Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 18
HÚNAVAKA 2010 verður haldin nú um helgina á
Blönduósi. Mikið verður um að vera á þessari fjölbreyttu
fjölskyldu- og menningarhátíð Húnvetninga.
Í Hrísey hefst í dag fjölskyldu-
og skeljahátíð þar sem margt
verður um að vera.
Fjölskyldu- og skeljahátíðin í Hrís-
ey hefst í dag og stendur fram á
sunnudag með fjölbreyttri dagskrá
fyrir alla fjölskylduna. Meðal þess
sem boðið verður upp á er sjósund,
kajakleiga, skeljakappát, ratleikur,
hjólböruformúla, leiktæki, sædýra-
safn, grill og varðeldur.
Reglulegar ferðir eru frá
Árskógssandi til eyjarinnar alla
helgina en panta þarf sérstaklega
ef ferðast er með tjaldvagn eða
fellihýsi. - eö
Hjólböruformúla
og skeljakappát
Meðal þess sem verður til skemmtunar í Hrísey er skeljakappát.
Miðaldadagar hefjast á Gásum
við Hörgárósa í Eyjafirði á morg-
un og standa fram til 20. Júlí.
Gásir eru við Hörgárósa í Eyja-
firði 11 km norðan við Akureyri.
Til forna var þar verslunarstað-
ur sem talinn er hafa verið einn
alþjóðlegasti staður landsins. Á
Miðaldadögum er líf og starf fólks
í Gásakaupstað miðalda endurvak-
ið og gestir fluttir aftur til fyrri-
hluta 13. aldar.
Stutt frá fornminjunum á Gásum
er hafið verkefni við að byggja upp
tilgátustað fyrir ferðamenn eftir
tilgátuteikningu af Gásum sem
byggð er á fornleifarannsóknum
sem fóru þar fram frá 2001 til
2005. Erlendis hafa slíkir staðir
notið mikilla vinsælda og ætti það
sama að eiga við hér. - eö
Aftur til 13.
aldarinnar
Á Miðaldadögum er sögusviðið fyrrihluti
13. aldar.
Varðeldur verður kveiktur annað kvöld.
Stokkseyringar hafa efnt til
Bryggjuhátíðar í sjöunda sinn og
dagskráin er lífleg. Fjölskyldu-
skemmtunin á bryggjunni í kvöld
er þar viss hápunktur, hún dreg-
ur að bæði heimamenn og gesti.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar
lendir og Árni Johnsen stjórnar
bryggjusöng við varðeld. „Árni er
fastur gestur hjá okkur og heldur
uppi fjöri eins og honum einum er
lagið,“ segir Björn Ingi Bjarnason,
einn af forvígismönnum samkom-
unnar.
Hljómsveitin Granít frá Vík í
Mýrdal verður með bændaball í
kvöld þar sem áherslan er á þjóð-
lega danstónlist og lög Bítlanna
og Rolling Stones. Munu þá þekkt-
ir einstaklingar úr samfélaginu
bætast í sveitina. „Ringó Starr átti
merkisafmæli nýlega og er þekktur
Íslandsvinur en hann á ekki heim-
angengt svo Eyþór Arnalds mun
leysa hann af. Svo verður Rolling
Stones-aðdáandi númer eitt, Ólaf-
ur Helgi Kjartansson sýslumaður,
með söngatriði líka,“ segir Björn
Ingi. Síðar í kvöld hefst stórdans-
leikur á Draugabarnum með hljóm-
sveitinni Karma og trúbador og
létt kántrístemning á Kaffi Sól.
Á morgun klukkan eitt hefst
sandkastalakeppni hjá yngri kyn-
slóðinni og ef að vanda lætur
verða þar til mikilfengleg mann-
virki. Línudans verður í háveg-
um hafður á hátíðinni. Námskeið
í honum verður bæði fyrir börn
og fullorðna í dag og afraksturinn
mun svo sýndur í Töfragarðinum
á sunnudag.
Það er Hrútavinafélagið Örvar
á Suðurlandi sem stendur fyrir
Bryggjuhátíðinni í samvinnu við
heimaaðila og fleiri. Dagskráin er
á: http://www.stokkseyri.is.
gun@frettabladid.is
Stemning á Stokkseyri
Þótt Ringó Starr eigi ekki heimangengt til að spila með gömlu Víkurbítlunum á Bryggjuhátíðinni á
Stokkseyri verður staðgengill hans á sviðinu og Rolling Stones-aðdáandi númer eitt treður upp.
Sandkastalakeppni yngri kynslóðarinnar er fastur liður á dagskránni.
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Teg: 37182
Stærðir: 36 - 40
Verð: 16.485.-
Teg. 37186
Stærðir: 36 - 40
Verð: 16.485.-
Flottir skór á lágum hæl!
Þægilegir og vandaðir dömuskór úr leðri með skinnfóðri
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
LaugardagaJóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447