Þetta hefur að stórum hluta haft á sér nokkuð „austrænt“ yfirbragð, nálg- ast það, að mönnum væri ekki treyst til að hugsa sjálfstætt, en þá er Sjálf- stæðisflokkurinn kominn æði langt frá hugsjónum sínum. Í hjarta mér er ég Evrópusinni, og í málum svo sem varðandi flótta- menn, mannréttindi, hungursneyð og annað slíkt, sem alþjóðasamfé- lagið glímir við, hef ég myndað mér kjörorð: Bróðerni ofar þjóðerni. Ég þrái að vinna að framgangi hug- sjóna kærleikans, og þó að Evrópu- sambandið sé ekki fullkomið á neinn hátt, bind ég vonir við, að það geti orðið áfangi á leið mannkynsins til aukins réttlætis og umburðarlyndis. Hugsanlega hef ég rangt fyrir mér, hugsanlega einnig í því, að rétt sé að reyna samninga. Ég á ekki sannleik- ann, en mig langar til að sannleik- urinn eigi mig. Ég er tortrygginn gagnvart þeim, sem ekki þurfa að leita sannleikans, búa hann jafnvel til handa sjálfum sér og virða ekki sannleiksþrá annarra manna. Þeir, sem nú andmæla samning- um, virðast vera hræddir við sann- leiksleit annarra, líkt og Sovétmenn voru. Mér finnst það skortur á pól- itískum þroska. Og þegar stjórn- málaflokkur tekur upp á því að neita mönnum um að standa fyrir þekk- ingaröflun, þá er eitthvað mikið að og mitt traust farið. Að mínu áliti getur enginn Íslend- ingur svarað því af fullri einlægni, hvort hann vilji, að þjóðin gangi inn í Evrópusambandið, nema samn- ingur liggi fyrir. Þá fyrst veit ég að minnsta kosti um mína afstöðu. Ég mun aldrei samþykkja, að við semj- um af okkur fiskimiðin eða aðrar náttúruauðlindir okkar. Ég þekki engan Evrópusinna, sem vill ganga í samtökin, „hvað sem það kostar“ eins og þó hefur verið haldið fram af fágætu ofstæki um einstaka menn í okkar hópi. Ég hvet alla, sem áhrif geta haft, að stuðla að samningum milli þjóðar okkar og Evrópusambandsins. Þeir hljóta svo, að verða bornir undir þjóðaratvæði. Þannig metur þjóðin í heild, hvort nýjungin sé betri en það sem við búum við, og niðurstöð- unni hljótum við öll að lúta. „Vér viljum ekki breyta til, nema oss þyki sýnt, að nýungin sé betri“ Að mínu áliti getur enginn Íslending- ur svarað því af fullri einlægni, hvort hann vilji, að þjóðin gangi inn í Evr- ópusambandið, nema samningur liggi fyrir. Evrópumál Þórir Stephensen fyrrverandi Dómkirkjuprestur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.